Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1960, Qupperneq 11

Æskan - 01.05.1960, Qupperneq 11
ÆSKAN Á meðan börnin eru liti við Vegginn, má kötturinn ekkert eiga við l>au; en leikurinn er bannig, að mýsnar reyna að blaupa frá veggnum á einum stað að veggnum á öðrum stað. Það er um að gera fyrir iiverja niús, sem ællar nð lilaupa, að kinka kolli framan í einhverja aðra mús, sem vilji skipta; ann- ars er ha-tt við að sú músin, scm hleypur, komist ]>angað, sem önnur mus er fyrir, og kötturinn geti því náð henni. begar kisa nær einni músinni, l)á hefur hún unnið leikinn og músin, sem hún náði, verður köttur í næsta leik. -A. Rauður. Þegar ég var 5 ára, keypti Pabbi minn rauðglófextan dráttarhest, sem bar nafnið Hauður. Hann hélt því nafni atla ævi. Maðurinn, sem pabhi keypti hann af, var búinn að venja hann á að hlýða, þegar bann katlaði á hann, svo að bcgar Rauður lieyrði nafn sitt nefnt, ltom hann heim. Vitrari hest en Rauð hef ég aldrei þekkt. í haga með honum var alltaf brún hryssa, sem Brúnka heitir. Þegar ókunnugir hestar komu að girðingunni, passaði Rauður hana alltaf með þvi að hlaupa milli ókunnugu hestanna °g hennar, til ]>ess að liún kæmi aldrei til þeirra. Milli túnsins og heslahagans var rafmagnsgirðing. Þegar kveikt var á henni, heyrðust alltaf högg. Þegar Rauður vildi komast i túnið, fór hann að tækinu og hlustaði, hvort högg- m heyrðust, og ef þau heyrðust, Passaði hann sig á að koma ekki ' ið virinn. En ef ekkert heyrð- Ist, steig hann bara yfir vír- strenginn og labbaði i túnið og fór að bíta. setunnar boðið, höfuðið var orðið máttlaust og maraði í kafi; hún var að drukkna. Það var tuttugu faðma kaðall í skottinu á bilnum mínum og ég hljóp eftir honum. S\o fór ég úr skónum, jakkanum og skyrtunni, batt kaðalinn um mittið, fékk Betty endann og óð út. Mér tókst að ná í gæsina og óð með hana í land. Ég lagði hana í fjöruna og við fórum að athuga hana. Við sáum fljótt hvað var að. Hún hafði ein- hvernveginn flækzt í ryðgaðri vírnetsræmu; báðir fæturnir voru flæktir í henni og var netið milli fótanna og strengt við annan vængkrikann. Fæturnir voru illa særð- ir og vængurinn virtist næstum sundurskorinn. Hún var svo horuð, að augljóst var, að hún hafði sama og ekkert étið í sex vikna ferðalagi sínu. Örvæntinginn í gargi gassans, sem sífellt flögraði yfir höfði okkar, gekk okkur að hjartarótum. Einhvern- veginn smaug garg hans inn í sljóa vitund gæsarinnar. Hún rak upp hása skræki og bægslaðist af stað upp ströndina. Betty hljóp á eftir henni og greip hana í fangið. Ég fór að sækja járnklippur, sem voru í verkfærakassanum í bílnum, og þegar ég hafði fundið þær, var Betty á leið upp ströndina með gæsina, sem nú var bersýnilega meðvitundarlaus. Ég fór á eftir henni inn í íbúðarvagninn og við settum særða fuglinn á bekk. Hann lá hreyfingarlaus að öðru leyti en því, að um vængina fóru háttbundnir kippir, álíka tíðir og hjartsláttur minn. Við liéldum, að hún væri að deyja, en ég held nú, að einhver hluti huga hennar hafi verið starfandi og hana hafi verið að dreyma, að hún væri að fljúga. Ég klippti utan af henni vírnetsflækjuna og athugaði sár hennar. Fæturnir voru bólgnir með djúpum skurðum og sinarnar illa farnar, en ég taldi þó, að með góðri hirðu myndu þær gróa. Vængurinn var hræðilega illa farinn. Efst við bolinn virtust sinarnar sundurtættar eftir vírinn, en fjaðraleifar og ryð fyllti sárin. Mér fannst óhugsandi, að gæsin gæti nokkurntíma flogið aftur. Betty setti upp vatn og náði f sjúkrakassann og meðan ég hafði fataskipti, hreins- aði hún vængsárið með bómull, töng og dauðhreinsaðri stoppunál. Hún náði öll- um óhreinindum úr sárinu og hagræddi hold- og sinatrefjunum eftir mætti. Eins fór hún að með fæturna, og á eftir vöfðum við bæði fætur og væng með grisju. Til frekara öryggis lögðum við vænginn að bolnum og brugðum utan um belti af gam- alli regnkápu og létum síðan gæsina í rúmgóðan kassa með þurru heyi i. Við sváfum ekki mikið þessa nótt; gassinn hélt okkur vakandi með örvæntingar- fullu gargi sínu. í dögun fjarlægðist gargið. Við fórum út og sáum þá, að hann flaug norður eftir í stórum sveig í leit að maka sínum. Hann nálgaðist aftur, en kom nú ekki eins nærri og áður. Svo hækkaði hann flugið og flaug enn í norður og nú lengra en í fyrra skiptið. Enn flaug hann í sveig suður á bóginn, en bersýnilegt var, að hann vissi ekki lengur, hvar hann ætti að leita maka síns. Svo var eins og hann tæki skyndilega ákvörðun; hann tók stefnuna í norðvestur og hélt því striki unz hann hvarf okkur úr augsýn. Enginn fuglavinur mun ósnortinn geta lesid þessafrásögn er G. Turnbull hefur skrifað. | FRAMHALD Á NÆSTU SÍPU ^ 99

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.