Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 11
ÆSKAN
Hvað viltu verða
Saga eftir Lalla, 13 ára.
„Manuna, livað vildirðu verða, þegar þú varst
lítil,“ spurði Signý litla móður sina.
Hún var að skrifa stíl fyrir morgundaginn um,
livað hún vildi verða. Signý var í vafa um, livort
hún ætti heldur að verða rithöfundur eða leikkona.
Hún var nefnilega eitt þeirra barna, sem efast ekki
um að geta orðið það, sem þau vilja.
„Ætlar þú að verða það, sem ég einu sinni vildi,“
spurði Guðrún mamma hennar hrosandi.
„Já, mamma, ég skal verða það, sem þú vildir,
livað vildirðu verða? Ó, mamma, segðu mér það
fljótt,“ sagði litla stúlkan áköf, og augu hennar
tindruðu al' eftirvæntingu.
„Komdu liingað, Signý mín, þá skal ég segja þér
sögu um lilla stúlku eins og þig. Á eftir skaltu fá
að vita, hvað ég vildi verða, þegar ég var eins lítil
og þú, en nú verðurðu að vera þolinmóð og grípa
aldrei fram í fyrir mér,“ sagði mamma liennar og
hóf söguna.
„Einu sinni var lítil stúlka, við skulum nefna
hana öðru nafni en hún liét, t. d. Dagnýju, það er
fallegt nafn. Dagný litla gekk i skóla eins og önnur
hörn. Forcldrar hennar voru mjög fátæk og gátu
ekki klætt hana í eins falleg föt og foreldrar liinna
harnanna. En fötin hennar Dagnýjar voru alltaf
hrein og vel bætt. Börnunum kom aldrei til hugar
að stríða lienni, þó að hún væri fátæklega klædd,
því hún var mjög dugleg að læra og lijálpaði liinum
hörnunum eftir getu við erfiðustu viðfangsefnin.
Einu sinni sem oftar átli Dagný að gera stíl. Stíll-
inn, sem hún átti að gera í þetta sinn, hét: „Hvað
viltu verða?“ Dagný var fljót að skrifa svarið við
þessari spurningu. Ilennar heitasta ósk var að
verða góð stúlka og; geta veitt þeim lijálp, sem
hágt áttu.
Næsta dag kallaði kennarinn öll börnin saman,
og sagði að hann hefði hugsað sér, að veita einu
þeirra verðlaun fyrir hezta stílinn, sem gerður var
um: „Hvað viltu verða?“
. „Ég afhendi þér, Dagný,“ sagði kennarinn, „verð-
launin, því þú ert óeigingjörnust og vilt verða öðr-
um til góðs. Guðs blessun fylgi starfi þínu, Dagný
mín,“ sagði hann og lagði i lófa hennar nýjan
fallegan sjálfblekung.
Ó, hve oft hafði hana ekki langað til þess að eiga
svona sjálfhlekung, en átli hún þetla skilið? Hún
Æskuvinir góðir.
Það er mér óblandin ánægja að starfa nú um
stund við blaðið ykkar, Æskuna, og hafa þar tæki-
færi til að skrafa við ykkur og bollaleggja um það,
sem á hugann leitar. Vel finn ég það, að vandi
nokkur er að taka við blaðinu af Margréti Jóns-
dóltur, svo vel sem henni hefur tekizt, en því
skemmtilegra er líka að starfa við það, sem vin-
sældir þess eru meiri.
Ég nmn lcitast við að vanda starf mitt við Æsk-
una eftir því sem mér er unnt. Öðru get ég ekki
lofað. Eg vona, að vinsældir hennar megi vaxa
framvegis eins og liingað til, og að hún lialdi á-
fram að eiga þær skilið.
Guð.jón Guðjónsson.
rétti kennaranum hönd sína og sagði lágt: „Ég
verðskulda þetta ekki.“
Nú er Dagný litla stór stúlka, en henni finnst
enn í dag hún ekki hafa verðskuldað sjálfblekung-
inn. Jæja, Signý mín, svona var nú sagan, finnst
þér Dagný liafa verðskuldað sjálfblekunginn?“
„Já, mamma, það finnst mér.“
„Ég veit ekki,“ svaraði móðir hennar hugsandi.
„Heyrðu mamma,“ sagði Signý litla skyndilega
eins og henni hefði dottið eitthvað í hug. „Hvað
hét Dagný réttu nafni?“
Móðir liennar brosti lítið eitt, og sagði lágt: „Hún
hét Guðrún.“
„Mamma,“ hrópaði Signý, „ert þú Dagný í sög-
unni ?“
„Já, ég er Dagný, Signý mín, nú getur þú dæmt
um, hvort ég' liafi oi’ðið það, sem mig langaði mest
til.“
„Já,“ mamma mín, þú hefur orðið það, sem þig
langaði mest til. Þegar ég var að skrifa stílinn áðan,
þá ætlaði ég mér að verða rithöfundur eða leik-
kona, en nú langar mig ekkert til þess, ég vil hara
vera góð stúlka, þó að ég viti að ég fái engin verð-
laun fyrir.“
„Þú ert skynsöm slúlka, Signý,“ sagði mamma
hennar og leit brosandi til dóttur sinnar, sem keppt-
ist við að slcrifa stílinn. — Nú er Signý litla orðin
fullorðin, en liún man enn þá eftir sögunni, sem
mamma hennar sagði henni, þegar hún var lítil.
Gjalildíigi blaðsins er 1. april í Reykjavik, en 1. júlí úti
uni land.
9