Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1955, Page 22

Æskan - 01.01.1955, Page 22
ÆSKAN Ragnar A. Þorsteinsson: Lausnargjdldið. Sjónleikur í 4 þáttum fyrir unglinga. Leikendur: Ljósálfakonungurinn. Hulda drottningarefni. Bjartur, ráðgjafi ljósálfakon- ungsins. 1. ljósálfur. 2. ijósálfur. Ása hin hárprúða. Fíflið. Sóti svartálfakonungur. Svarlur, ráðgjafi hans. Fjórir svartálfar. Ljósálfarnir eru ljósklæddir og hjartir yfirlitum. Svartálfarnir eru dökkir og dökk- klæddir. . Fíflið skringilega klætt, með háan fíflshatt. 1. ÞÁTTUR Höll ljósálfakonungsins. Hásæti fyrir miðju, sæti til heggja hliða, dyr til annarrar hvorrar handar. (Ljósálfakonungurinn situr í liá- sæti, Hulda situr við fætur honum á lágum skemli. Álfarnir stíga dans á gólfinu og sgngja.) ÁLFARNIR: Við erum litlir ljósálfar og léttan stígum dans. Við dönsum fyrir dróttinn og dýra brúði hans. Stígum lipurt og létt, lund er glöð og hrein. Aldrei gera Ijósálfar mönnunum mein. Okkar lund er létt og kát og ljóðelsk okkar sál. Við deilum ei né dylgjum, en drepum heiftarbál Stigum lipurt og létt, o. s. frv. En í svartri Sóta höll svikahyski býr, þar er deilt og drabbað unz dagur rennur nýr. Stigum lipurt og létt, o. s. frv. Forðumst svartan Sóta lýð, svik og vélráð hans. Fórnum öllu okkar á altari kærleikans. Stígum lipurt og létt, o. s. frv. KONUNGUR (stcndur upp. lyftir hendinni, álfarnir hætta að dansa, ganga til hliðar): Nóg er þetta að sinni. Við skulum hvíla okkur. (Sezt.) Hafið þið nokkuð séð til ferða Sóta konungs í dag? BJARTUR: Já, yðar hátign. Ég fór samkvæmt boði yðar í njósnar- FRIMERKI KRAKKAR! Sendiá mér minnst 50 frímerki og þiá fáið eftir vali, peninga, leikföng, glansmyndir eáa þrykkimyndir, HEIMIR SKÚLASON BLÓMVALLAGÖTU 13 REYKjA VÍK ferð í morgun. Sóti konungur sat utan við höll sína og beindi sjón- auka sínum til liallar yðar. Hann var harla ófrýnilegur á svipinn og drakk drjúgum með ráðgjafa sínum. HULDA: Ástandið verður alltaf ískyggilegra, yðar hátign. Það hef- ur stórum versnað síðan Sóti kon- ungur felldi til mín ástarhug. Við megum búast við öllu illu. KONUNGUR: Víst er það satt, Hulda mín, að það horfir ekki frið- lega ineð Ijósálfum og svartálfum nii, en með hjálp minna góðu þegna vona ég að geta verndað þig fyrir Sóta konungi og illþýði hans. BJARTUR: Yðar hátign ætti að gæta meiri varúðar og Hulda ætti að hætta þessum daglegu göngu- ferðuin sínum út fyrir höllina, að minnsta kosti ætti hún aldrei að fara ein. HULDA: Ekki trúi ég, að Sóti konungur gerist svo djarfur að ræna mér hér í nálægð hallarinnar. Ég er alveg örugg, ef Ása hin hár- prúða fylgir mér. ÁSA: Iíæra Hulda mín. Þú veizt, að mér er ekkert ljúfara en að fylgja þér, en ég er hrædd um, að þér yrði lílið lið í mér, ef á reyndi. KONUNGUR: Hulda verður sjálf að ráða ferðum sínum. Ég treysti á gætni hennar og árvekni Ásu, en yður, herra ráðgjafi, fel ég að hafa auga með ferðum Sóta konungs og segja mér tafarlaust, ef hann stígur fæti inn í ríki vort. BJARTUR: Ég geri skyldu mína, herra konungur. KONUNGUR: Nú verður þú að dansa og syngja fyrir okkur, Hulda mín, þá Hður tíminn fljótar. HULDA: (Dansar og sgngur.) Dönsmn og hoppum, hlæjum og skoppum, hrindum burt drunga kvöldvöku á. Gleðina hyllum, hörpuna stillum, hamingjan brosir við okkur þá. Ástinni syngjum ódauðleg Ijóð, örlynd og kát er ljósálfaþjóð. Hér vil ég dvelja, drottna og velja gleðinni góðan stað. Framhald.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.