Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1942, Síða 14

Æskan - 01.01.1942, Síða 14
ÆSKAN ingasamur. Hann efldi mjög konungsvaldið hér á landi. Hann lét Alþingi samþykkja nýja liegningar- löggjöf í siðferðismálum árið 1563, miklu strangari en áður liafði verið (Stóridómur). Seinna stóð latínuskólinn á Bessastöðum í nokk- ur ár (1805—1846). Hann var þá eini skólinn hér á landi. í liann gengu þeir, sem ætluðu að verða embættismenn liér á landi, prestar eða sýslumenn. Sumir kennaranna við Bessastaðaskóla voru ágætir mcnn og þjóðkunnir af störfum sínum. Einn þeirra var Björn Gunnlaugsson, „spekingurinn með harns- hjarlað“, sem fyrstur mældi Island og gerði upp- drátt af. Þar voru þeir Hallgrímur Scheving og Sveinbjörn Egilsson. Þeir voru háðir prýðilegir kennárar og vildu láta skólapiltana tala og skrifa fallega íslenzku, en áður hafði mál margra skóla- genginna manna verið ljótt og útlenzkulegt, bæði einstök orð og setningaskipun. Hallgrímur Scheving var óþreytandi að laga mál skólapita. Einhverju sinni var hann á gangi úti á túni með pilti, sem var nýkominn i skólann. Þá liendir liann á livítt blóm, sem mikið var af þar á túninu, og spyr piltinn, hvort hann þekki það. Piltinn langar nú til að sýna, að hann kunni dálítið í latínu, þó að hann sé nýkoininn úr sveitinni, og segir, að það heiti millifolíum. Þá segir Scheving hóglátlega: „Við köllum það nú vallhumal hérna á Bessastöðum“. Sveinbjörn Egilsson þýddi hin frægu fornkvæði Grikkja, Hómerskviðurnar (Illionskviðu og Ódysseifskviðu), á óbundið, íslenzkt mál. Er sú þýðing með því fegursta, sem ritað liefur verið á íslenzka tungu, og hefur mörgum orðið lil fyrir- myndar. Benedikt skáld Gröndal, sonur Sveinbjarnar, minnist föður síns svo í einu kvæði sínu: Mér kenndi faðir mál að vanda, lærði hann mig, þó ég latur væri; þaðan er mér kominn kraftur orða, meginkynngi og mynda gnótt. Og þeir voru margir fleiri, sem gátu sagt svipað um kennslu meistaranna, Hallgríms og Svein- hjarnar. Sumir lærisveinar þeirra urðu sjálfir snillingar i meðferð íslenzkrar tungu. Einn þeirra var Jónas Hallgrímsson, sem kvað: Ástlcæra, ylhýra málið og allri rödd fegra, hlíð sem að barni kvað móðir á brjósti svanhvítu. Móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðurn mér yndið að veita. Bessastaðaskóli var heimavistarskóli. Piltarnir hjuggu í skólanum. Og þar var nú stundum líf í tuskunum. Það var eins gott, að horðin og bekkirnir væru vel smíðuð. Jón Thoroddsen lýsir ofurlítið lifi skólaiiilla á Bessastöðum í skáldsögunni „Piltur og stúlka“. Páll Melsteð sagnfræðingur skrifar líka vel um það í „Endurminningum" sínum. Bessastaðapiltar iðkuðu ýntsar íþróttir, einkum glímu. Stundum háðu þeir bændaglímu við ver- menn þar á nesinu. Voru þá skólapiltarnir i öðr- um flokknum, en sjómennirnir í hinum. Mátti þar oft sjá frækilega framgöngu og hörð viðskipti. Kennarar skólans ýltu undir þessar íþróttir pilt- anna, ekki sízt Hallgrímur Scheving. Grímur skáld Thomsen, sem sjálfur ólst upp á Bessastöðum um þessar mundir, hefur ort kvæði unx eina slíka bændaglímu. Þar i er þessi vísa: Uppi stóðu einir tveir eftir bændur móðir, glímuskjálfta skulfu þeir, skatnar biðu hljóðir, — en er saman tólcu tökum, titraði gólf af iljablökum. Og það var Grímur Thomsen, sem gerðist bóndi á Bessastöðum eftir að hann hafði verið árum saman í þjónustu dönsku stjórnarinnar víða um lönd, og hjó þar síðan til dánardags (1867—1896). Grím og kvæði lians kannast hvert barn við, t. d. „Skúlaskeið“ og „Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn“. Þegar ríkisstjóri var kjörinn lxér á landi s. 1. vor, var ákveðið, að Bessastaðir skyldu vera bústaður hans. Og nú er íslenzki ríkisstjórinn, Sveinn Björns- son, setztur þar að og hefur þegar haldið þar einn ríkísráðsfund. Nú eru Bessastaðir aftur orðnir aðsetursstaður æðstu stjórnarvalda íslands. En sá er munurinn, að í staðinn fyrir útlendan umboðsmann útlendrar stjórnar situr þar nú íslenzkur maður, kjörinn af Alþingi Islendinga. Útsýn er hin fegursla frá Bessastöðum. Víður og fagur fjallahringur er á þrjá vegu, ótrúlega fjölbreyttur að lit og lögun: Snæfellsnesjökull, fjallgarðurinn austur af honum, f jöllin á Mýrunum, Skarðsheiði, Esja, Mosfellssveilarfjöll, Hengill, Vífilsfell, Rcykjanesfjallgarður. En i veslurátt er „hafið, bláa hafið“, svo langt sem augað eygir. 12

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.