Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 22

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 22
ÆSKAN Stjáni (mætir Stebba) : Sæll, Stebbi. Stcbbi: Salein aleikum. Stjáni: Hvað segirðu? Stebbi: Ég er galdramaðurinn mikli, Gosi Ginfaxi. Stjáni: Ég vissi, að svona mundi fara fyrir ])ér. Það hefur losnað smá- skrúfa i höfðinu. Stebbi: Það er allt í lagi i höfðinu. Réttu mér höndina, og ég skal spá fyrir þér. Stjáni: Fæ ég höndina aftur? Stebbi: Já, auðvitað færðu liana aftur. (Horfir íbygginn í lófann.) Hm — — já, ekki er það efnilegt. Hin--------, o svei, svei. Sjáðu, hvað þessi lína er bogin. Stjáni (kvíðinn) : Er verra, að hún sé bogin? Stebbi: Ja, síður vildi ég að ævi- línan mín væri svona kengbogin. Stjáni: O, þetta er haugavitleysa í þér. Þú kannt ekkert að spá. Stebbi: Jæja, heldurðu það. Nú skal ég segja þér, hvað ég sé í lófa þínum. Þú átt engin systkini. Stjáni: Þú þarft nú ekki að góna í lófann á mér til þess að vita það. Stebbi: Þú ert ógurlega gráðugur í pönnukökur með berjamauki. Stjáni: Það er satt. Stcbbi: Þú hefur ör á öðru hnénu. Stjáni: Þú hefur nú séð það, þegar við höfum verið að synda. Stebbi: Þú meiddir þig, þegar þú varst að læra að hjóla. Stjáni: Og þetta manstu! Þú ert minnugur. Stebbi (íbygginn) : Ég les þetta úr línunum í lófa þínum. Stjáni: Sá er góður. Stebbi: Geturðu sannað, að ég sjái það ekki? Stjáni: Nei, auðvitað ekki. Segðu mér fleira. Stebbi: Þú ert góður i reikningi, en ónýtur i réttritun. Stjáni: Er ég ónýtur í stafsetn- ingu! Ég er þó betri en þú! Stebbi: Það getur vel verið. En það stendur í lófa þínum, að þú sért ónýtur í stafsetningu. Stjáni: Huh. Sérðu fleira? Stebbi: Það stendur þarna, að þú hafir líkþorn. Stjáni: Hvað segirðu, líkþorn? Stebbi: Já, líkþorn. Stjáni: Jæja, þarna sést, hvað er að inarka spádómana þina. Ég hef aldrei haft líkþorn. Stebbi: Þú hlýtur að hafa þau. Það stendur hérna. Stjáni: Mér er alveg sama, hvað þú segir. Ég hef engin líkþorn. Stebbi: Já, en það stendur hérna alveg greinilega. Stjáni: Þarna sést, hvað er að marka þig. Þorirðu að veðja um, að ég hafi líkþorn? Stebbi (lítur enn í lófann til þess að vera viss i sinni sök) : Já, ég þori það. Stjáni: Ágætt. Hve miklu eigum við að veðja? Stebbi: Tíu aurum. Stjáni: Aumingja drengurinn. Þú tapar þeim. Lofaðu mér að sjá, hvort þú átt tíu aura. Stebbi (dregur upp tíeyring) : Sjáðu! Stjáni: Jæja, ágætt. (Fer úr á öðr- um fæti.) Jæja, hvar eru nú lík- þornin? Stebbi: Bíddu, bíddu nú við. Lof- aðu mér að sjá hinn fótinn. Stjáni (ergilegur) : Fæturnir á mér eru báðir eins. En fyrst þú vilt það endilega — (fer úr á hinum fæti). Steini (gægist í þessu fyrir næsta húshorn og sér þá). Stjáni: Kannastu nú við, að þú tapaðir? Stebbi: Ja, já, þú vannst. En bíddu áður en þú ferð i aftur. — Steini, kannast þú við, að ég hafi unnið? Stcini: Já, ég má vist til. Stjáni (gónir steinhissa á þá til skiptis) : Hvað eruð ])ið að tala um? Hefur Stebbi unnið? Hvað hefur hann unnið? Stebbi: O, bara veðmál. Ég veðjaði 50 aurum við hann, að ég skyldi geta fengið þig til að fara úr skóm og sokkum úti á miðri götu á tiu mín- útum. Og ég vann! 20

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.