Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 13

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 13
ÆSKAN Ólafur Þ. Kristjánsson: Bessastaðir. Ríkisstjóri Islands, Sveinn Björnsson. Skammt fyrir sunnan Reykjavík gengur lítið, lágt og slétt nes út í Faxaflóa. Það heilir Álftanes. Norðan við það er Skerjafjörður, en Hafnarf jörður að sunnan. Á þessu nesi standa Bessastaðir, einhver merlt- asli sögustaður landsins. Snorri Sturluson átti einu sinni Bessastaði og iiafði þar hú, en ekki bjó hann þar sjálfur, heldur hafði þar ráðsmann. Hann hjó sjálfur í Borgarfirði, fyrst á Borg og síðar í Reykholti, og þar skrifaði hann hin lieimsfrægu rit sín, Eddu og Heims- kringlu. En frá Bessastöðum hefur liann vafalaust látið mörg skip ganga til fiskjar, því að stutt er að róa þaðan út á fiskisæl mið i Flóanum. Seinna eignaðist Danakonungur Bessastaði. Hann réð þá einnig fyrir íslandi. Hann lét æðstu em- bættismenn sína Jiér á landi búa á Bessastöðum. Þar áttu hirðstjórar og höfuðsmenn og landfógetar og amtmenn heima í meir en þrjár aklir, frá því snemma á 15. öld og fram á 18. öld. Þar var að mörgu leyti gott að vcra. Tvær ágætar verzlunar- og þeir ættu að vera svo rúmjr, að hægt sé að renna seglinn upp og niður. Seglin eiga að véra livít, þau verða að vera földuð svo að þau trosni ckki, og fallegt er að stanga þau með svörtum tvinna eins og sést á myndinni. Loks skaltu skafa hátinn vel og fága sem allra hezt. Síðan skaltu mála hann grænan neðan við vátnsborð, en rauðan ofan við það. Siglntré, rár og þilfar áttu að strjúka tvisvar eða þrisvar með fernisolíu. Ef þú vandar þig við þetla allt eins og þú getur hezt, þá er ég viss um að báturinn verður þér lil mikillar ánægju og þér þykir miklu vænna um liann en ef þú hefðir keypt lianii eða eignazt á annan liátt. En gættu þess líka, að báturinn verður ljót og leiðinleg kolla, ef þú hroðar smíðinni af. liafnir voru í nágrenninu: Hafnarfjörður og Beykjavílc (Hólmurinn), auk þess sem gott skipa- lægi var á Seilunni, grunnri vík inn úr Skerjafirði rétt hjá Bessastöðum. Frá Bessastöðum var skammt að fara til Þingvalla, en þar var Alþingi liáð á liverju ári allan þennan tíma, en höfuðsmennirnir urðu helzl að vera á Alþingi. Frá Bessastöðum var gott til sjósóknar og auk þess var auðvelt að ná þaðan til fiskkaupa i verstöðvunum á Reykjanes- skaga, en fiskur var þá eins og nú aðalútflutnings- vara íslendinga. Þessir menn voru allir útlendir, danskir eða norskir, og sumir þýzkir. Margir þeirra þóttu merkir menn heima í landi sínu og voru þar hers- liöfðingjar, flotaforingjar eða ráðherrar. En ekki voru þeir vinsælir hér á landi. Þeir voru fulltrúar fyrir útlent vald, sem landsmönnum var illa við. Þeir voru sendir hingað með lög og fyrirskipanir frá dönsku stjórninni, án þess Alþingi væri spurt að. Þeir áttu að heimta skatta og skyldur af þjóð- inni fjæir konunginn. Sumir þeirra hugsuðu ekki um annað en græða sem allra mest fé á lands- mönnum meðan þeir voru hér. Þeir litu flestir nið- ur á íslendinga, og þó einkum alþýðuna, sem þeir virtu ekki frekar en skepnur. Þessu voru þeir vanir í sínu landi, þar sem stéttamunurinn á aðalsmönn- um og alþýðu var ákaflega mikill, en þeir voru fleslir af aðalsættum. Bændurnir í grennd við Bessastaði urðu mest fyrir kúgun þessara útlendu höfðingja. Þeir urðu að lána þeim menn og liesta endurgjaldslaust. Þeir urðu að róa á hátum þeirra, slá fyrir þá, rista torf, fara sendiferðir og þar fram eftir götunum, — allt saman ókeypis. Og þungar refsingar, hýðingar og fjárútlát, lágu við, ef ekki var hlýðnast. Einn þessara manna liggur grafinn fyrir framan altarið í Bessastaðakirkju. Stór steinn úr marmara er yfir leiði hans. Hann hét Páll Stígsson og and- aðist á Bessastöðum árið 1566. Ilann var mikil- hæfur maður og stjórnsamur, en liarður og refs- 11

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.