Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1960, Qupperneq 4

Æskan - 01.05.1960, Qupperneq 4
ÆSKAN ÍWVWWW. Kisurnar litlu dansa. Þrjár litlar kisur lögðu af stað i logni og blíðu út i skóg. Er þangað kom — já, þar var ball; og þarna var af herrum nóg, sem óðar buðu uþþ í dans við undirleik hans gamla Brands, sem kassann þandi og kvað við raust. Já, krakkar, það er makalaust hvað kátt var þar hjá' kisunum um kvöld í greena skóginum. S. í. í Jiennsíasfantl. Skólinn var byrjnður. „i'vi miður,“ sögóu H-bekkingar, enda höfðu þeir ekki sérlega gott orð á sér í kennaraliðinu sem góður námsbekkur. Strákarnir voru prakkarar og órabelgir liinir mestu, en stelpurnar mösuðu og flissuðu og kjaftaði á þeim hver tuska. Fyrstu dagana voru krakkarnir fremur liæglát, en það stóð ekki lengi, því að þau sáu að slikt ástand var Ieiðinlegt til lang- frama. Var því skotið á skyndifundi i •einum friinínútunum hjá strákunum um það, hvað til bragðs skyldi taka. Margar tillögur voru fram bornar, t. d. sð setja tciknibólur i sætin hjá stelpunum og þar fram eftir götnuum. En allar voru þær dæmdar óhæfar og ómerkar. Að lok- um var ákvcðið að setja blautan svamp í sætið hjá kennaranum og jafnframt að saga sætið úr stólnum hans. Um ieið var sams konar fundur baldinn hjá stelpunum. Þar var margt i ráði, sem síðar kemur i ljós. í næstsíðasta tima mátti greina ógreini- lega ]>úst undir peysunni hjá einum drengj- anna, sem tók á sig lögun sagarblaðs, ef vel var að gáð. •*• *^-* ♦*••*♦•*•♦•*♦♦*« *}**J*«’**J*****’*«***^**^**^*»‘******»»^*»J*****^* {♦ mátulega langt í ístöðum, og á það að vera jafnlangt og handleggur manns, svo að ístaðið nemi við hol- höndina, ef mælt er. Menn eiga að standa með tærnar í ístöðum, en ekki lágilina; þá er meðal annars síður hætt við, að menn festist með fótinn, of þeir detta af baki. 92 r Sigurður St. Arnalds. í lok tímans, ]>egar hringt liafði verið út, hurfu tveir drengir. Svo einkennilega vildi til, nð tvær telpur hurfu lika. En kennarinn lók ekki eftir neinu og hélt sig i kennarastofunni í frimínútunum. Þegar kennarinn var farinn, gægðust tveir telpukollar undan gluggatjöldunum. Samtímls gægðust tveir drengjakollar und- an einu borðinu. Þelr voru fyrst dálítið undrandi að sjá telpurnar og þær ekki síður að sjá þá. En það var ekki lengi, og þá var rokið upp til handa og fóta við framkvæmdirnar. Annar strákurinn liófst þegar handa við að saga botninn úr stól kennarans, en hinn skrapp fram á gang að bleyta töflusvamp- inn. Að lokum settu þeir plötuna, sem þeir höfðu sagað úr, lauslega ofan i falsið og settu blautan svampinn ofan á. En á meðan liöfðu stelpurnar ekki setið auðum höndum. Fyrir einskæra heppni höfðu þær komizt yfir tvo sterka gorma í frímínútunum og liöfðu nú komið þeim fyrir undir tveim hornum kennarapúltsins, svo að ekki þurfti nema lítið að koma við ])að, til þess að það færi um koll. En nú sáu þau, að litill tími var eftir af friminútunum, svo að þau hröðuðu sér út. í byrjun síðasta tíma kom kennarinn ekki strax, svo að krakkarnir hófu ólæti og hávaða. Þeim varð því ekki um sel, þegar skólastjórinn birtist allt i einu i dyrunum. „Kennarinn ykkar varð snögglega veikur og ég kenni ykkur því þennan tíma,“ sagði hann. Kaldur sviti brauzt út á drengjunum, og telpurnar fóru að ókyrrast i sætunum. Skólastjóriun settist að því búnu í kenn- arasætið og fann þegar bleytuna. En það var of seint að snúa við, því að sætið lét undan og hann hlunkaðist niður á gólf og rak um leið fótinn undir púltið, og það sporðreistist með hjálp gormanna og valt um koll með háum dynk. Ekki er þess getið, að skólastjóri hafi gert fleiri tilraunir til að kenna H-bekk- ingum. Sigurður St. Arnalds. mnm^nnnnnnnnwo Veiztu það? Svör: 1. Hrafninn býr til allstóra dyngj*1 úr lurkum og kvistum og þekur hana svo með mosa og hári. 2. Sextíu ára aldur. 3. Árið 1104. 4. Á föstudögum, því borða kaþólskir menn ekki kjöt. 5. Til að ekki fljóti yfir landið, því það er iægra en sjávarmál. G. Stækkar. 7. Á rákum e®a nokkurs konar árliringum á lireistrinu. 8. Búkarest. 9. Þá var Alþingi 1000 ára. 10. 14. júlí.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.