Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1962, Síða 13

Æskan - 01.10.1962, Síða 13
Barnavinna. jgarnahjálp Sameinuðu þjóðanna er ein þeirra stofnana, sem mikilvæg- ustu hlutverki gegnir allra þeirra stofnana, sem settar hafa verið á fót að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna til þessa. Verkefni hennar eru ótæmandi og verksvið hennar öll veröldin, — en þó einkum þær þjóðir, sem skemmst eru komnar á veg þróunar og mann- sæmandi lífs. Þær þjóðir, sem geta veitt börnum sínum skólagöngu, nægan mat og húsnæði, gera sér tæplega ljóst, hvað við er að eiga fyrir þessa stofnun. Mikill meirihluti allra þeirra barna í lieiminum, sem að réttu lagi ættu að vera í skóla eða þá aðeins við að leika sér eðlilega, er bundinn við vinnu tímum saman hvern dag, allt frá því þau eru 6—8 ára gömul og jafn- vel yngri. Víða um heim eru börn við vinnu, sem annars staðar þykir hæfileg íullorðnum. Það er hægt að hitta fyrir börn, sem vinna við stein- högg, í námum, í verksmiðjum og á ökrum. Þessar staðreyndir eru þeir smánarblettir, sem erfiðast er að þvo af mann- kyninu. Barnahjálpin hefur safnað skýrslum um þetta efni frá allri heims- byggðinni og stofnunin reynir síðan eins og hún getur að vinna gegn þess- ari þróun og milda hörðustu agnúana eins og henni er unnt. " í samvinnu við aðrar stofnanir samtakanna leggur hún á ráðin um hvernig bæta rnegi kjör fjölskyldna þeirra, sem versta aðstöðu liafa, þannig að börnin fái að njóta sem eðlilegastrar æsku, ennfremur vinnur liún að annarri fræðslu um starfsval og aðstoð við hina ungu starfskrafta á þann hátt, að vinnan verði þeirn sem minnst byrði, þar sem enn erekkiunnt að afnema vinnu barnanna með öllu.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.