Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1962, Blaðsíða 18

Æskan - 01.10.1962, Blaðsíða 18
Mér veitist mjög létt að leika sama lilutverkið txu eða tólf siunum, auk æfing- anna. Fyrst er tekin venjuleg mynd af öllu atriðinu. Síðan er skipt um myndavél og teknar nærmyndir frá ýmsum hliðum. Kannski hringir þá síminn í miðju kafi, af því að gleymzt hefur að taka hann úr sambandi, og þá er hljóðupptakan ónýt. Ef til vill þrumar flugvél framhjá, eða einhver viðstaddur segir eitthvað. Hvort sem er þarf að endurtaka upptökuha. Svo er skipt um leiktjöld fyrir næsta atriði og á meðan á ég frí. Ég nota það til að lesa undir skólann eða skrifa stíl. Fram að matartíma skiptist tíminn á milli sviðsins og lestursins. Svo verður klukkan tólf og þá fer ég að telja mínúturn- ar þar til merkið er gefið. Það þýðir með öðrum orðum að kallað er í mat, og ég er svöng, því um morguninn fékk ég ekkert nema appelsínusafa. Ég fer aftur í sloppinn, en læt málninguna vera, og við mamma ökum yfir til Brown Derby til að borða. Við borðum þar flesta daga, því að við höfum aðeins klukkutíma til matar og afgreiðslan er þar fljót. Síðari hluti dagsins líður eins og fyrri hlutinn, leikur og lestur til skiptis og margar ráðstefnur með búningastúlkunni, með mömmu, með auglýsingafólki, leið- beinandanum og Anitu Colby, sem er ráðgjafi Selznick. Hver kemur með sínar tillögur um búning minn. Niðurstaðan verður sú, að ég skuli vera í slopp, en þá veiti ég því athygli, að ég hef misst niður í hann súkkulaði. En leiðbeinandinn segir: „Það er bara betra, það lítur svo eðlilega út.“ Klukkan hálfsex segir leiðbeinandinn: „Búið“, en vinnunni er samt ekki lokið. Áður en ég fæ tíma til að hafa fataskipti förum við að sjá þau atriði, sem tekin hafa verið daginn áður. Við sitjum í litlu sýningarherbergi og ég sé sjálfa mig á tjaldinu, en ég hef aldrei haft gaman af því. Vitaskuld er ágætt að sjá sjálfa sig til þess að athuga hverju er ábótavant, sem hægt er að laga. Að þessu loknu hef ég fataskipti og við mamma ökum heim. Við pabbi og mamma borðum oftast kvöldverð saman. George bróðir minn borð- ar með okkur, ef hann er í bænum. Jack er kvæntur, og þegar hann er í leyfi heima í Hollywood, þá borðar hann heima hjá konu sinni, ef þau koma þá ekki bæði til okkar. Þau eiga yndislegan dreng, sem heitir Stanley, og þau komu oftast með hann til okkar á sunnudögum. Að máltíð lokinni þarf ég að lesa undir skólann, ef skóli er næsta dag, og síðan fer ég að hátta. Síðari hluta sunnudags fæ ég oftast heimsóknir af kunningjunum og kunningja- stúlkum. Þá sitjum við saman og drekkum Coca-cola eða syndum eða spilum Badminton. Við dveljum oft tímunum saman í leikjahúsinu, en það er lítið hús, sem ég á í garðinum okkar. Þar er nægilega stór stofa til að dansa í og búnings- herbergi fyrir vinkonur minar og sódavatns-bar með veggjum úr spegilgleri. Á neðri hæðinni er brúðusafnið mitt og allir búningarnir, sem ég hef verið í í kvikmyndum. Þar er líka lítið bíó og getum við séð þar allar myndirnar mínar. Mér þykir mest gaman að myndum eins og „Þegar myrkrið hnígur". Vinstúlka mín, Mary Lou Isleib sá þá mynd einu sinn heima hjá okkur þegar við vorum þrettán ára. Það var á gamlárskvöld og hún gisti lijá okkur um nóttina. Við hjúfruðum okkur hvor að annarri í breiða rúminu í herberginu mínu, dauðhræddar. Hefði ég verið ein, þá held ég að myndin hefði engin áhrif haft á mig, en nú hræddum við hvor aðra til skiptis, og við þorðum ekki að sofna fyrr en við heyrðum að foreldrar mínir komu upp stigann. ur. Það var sannarlega lán, að þið fór- uð að Óskasteini um daginn. Ann- ars hefðuð þið ekki hitt konuna, sem vísaði til hans.“ Þeim var færð ljómandi góð kaka með kveðju frá frú Miller og þökk- um fyrir hjálpina við að finna litla eftirlætið hennar, og það gladdi Pál og Nancy mikið að heyra hann gelta af mikilli kátínu. En svo fór þeirn að leiðast. Þau þurftu ekki að læra, og þau máttu ekki leika sér við félaga sína. Fró Miller stakk því upp á því, að þau færu í gönguferð niður að strönd- inni. „Þið getið fengið nesti með ykkur. Þá þurfið þið ekki að koma heiru fyrr en fer að skyggja," sagði fró Miller. Þetta fannst börnunum þjóð- ráð. Veðrið var dásamlegt, sól skein í lieiði og hitinn var alveg hæfilegur, ekki þjakandi eins og á undan þrumu- veðrinu og heldur ekki hvasst, að- eins hægur andvari. „Sjáðu, þarna kemur flugvél, sagði Páll og leit upp, er hann heyrði vélarhljóðið. Vélin fór nokkra hringi en tók síð- an að lækka svo mikið flugið, að Nancy kallaði: „Ég held, að hann ætli að lenda hér, sjáðu hann er að lendal“ Þetta var mjög spennandi, því að þau höfðu aldrei séð slíkt áður. Hér var strandlengjan breið og jöfn, rétt eins og væri hún gerð fyrir lendingu- Það leið heldur ekki á löngu þar til þau sáu flugvélina hoppa eftir sand- inum, þar til hún loksins staðnænad- ist alveg. Rétt á eftir kom ungur maður i flugbúningi út úr vélinni og tók að fást við eitthvað á öðrum vængnuiu- Páll og Nancy gengu nær, og maður- inn brosti til þeirra. „Eruð þið að athuga, hvað ég er að gera?“ spurði hann. „Hafið þið séð svona vél áður?“ „Já, við höfum flogið meðan við vorum heima í Kaupmannahöfn, 210

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.