Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1962, Side 3

Æskan - 01.10.1962, Side 3
63. árgangur. ☆ Reykjavík, október 1962. ☆ 10. tölublað. UUII||V|||||III*III||*H*|||IIIIIIIII||*HIH*||I||*||*H*||I||IIIIII*IIIÍIIIIIII1!IIII1 ■|||||IM*MIII*IIIMIM*M*MIMIIilM*llllt*illM*HIIIIII*IIIM*IIIM*M*illMIMIIIIMIMIMIIIIIIIIIIIIIMIMIMIMIMBIIIIIIIIIMIII*tlllllllllllllllllllllllUllllMVl '^L7'fir á Sléttu, í íæðingarsveit minni, bjuggu hjón með sex sonum. Þau unnu baki brotnu á mjög stórri, en niðurníddri jörð, þar til maður- inn dó af voðahöggi og konan sat ein eftir á erfiðri jörð með sex börn. Hún lét ekki hugfallast, en leiddi tvo elztu syni sína að kistunni og lét þá lofa sér við lík föður síns að ann- ast um yngri bræður sína og vera henni til hjálpar, eftir því, sem guð gæfi þeim krafta til. Því lofuðu þeir og það gerðu þeir, þar til yngsti bróð- irinn var fermdur. Þá litu þeir svo á, að þeir væru lausir allra mála. Sá elzti kvæntist bóndaekkju og sá næst- elsti skömmu síðar vel efnaðri systur hennar. Hinir fjórir, sem eftir voru áttu nú að taka að sér alla stjóm, eftir að þeim sjálfum hafði alltaf verið stjórnað. Þeim fannst þá skorta hug- rekki til þess. Frá því þeir voru börn voru þeir vanir að fylgjast að tveir og tveir, eða allir fjórir. Enn sterk- ari varð samheldni þeirra nú, er þeir urðu að leita ráða og hjálpar hver hjá öðrum. Enginn lét í ljós álit sitt, fyrr en hann var viss um álit hinna. Já, þeir voru ekki vissir um skoðun sína, fyrr en þeir höfðu lesið svipbrigðin í andlitum hinna. Án þess að afráða nokkuð, var þegjandi samkomulag á milli þeirra, að þeir skyldu ekki skilja, svo lengi sem móð- Jr þeirra lifði. Hún vildi nú samt sem áður hafa það öðruvísi og láta tvo þeirra taka saman annan helming jarðarinnar. Þetta var orðin góð jörð, sem þarfnaðist meiri hjálpar; þess vegna stakk móðirin upp á því, að leysa út tyo synina, og skipta jörðinni þannig, að tveir og tveir byggju saman. Það átti að byggja ný hús við hliðina á * * * * * * Björnstjerne Björnsson. þeim gömlu, þeir tveir áttu að flytja í þau, en hinir tveir að vera áfram hjá henni. En annar þeirra sem flutti átti að kvænast, því að þeir þörfn- uðust heimilishjálpar. Móðirin sagði þeim hvaða stúlku hún óskaði sér fyrir tengdadóttur. Það hafði enginn neitt á móti því. En nú var spurning- in: Hverjir tveir áttu að flytja og hvor þeirra átti að kvænast? Sá elzti sagðist geta flutt, en hann vildi aldrei kvænast og hinir skutu því líka frá sér. Þeir urðu ásáttir við móður sína um, að stúlkan skyldi sjálf ákveða hvern þeirra hún vildi. Á sumarkvöldi uppi við fjósið spurði móðirin hana hvort hún vildí verða tengdadóttir sín og flytja að Sléttu. Það vildi stúlkan gjarnan. Já, en hverjum drengjanna vildi hún giftast, því að hún gæti fengið hvern þeirra, sem hún vildi. Nei, það hafði hún ekki hugsað urn. Þá yrði hún að afráða það. Þá yrði það líklega sá elzti, en hann gæti hún ekki feng- ið, því að hann vildi ekki kvænast. Þá nefndi stúlkan þann yngsta. Það fannst móðurinni undarlegt, því að hann væri yngstur. „En sá næst- yngsti?" „Hvers vegna ekki sá næst- elzti?" „Já hvers vegna ekki sá næst- elzti?“ sagði stúlkan, því að það var hann sem að hún hafði hugsað umt allan tímann, þess vegna hafði hún ekki nefnt hann. En móðirin hafði skilið, að frá þeirri stundu er elzti sonurinn neitaði að kvænast hafði hann vitað að stúlkan og næstelzti sonurinn litu hvort annað hýru auga. Sá næstelzti kvæntist stúlkunni og sá elzti flutti með honum. Hvernig jörðinni var skipt vissi enginn ná- grannanna, því að þeir unnu saman eins og áður og fylltu eina hlöðuna af annarri. Nokkru síðar varð móðir- in lasin. Hún þarfnaðist hvíldar og hjálpar og sonunum kom saman um Björnstjerne Björnsson: TRYGGÐ 195

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.