Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 18

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 18
V ÆSKAN Margrét Jónsdóttir. Til lesenda Margrct Jónsdóttir hefur látið af ritstjórn Æsk- unnar eftir aö liafa haft hana með höndum í 14 ár, tólf síðustu árin ein, en fyrstu tvö árin mcð öðrum. Það er ekki ofmælt, að eigandi og útgef- andi blaðsins, Stórstúka Islands, hafi verið heppin i valinu, er hún réði Margréti Jónsdótlur sem rit- stjóra Æskunnar. Hún var reyndur harnakennari, ágætlega vel ritfær og skáld gott. Allir þessir kostir nutu sín vel við blaðið. Hún þekkti barnssálina, átti í fórum sínum öruggan smekk á máli og efni og kunni að segja þann veg frá, að börnin skildu og höfðu nautn af að lesa blaðið sitt, en urðu jafn- l'ramt fróðari, glaðari og betri börn. Ég liygg, að Æskan liafi uppfyllt þau skilyrði, sem gera má til barnablaðs á íslandi, hæði að útliti og efni. Tala kaupendanna hefur stórum aukizt, en jafnframt hefur hlaðið stækkað að miklum mun og frágang- ur þess og útlit orðið hið vandaðasta. Undir rit- stjórn Margrétar Jónsdóttur hafa vinsældir Æsk- unnar farið vaxandi með ári hverju og hún er nú orðin blað barnanna og unglinganna í hezta skiln- ingi, — . Ég vil fyrir hönd Stórstúku fslands flytja Mar- gréti Jónsdóttur þakkir fyrir ágætlega unnið starf við barnablaðið Æskuna og fyrir hina uppvaxandi æsku þessa lands um fjórtán ára skeið. Hinn nýi ritstjóri Æskunnar, Guðjón Guðjóns- son, skólastjóri í Hafnarfirði, er ykkur að góðu kunnur, því að Iiann hefur í forföllum Margrétar 16 Litli sj ómaðurinn. $j Eftir Ólaf Þ. Ingvarsson. |i Það var dálítil undiralda þennan morgun, en að öðru leyti var sjórinn dauður og fagur eins og á fögru sumarkveldi. Guðmundur á Hjallanesi var kominn niður i fjöru með hásetum sínum. Þar var líkæhann Björn litli sonur lians, 11 ára gamall. Hann átti að fá að fara með föður sínum á sjóinn í dag, og það var fyrsti róðurinn. Hversu jnargir drengir hafa ekki hlakkað til þess merka dags. Að minnsta kosti hafði Bjössi litli beðið og heðið, þangað til föður hans fór að leiðast þetta sífellda rell í krakkanum, eins og hann sagði. —- Ó, ég lield, að hann liafi gott af því, drengur- inn. Ekki var ég nema fimm ára, þegar ég fór fyrst á sjóinn, sagði afi gamli. — Jæja, ef þú lofar að vera ekki að þessu sí- fellda suði og jagi, strákur, anzaði faðir hans. — Já, já. Bjössi varð liiminlifandi og þaut upp um hálsinn á pahha sínum. Þar með var það lilrætt mál. Og nú stóð hann i fjörunni eins og liver annar sjómaður, kominn í hlífðarföt og með sjóliatt af Jónasi bróður sínum. Þetta yrði skemmtilegur dagur. Þeir ýttu bátnum á flot. Það var sexæringur, nokkuð þungur í vöfunum. .Tónsdóttur annazt ritstjórn blaðsins um hálfs árs skeið. Guðjón Guðjónsson er margreyndur skóla- maður og prýðilega ritfær. Hefur hann þýtt og annazt útgáfu fjölmargra barna- og unglingabóka af mikilli smekkvísi og næmum skilningi. Æskan kemst þvi í góðar hendur eins og vera ber, og mun hinn nýi ritstjóri kosta kapps um að gera blaðið svo úr garði, að allir hlutaðeigendur megi vel við una. Æskan mun enn sem fyrr flytja lesendum sínum margs konar lTóðleik hæði til gagns og gleði, og ávallt liafa það sem höfuðtakmark sitt, að gera íslenzk börn að betri börnum og göðum og sönn- um íslendingum. Njóti svo íslenzk æska eins vel og gefið er. Kristinn Stefánsson, stórtemplar.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.