Æskan - 01.10.1962, Page 10
ÆSKAN
Eitthvað vaníar. Hvað er Það> sem
--------------------- vantar á myndina?
Þið getið komizt að því, ef þið dragið línu frá
punkti 1 og áfram í réttri töluröð. Þegar mynd-
inni er lokið, getið þið litað hana.
1. Hve stórt er Grænland?
2. f hvaða riki voru fyrst gef-
in út dagblöð.
3. Hver fann þyngdarlögmál-
ið?
4. Getur ugla séð í algeru
myrkri?
5. Hvað þýðir orðið Amen?
6. Hvað verpir akurhænan
mörgum eggjum?
7. Hver var fyrsti islenzki
ráðhcrran n?
8. Hvaða tvær uppfinningar,
sem báðar byrja á p, eigum
við Kínverjum að þakka?
9. Hvað er ísland mörgum
sinnum stærra en Dan-
mörk ?
10. Hvað er Maraþonhlaupið
langt?
Svör er að finna á bls. 211.
HEILABROT
Ég lief símanúmer, sem er
nákvæmlega það sama og hús-
núinerið margfaldað með sjálfu
sér, sagði A. Það er slæmt Jiví
þannig er það einnig hjá mér,
sagði B. Þegar þeir fói-u betur
að athuga þessar fjórar tölur,
þá komust þeir að því að bæði
hús- og símanúmer A var það
sama og hús- og símanúmer B
ef því er snúið við. Hvaða hús-
og símanúmer liöfðu A og B?
Svör er að finna á bls. 212.
uww
Nú fór ég að rannsaka peningabudduna og fann þar
þrjá spegilfagra skildinga og tvo hálfkrýninga, vafða
innan í pappír, sem á var ritað: Til Davíðs með hjart-
ans kveðju minni.
Ég var ákaflega snortinn af hugulsemi Peggotty og gat
ekki að því gert, að ég fór að skæla.
Þegar við höfðum ekið spölkorn, spurði ég ökumann-
inn, livort hann ætti að aka mér alla leið.
,,Hvert?“ spurði hann.
„Til Lundúna!"
„Nei, klárinn minn mundi nú steindrepast, áður en
hann kæmist hálfa leið þangað.“
„Ætlið þér þá ekki lengra en til Yarmouth?“
„Nei, þar á ég að koma þér í póstvagninn, og hann a
að fara með þig til þessa staðar, . . . hvar sem hann nu
er.“
Þegar Barkis ökumaður hafði mælt þessi orð, þagði
hann langa hríð.
Ég tók upp kökurnar og fór að gæða mér á þeim, og
þar sem mig langaði að víkja góðu að Barkis, gaf ég hon-
um eina. ,
Hann tók við henni án þess að segja orð og gleyp11
liana í einum munnbita. Svo sat hann dálitla stund hugsi,
en síðan spurði hann:
„Hefur hún bakað þær?“
„Hver?... Peggotty?"
„Já, hún!“
„Já, liún bakar allar kökur hjá okkur og býr til allan
mat.“
„Segirðu satt?“
Síðan þagði Barkis lengi, en að lokum sagði hann:
„Öngvir kærastar . . . eða hvað?“
„tlvað eigið þér við?“
„Ég á við kærasta... Enginn, sem er með henni?"
„Ó, Peggotty,... nei, hún hefur aldrei átt neinn kaer-
asta!“
Þá fór Barkis að blístra og sat nú lengi og einblíndi a
klárinn.
„Jæja,... svo það er hún, sem sér um allan kökubakst-
urinn og matartilbúninginn?“
„Já, allt saman," anzaði ég.
„Heyrðu, þú skrifar lienni náttúrlega?"
„Viltu þá muna að skrifa: Barkis er reiðubúinn . • •
Ætlarðu að gera það?“
„Á ég bara að skrifa, að Barkis sé reiðubúmn?"
„Já, ekkert annað en þetta: Barkis er reiðubúinn.'
Ég stakk upp á því, að hann segði þetta sjálfur við
hana, þegar hann kæmi til baka, en þá hristi hann höf-
uðið, svo að ég lofaði, að ég skyldi skrifa þetta.
Eftir þetta samtal okkar maplti Barkis ekki framar orð
frá vörum, og við þokuðumst áfram áleiðis til Yarmouth-
Ökumaðurinn stöðvaði vagn sinn við greiðasölustað-
202