Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1960, Síða 5

Æskan - 01.05.1960, Síða 5
ÆSKAN SÆLUVORIÐ MITT Eflir Sigrídi Thorlacius. ÞARNA var lækjarfarvegurinn svo djúpur, að hann náði mér rneira en í mitti, og bakkarnir slúttu fram yfir sig. Þegar ég leit fram af bakkanum, sá ég hvar lamb stóð undir bakkanum, teygði upp haus- inn og jarmaði. Það reyndi að komast upp, en rann í sleipum leirnum og var næstum dottið niður í lækinn. Ég lagðist á magann og renndi mér aftur á bak niður í lækinn. Lambið tók viðbragð og ætlaði að stökkva burtu, en komst ekkert nema undir jarðbrú, sem var yfir lækn- unr rétt fyrir ofan. Þar komst það í sjálfheldu. „Láttu ekki svona, lambið mitt. Vertu kyrr, asninn þinn. Ætlarðu að drepa þig,“ sagði ég við lambið og smá- byrsti mig, eftir því sem erfiðið jókst við að ná því. Síð- ast stóð ég í miðjum læknum, ískalt vatnið náði mér í kálfa, en lambið stiklaði í leirnum undir bakkanum, svo langt innundir jarðbrúninni, að ég rétt aðeins náði til þess með fingurgómunum. Ærin hljóp jarmandi fram og aftur uppi á bakkan- um. Allt í einu tók lambið kipp, skauzt fram undan bakkanum og beint í fangið á mér. Mér skrikaði fótur og var næstum dottin, en gat þó varizt falli með því að krjúpa á kné á moldarbakkanum. Svo lyfti ég lambinu upp á bakkann, en móðirin tók á móti því með hnusi og kurnri og gaf því vænan sopa til hressingar. Ekki var ég beinlínis hreinleg, þegar ég brölti upp úr læknum. Vatnið rann úr sokkunum og pilsið allt útslett af leir. En hvað gerði það? Lambinu var bjargað. Ég var enn léttari í spori en áður, þegar ég tölti upp engið, þótt leir og vatn slettust af mér á alla vegu. Án frekari viðburða lauk ég að þessu sinni eftirlits- ferð minni. Þá leið að matmálstíma, svo að ég fór lieim. Enn hafði fjölgað lömbunum. Jón koni heim með tvær nýbornar ær, sem höfðu verið niður undir á. Hann bar lömbin í fanginu, en kindurnar hlupu í kringum ftann, jarmandi og hræddar. Stundum stukku þær af stað út í bláinn að leita lambanna og sneru ekki við, fyrr en Jón lét lömbin niður og jarmaði fyrir þau. Dagarnir liðu. Lömbunum fjölgaði — hvítum, svört- um, gulum, botnóttum, goltóttum og einstaka flekkóttu lambi skaut upp. Þau þóttu mér allra fallegust. Fleiri og fleiri lömb þurftu að fá úr pela. Loks var svo komið, að þau voru orðin átta. Þá var gaman að fara út með pelann og mjólkurkönnuna. Pelalömbin þekktu öll pelann og komu þjótandi. Öll vildu verða fyrst. Lítiþ hvít gimbur var svo elsk að pelanum, að hún elti mig fremur en mömmu sína. Enda var mamma hennar bara tvævetla, sem mjólkaði lítið og mér fannst, að hún myndi ekki kunna að hugsa urn lamb. Þá var það einn sunnudag, að ég fékk að fara í nýjan, rauðan kjól, með hvítum rósum. - Nýr dagur rann upp og ný lömb fæddust - 93

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.