Æskan - 01.01.1955, Side 18
ÆSKAN
Gáfaéi han inn.
Haninn rigsaði aftur og fram í hænsnagarðinum.
Hann reigði sig svo af monti, að hver önnur skepna
hefði farið úr liálsliðunum, því að liann hélt, að
hann væri langgáfaðasti fugl i öllum heiminum.
Þá har þar að ofurlítinn grátittiing, og hann settist
á netið yfir hænsnagarðinum.
— Ilvaðan kemur þú? spurði haninn.
— Ég kem frá stóra skóginum, sagði grátittling-
urinn. Ég kom hingað af því, að ég hef heyrt, að
þú sért gáfaðasti fugl i viðri veröld.
— Já, ég er það áreiðanlega, svaraði haninn.
Ætlarðu kannski að spyrja mig um eitthvað? sagði
haninn og baðaði vængjunum.
— Já, eiginlega datt mér það nú í hug, sagði
grátittlingurinn.
— Spyrðu mig hvers sem þú vilt, sagði haninn.
Ekki skal standa á mér að svara.
— Geturðu sagt mér, hvað langt er héðan á
heimsenda? sagði grátiltlingurinn.
— O, ætli það ekki. Það er ægilega langt. Sérðu
stóra fjallið þarna? Það er á heimsenda.
— Hahaha, hló grátittlingur. Ég hef flogið mildu,
miklu lengra, og samt komst ég ekki á lieimsenda.
Þú ert líklega ekki eins gáfaður og af er látið. En
allir geta gengið á vatninu þar, og hjól eru á öllum
bátum, svo að það er sama, hvort þeir fara um
sjó eða land. Eins eru öll liús á hjólum, svo að það
er liægt að ferðast langa leið liggjandi i rúminu
sínu. Það er nóg að segja að kvöldinu: 1 nótt langar
mig að fara til Kína. Húsið heyrir það, og þegar
þú vaknar, ertu kominn til Kína, og hvítklæddir
þjónar bera þér kúfaða skál af soðnum hrís-
grjónum og mata þig með tréteinum.
I bíóunum eru sýndar aðeins kúrekamyndir, og
hver, sem fer í bíó, fær tíu krónur fyrir það hjá
bíóstjóranum. Allir mega góla eins og þeir vilja,
og gólið er tekið á plötur, og sá, sem gólar hæst,
fær gólplötu í verðlaun, og hún er svo spiluð yfir
honum á hverju kvöldi á meðan hann er að sofna.
1 Letingjalandi safna menn peningum til þess að
veggfóðra með þeim stofurnar sínar. Og það er
ekki svo erfitt þar að safna peningum, þvi að þú
færð alltaf tvöfalt til baka, ef þú skiptir seðli.
Brúðurnar í því landi eru látnar læra að lesa,
svo að telpurnar, sem eiga þær, þurfi þess ekki.
Og kettirnir þar kunna að mjálma á öllum heims-
ins tungumálum. Kaggi.
16
þá er annað, sem ég þarf að spyrja þig um. —
Hver ætii að sé fegursti fugl i heimi?
— Ég fer nú líklega nærri um það, því að það
er ég sjálfur, sagði haninn.
Grátittlingurinn hló aftur. — Þú ert nú meiri
monthaninn. Ég hef séð mildu fegurri fugla en
þig. Þú ættir að sjá páfuglinn, karl minn. Það
yrði nú ekki mikið úr þér við liliðina á honum,
og eins er um svaninn. Hann ber líka langt af þér.
— Ég ætla bara að láta þig vita, að ég þoli ekki
svona skítseiði eins og þú ert að móðga mig, sagði
haninn.
— Hve hátt geturðu flogið? spurði grátittlingur.
— Ég hef nú öðru þarfara að sinna en að vera
að flaksast um loftið í einliverju reiðileysi. En nú
svara ég ekki fleiri spurningum og reyndu að
hypja þig burt.
En grátittlingur sat rólegur.
— Ertu að bíða eftir því, að ég reki þig í burt?
spurði haninn.
— Gerðu það ef þú getur, sagði grátitlingur. En
haninn gat það ekki, hvernig sem liann brölti og
baksaði með vængjunum.
— Þarna sé ég eitthvað hátt uppi, sagði grátitt-
lingur og liallaði undir flatt og horfði upp í loftið.
— Ég sé ekkert, sagði haninn.
— Þá sérðu illa, garmurinn, og þú ættir að fá
þér gleraugu, sagði grátittlingur.
— Hvað segirðu? spurði haninn.
— Það er örn að sveima þarna uppi. Hann er
beint hérna uppi yfir núna.
Haninn varð ofsaliræddur og gaf liænunum
hættumerki.
— Af hverju ertu að þessu? spurði grátittlingur.
Þú ættir að vita, að örninn kemst ekki í gegnum
netið yfir ykkur. Það sé ég nú, þó að ég sé ekki
annað en grátittlingur.
— Þetta er lildega rétt hjá þér, sagði hanninn.
Ég lief ekki haft tíma til að hugsa út í það. Hann
stökk óðara upp á kassa og gól i ósköpum: Gaggala-
gó—ó! Það þýddi, að hættan væri liðin lijá. En
grátittlingur sat á netinu og hreyfði sig hvergi.
— Af liverju hypjarðu þig ekki í burt? sagði
haninn og kamburinn á honum var eldrauður.
Skilurðu elcki, að áheyrnartíminn er liðinn?
— Það er naumast að þú notar viðhafnarorð,
sagði grátittlingur.
— Heldurðu, að kóngurinn í hænsnaríkinu tali
eitthvert skrílmál? Nú er ég huinn að hlýða á þitt
erindi, og nú býst ég við fleiri áheyrnargestum.
— Á liverjum áttu von? spurði grátittlingur.
— Ja, það veit ég ekki. Það getur vel verið