Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1960, Síða 13

Æskan - 01.05.1960, Síða 13
ÆSKAN Stafaleíkui'. I3ú skalt klippa úr pappa um 50 litil spjöld um ]>að bil 4x5 cm stór. Á aðra hlið hvers spjalds skrifarðu bókstaf. I>ú skalt skrifa flesta stafi stafrófsins en ekki Q, X, V, Z, Æ, Ð og 1>. Stokkaðu spjöldin vel og raðaðu þeim svo í stafla á horðið með bakhliðina upp. Hafðu eins marga ]>átt- takendur með og 1>Ú fœrð, l>að er skemmti- legast. Fyrsti þátttakandinn kemur með cin- hverja spurningu, t. d.: Nefnið horg i Evrópu — og dregur svo eitt spjald. Hann les bókstafinn upp og nú riður á fyrir bina að svara svo fljótt sem mögulegt cr, t. d. Nantes, Newcastle eða einhverja aðra borg, sem byrjar á N, þcim bókstaf, sem dreginn var. Sá, sem fyrstur svarar, vinnur spjald- ið og leggur það fyrir framan sig. Þá á sigurvegarinn að spyrja nýrrar spurning- ar og draga annað spjald, og þannig lield- ur leikurinn áfram, unz spjöldin eru búin. Sá, sem liefur unnið flest spjöld, er sigur- vegari. Spurningunum er hægt að brcyta endalaust, t. d.: Höfuðhorg, blóni, bókar- lieiti, bílategund, liúsgögn, trjátegund, götunafn, fjall, fljót o. s. frv. ★ Kettlii&éuriitn o£ úlfurinn. Nótt eina var úlfur að rölta um i tungls- ljósinu. Hann kom heim að bóndabæ ein- uin. Þar mætti hann kettlingi. „Þú ert lítil, kisa min,“ sagði úlfurinn, „en af því ég cr svo svangur, þá vcrð ég samt að éta þig. Þú ert þó betri en lireint ekki neitt.“ „í öllum bænum, éttu mig ekki!“ sagði bisa litla. „Ég skal sýna þér livar bóndinn geymir ostinn sinn. Komdu bara og sjáðu.“ Kisa fór með úlfinn á bak við bæinn. Þar var brunnur. í brunninum var kaðall. Á livorum enda var fata. Þegar önnur fat- an fór niður í brunninn, þá kom liin upp. „Littu nú uiður i brunninn," sagði kisa, „og sjáðu ostinn." Tunglið speglaðist i vatninu. Úlfurinn sá það og liélt að það væri ostur. „Svona fer ég ofan i brunniun," sagði kisa og stökk upp i fötuna, sem uppi var. Vindan snerist. Fatan, sem kisa var í, fór niður i brunninn, cn hin fatan kom upp. „Getur þú eklti fært mér 08111111?“ sagði úlfurinn. „Nci, nei. Hann er óttalega þungur!" sagði kisa. „Þú verður að koma niður i hinni fötunni." Úlfurinn stökk upp i fötuna, sem var uppi. Vindan snerist. Kisa litla var miklu léttari. Þess vegna var það, að þegar fat- sn fór niður með úlfinn, þá ltom sú fatan UPP, sem kisa var i. Kisa slapp, en úlfur- tnn drukknaði. Hann át þvi ekki kisu litlu. Þ j óðleikkúsið 10 ára Mikilsverðum áfanga var náð í íslenzkri leiklistar- og menn- ingarstarfsemi á sumardaginn fyrsta árið 1950, er Þjóðleikliús fslendinga bóf starfsemi sína. Sá dagur mun verða einn mesti dagurinn i sögu íslenzkrar leik- listar. Fyrsta leikritið, sem leikliúsið tók til sýningar, var „Nýárs- nóttin“ eftir Indriða Einarsson, og lieiðraði mcð þeirri sýningu Indriða Einarsson, brautryðj- anda íslenzkrar leiklistar. Eftir þá frumsýningu fylgdu önnur verkefni, fyrst „Fjalla-Eyvind- ur“ eftir Jóliann Sigurjónsson og „íslandsklukkan“ eftir Hall- dór Kiljan Laxness; síðan hvert leikritið af öðru. Er Þjóðleikliúsið hélt upp á 10 ára afmæli sitt 20. apríl s.l. hafði það tekið til sýningar 118 verkefni frá upphafi. Sýningar hafa verið 2130, og leikhúsgest- ir 973.453. Guðlaugur Rósinkranz liefur frá upphafi verið Þjóðleikhús- stjóri, og starfsmenn leikhúss- ins munu vera um 85 þau kvöld, er sýningar fara fram. Þjóðleikhúsið hefur rekið leiklistarskóla. Skólastjóri hans er Guðlaugur Rósinliranz, en Erik Bidsted liefur veitt list- dansskólanum forstöðu frá upp- liafi. Nemendur leiklistarskól- ans voru 10 á síðastliðnum vetri, en 200 stunduðu nám við listdansskólann. Á þessum tímamótum Þjóð- leikhússins sendir Æskan þvi sínar beztu óskir um að leik- liúsið megi verða á komandi árum, sem það liefur verið síð- uslu tiu árin: ljósastika sannr- ar listar, liáborg íslcnzkrar tungu, musteri hins talaða orðs. 101

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.