Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1955, Síða 17

Æskan - 01.01.1955, Síða 17
ÆSKAN Þetta er hyggilegt, börnin góð. Það munuð þið sanna síðar. Fjöldi góðra manna vitnar um þelta á fullorðinsárum. —- Einn slíkan mann hitti ég nýlega. Hann var einu sinni nærri 12 þúsund krón- um ríkari en hann hélt. Og það sem enn var meira um vert, að faðir hans hafði vanið liann á að fara vel með fjármuni og leggja alltaf í sjóð einhvern hluta af því fé, sem liann eignaðist. En svo dó faðir lians snögglega, og móðir hans var áður látin. Og nú þurfti hann að sjá um sig sjálfur. Og það gelck ágætlega, þvi að hann var ráðsettur og duglegur. En af því að faðir hans var fátækur og oft í peningaþröng liélt pilturinn, að þessir aurar, sem hann hafði jafnan lagt fyrir, liefðu kannski farið í eyðslu. En einmitt þegar hann er að stofna sitt eigið heimili fyrir nokkru og kemur inn í hanka til þess að biðja um lán, er kallað til lians: „Þú átt hér sparisjóðsbók.“ — Jú, sannarlega átti liann þar slika hók með nálega 12 þús. krónum í. Það var samansafnaður sparnaður frá æskuárum. Og þið getið nærri, hve glaður liann varð. Þarna kom sér vel að hafa átt liygginn föður. „Þetta skal ég muna, þegar ég fer að ala upp mín börn,“ sagði hann. Og ég gæti trúað þvi, að svo yrði. Hann gleymir þessu áreiðanlega ekki. Nú liöfum við byrjað hér á því, sem hörn víða erlendis liafa átt við að húa um langt skeið, en það er að efla áhuga á sparnaði með þvi að gefa börnum kost á að lcaupa sparimerki fyrir aura sina, sem síðar eru svo lögð inn i sparisjóð. Hafa skólarnir hjálpað til að koma þessu á laggirnar. En í vetur eru það þó alls ekki öll hörn i landinu, sem eiga þess lcosl að í’á keypt sparimerki. Það eru aðeins börnin í kaupstaðaskólunum og noklcr- um þorpaskólum. En vonandi verður þetta út- breiddara seinna. Og ég get sagt ykkur það, börnin góð, að þetta hefur gengið ágætlega. Fjöldi barna hefur stórlega aukið innieign sína í sparisjóði á stuttum tíma. Og það er ánægjulegt að lieyra marga sögU um það, hvernig sum börn neila sér um margs konar óþarfa til þess að geta keypt sparimerki i bókina sina. — Nýlega lieyrði ég um dreng, sem vann sér oft inn talsverða jjeninga með blaðasölu o. fl. og eyddi öllu jafnóðum. Nú safnar hann öllu slíku saman og kaupir merki. Annar átli lambsverð fyrir vinnu í sveit. Allt fór það i sparisjóðinn. Og um fjölda barna iiöfum við frétt, sem spara við sig liitt og þetta til þess að geta keypt merki og lagt i sjóð. — Við vonum börnin góð, að ýmsir menn geti eftir nokkur ár sagt margar áhægjulegar sögur af því, hve vel þeim hafi komið að eiga dálítið fé Frá Letingjalandi. Svo reyndist, að ekki er örgrannt um, að meðal lesenda Æskunnar séu nokkrir til, sem kunnugir eru i Letingjalandi. Einn, sem virðist hafa dvalið þar tímakorn, skrifar á þessa leið: — Letingjaland er merkilegt land, og það er ánægjulegt, að Æskan hefur tekið sér fyrir hendur að fræða lesendur sina nolckuð um það og bæta þannig fyrir vanrækslu þeirra, sem semja kennslu- bækur, þvi að þar er ekki nokkurt orð um það. Landið liggur beint suður af norðurheimskaut- inu, þar sem lieimskautsbaugarnir snerta mið- baug. Það er stórt land og alveg kringlótt og slétt. Þar er slcíðafæri allt sumarið, en samt er svo lilýtt, að blómin þjóta upp í gegnum snjóinn. Ef þú kemur þar inn i kökubúð, þá ertu sárbeðinn að taka eins mikið af kökum og þú getur borið, og þú þarft ekkert að borga. Ríkissjóðurinn borgar bökur- unum, og hann liefur nóga peninga, þvi að allar prentsmiðjur í landinu eru látnar ganga dag og nótt við að prenta bankaseðla. Ef þú færð þér glas af appelsín, þá geturðu teygað og svolgrað eins og þú vilt, en aldrei lækkar í glasinu. Ef þú færð þér rjómaköku, þá er sama þó að þú spænir liana upp i þig með sleif, hún minnkar ekkert við það, jafnvel á liún til að stækka. í skólunum eru það kennararnir, sem verða að læra. Nemendurnir setja þeim fyrir langar lexíur og þeir liafa vél til að hlýða þeim yfir, svo að þeir geli ekki svikizt um. Enginn þarf að vinna neitt, allir mega leika sér guðslangan daginn, og á nóttunni sofa allir á sjö dúnsængum og þá dreymir unaðslega drauma. Ef einliver er svo óheppinn að rífa buxurnar sinar, þá er ekki mikill skaði skeður, þvi að bæði er nú það, að gatið grær af sjálfu sér eins og rispa á skinni, og svo spretta líka þessar indælu buxur á trjánum. Ekki þarf að brúa árnar i Letingjalandi, því að i sparisjóði, og að þeir liafi lært það á meðan þeir voru börn, að hyggilegt sé að eyða ekki öllu jafn- óðum og að margt smátt geri eitt stórt. Þá munu fleiri og fleiri sögur af mönnum fara vel, þegar hyggindi og ráðdeikl, liirðusemi og ráðvendni verða mönnum eiginleg i öllu, dagfari og breytni. Að því skulum við stefna, börnin góð. Óska ég ykkur svo blessunar á nýju ári. Snorri Sigfússon. 15

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.