Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1962, Page 12

Æskan - 01.10.1962, Page 12
KrístTbJorg K|©lcL Kristbjörg Kjeld er ein a£ yngstu leikurunum í íslenzkri leikarastétt og varð fræg á skömmum tíma. Henni hafa verið falin mjög vand- meðfarin hlutverk og hefur hún túlkað þau þannig að margir, sem eru eldri að árum, og hafa lengri reynslu að baki, mættu vera full- sæmdir af. Strax í byrjun Ieikferils Kristbjargar, kom í ljós, að hún er gædd stórbrotinni leikgáfu. Djúpt innsæi og vandvirkni einkennir alla listsköpun hennar. Kristbjörg er fædd í Reykjavík 18. júní 1935. Foreldrar hennar eru Jóna Finnbogadóttir og Jens Kjeld, sem er færeyskur að ætterni. Hún stund- aði nám í Þjóðleikhússkólanum í tvö ár, 1956—1958. Fór til London og dvaldist þar við leiklistarnám í 9 mánuði árið 1959. Var auk þess í Kaupmannahöfn um nokkurn tíma og var óreglulegur nemandi við „Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn". Kristbjörg Kjeld. Kristbjörg lék fyrsta hlutverk sitt hjá Þjóðleikhúsinu árið 1957 og var það í leikritinu „Horft af brúnni“ eftir Arthur Miller, en þar lék hún hlutverk ungu stúlkunnar Katrínar. Árið 1958 leikur Kristbjörg titil- hlutverkið í leikritinu „Dagbók Önnu Frank" og varð hún fræg á skömmum tíma fyrir stórbrotna túlk- un á því lilutverki. Eftir það hafa henni verið falin mörg stór hlutverk, t. d. Alison í „Horfðu reiður um öxl“, Jómfrú Ragnheiði í leikriti Kambans „í Skálholti", Gittel í „Á saltinu" og mörg fleiri hlutverk. Þegar fyrsta íslenzka kvikmyndin var gerð með íslenzkum leikurum á s. 1. sumri, „79 af stöðinni", lék Kristbjörg aðalkvenhlutverkið. Það verður gaman að fylgjast með leiklistarferli Kristbjargar í framtíð- inni og má mikils af henni vænta. Gunnar Eyjólfsson er íyrir löngu kominn í fremstu röð í íslenzkri leik- arastétt. Hann er fæddur 24. febrúar 1926 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Þorgerður Josefsdóttir og Eyjólf- ur Bjarnason. Hann er alinn upp í Keflavík og stundaði nám í Verzlun- arskóla íslands. Gunnar stundaði leiklistarnám í Leikskóla Lárusar Pálssonar um nokkurn tíma. Lék fyrsta hlutverk sitt í Kaupmanninum i Feneyjum hjá Leikfélagi Reykja- víkur 1944. Gunnar stundaði leiklistarnám í Royal Academy of Dramatic Art í London árin 1945—1947. Var ráðinn leikari við þekkt leikhús í London x eitt ár að námi loknu og lék jrar nokkur hlutverk. Kom heim 1948 og lék hjá Leikfélagi Reykjavíkur m. a. Galdra-Loft við mjög góðan orðstí. Gunnar dvaldi um nokkurn tíma í Svíþjóð og Danmörku og kynnti sér þar leik og leikstjórn. Þegar Gunnar kom heim að námi loknu voru honum stiax falin stór hlutverk í Þjóðleikhúsinu. Hann lék t. d. aðalhlutverkin í eftirtöldum leik- ritum: „Rekkjunni", „Flekkuðuxn höndum", Horfðu reiður um öxl“, „Engill horfðu heim“ og í mörgum fleirum. Öllum þessum hlutverkunx hefur hann skilað með miklum ágæt- um og hefur hlotið mikið lof fyrir frábæra túlkun á þeim. Gunnar dvaldist í Bandaríkjuir- um í fimm ár. Þar lék hann m. a. x tvö sumur í sumarleikhúsi og kom fram í sjónvarpi. Á síðastliðnu sumri lék hann aðal- lilutveikið í kvikmyndinríi „79 af stöðinni.“ Gunnar er nú fastráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu og hefur stjórnað fimm leiksýningum í Þjóðleikhúsinu s. 1. ár. Gunnar hefur þi'oskazt mjög í list sinni hin síðari ár og má mikils vænta af lionum í framtíðinni. Gunnar Eyjólfsson. 204

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.