Æskan - 01.05.1960, Qupperneq 9
ÆSKAN
hœttur
Hinn heimsfrægi Walt Disney, höf-
undur Mickey Mouse, Andrésar And-
ar, Plútós og fjölmargra annarra vin-
sælla teiknimynda og ævintýra, hefur
nú lagt þau öll til hliðar og hætt að
framleiða þau. Ástæðan er sú, að það
er of dýrt. Seinasta rnyndin, sem
Disney framleiðir, er ævintýrið um
Þyrnirósu.
Walt Disney er sonur bygginga-
meistara í Chicago, sem var af írskum
ættum. Hann er fæddur 5. desember
1901. Disney á það sammerkt með
mörgum frægustu mönnum Banda-
ríkjanna, að hann byrjaði starfsferil
sinn sem blaðasöludrengur. Hann
byrjaði það starf 9 ára gamall. En
erfitt gæti það þótt nú á dögum, að
þurfa að fara á fætur klukkan fjögur
á hverjum morgni, eins og hann var
vanur að gera, til þess að bera út blöð
fram til klukkan 6, en þá varð hann að
flýta sér heim, til þess að fá sér morg-
unmat, og þjóta í skólann. Frá blautu
barnsbeini var það mesta yndi hans
og ánægja að teikna, þó að það yrði
ekki fyrr en seinna á ævinni, sem
teikningin varð atvinna hans.
Á þessu ári eru liðin 33 ár síðan
Disney sendi frá sér fyrstu teikni-
myndina, en það var mynd um
Mickey Mouse. Fyrsta langa teikni-
kvikmynd hans var „Mjallhvít og
dvergarnir sjö“, en alls mun hann hafa
sent frá sér á milli 40 og 50 langar
kvikmyndir.
Mikki að koma af veiðum.
Mismæli.
Kennari nokkur við sænskan rikisskóla,
48 ára gamall, hafði mjög lág laun, svo að
hann gat varla lifað af þeim. Hann átti
konu og 7 börn, en hafði aðeins 800 kr. i
árslaun. Þetta var á þeim timum, þegar
Karl fimmti var konungur i Sví])jóð.
Hvað eftir annað reyndi kennarinn að
sækja um betri stöðu, en allt reyndist það
árangurslaust.
Vinir hans réðu honum nú til þess að
tala við konunginn og biðja hann um hjálp.
Hann fór að ráðum þeirra, og einn góðan
veðurdag kom að því, að liann skyldi ganga
fram fyrir konung. Hann var ákaflega
taugaóstyrkur og feiminn, er hann gerði
sér ljóst, að hann átti eftir stutta stund
að standa frammi fyrir sjálfum konung-
inum.
„Um hvað ætlar þú að spyrja?“ sagði
konungurinn.
„Yðar hátign. Ég er 800 ára gamall, en
hef aðeins 48 krónur í árslaun."
„Hvað ertu að segja, maður?“ spurðí
konungurinn.
„Nei, ég bið yður að fyrirgefa mér, ég
hef 800 krónur í laun og er 7 ára gamall.“
„Hvað er að heyra þetta,“ sagði kon-
ungur.
„Ó, ég bið yður um náð og miskunn,
yðar hátign, ég á við það, að ég er 48 ára
gamall, lief 7 krónur í laun og á 800 börn.“
„800 börn?“
„Ó, ó, yðar náð, ég veit ekki hvað ég á
að segja."
„800 börn,“ endurtók konungurinn hlæj-
andi og lagði höndina á öxl kennarans.
„Slikur maður verðskuldar að fá betri
stöðu, ég skal hugsa til þín, og vertu sæll.“
Vesalings kennarinn varð nú enn rugl-
aðri við þessi orð konungs, og gekk í leiðslu
út úr liöllinni.
En eftir mánuð hafði konungur efnt lof-
orð sitt.
að fara að bjarga einhverju af því, sem þarna var á floti,
en Spilett kom þeirn til þess að nema staðar.
„Þið gleymið föntunum sex, sem komust í land,“ sagði
hann.
Þeim varð nú öllum litið til Miskunnarár. En ekkert
sást þar til ræningjanna. Þeir höfðu að líkindum flúið
lengra inn á eyjuna, þegar þeir heyrðu sprenginguna og
sáu skipið farast.
„Við skulum láta þá eiga sig fyrst um sinn,“ sagði
Cyrus Smith, „því að þótt þeir séu vopnaðir, erum við
þó jafnmargir þeim.“
Þeim Pencroff og Ayrton tókst að bjarga flestu því,
Sem þarna var á floti, og þeir töldu að gæti komið þeim
að gagni, en hinir drógu á land. Meðal þess, sem þeir
náðu, var nokkuð af lifandi alifuglum, er sjóræningjarn-
ir höfðu ætlað að hafa sér til matar.
Pencroff gerði sér vonir um, að ef til vill mætti gera
við skipið, og þá myndu þeir geta komizt á því til byggðra
landa. Og þótt þeir félagar kynnu vel við sig á eynni,.
langaði þá þó alltaf heim.
Meðal þess, er flaut þarna í sjónum, urðu þeir Pen-
croff og Ayrton varir við fimm eða sex lík, og þekkti
Ayrton, að eitt þeirra var Bob Harvey, foringi ræningj-
anna. Þegar fór að fjara, bárust líkin, og það af brakinu,,
sem þeir félagar liöfðu ekki hirt, til hafs.
Framliald.
97