Æskan - 01.02.1972, Síða 3
onungur Portúgala, Emanúel fyrsti eöa hinn mikli,
sat oft í þungum þönkum við glugga í höll
sinni og braut heilann um sjóleiðina til Ind-
lands. Og svo verð ég að finna rétta manninn
til þess að fara í ferðina, hugsaði konungur.
^itt sinn varð honum litið niður í hallargarðinn og sá þá mann
ganga þar yfir. Þarna er maðurinn, hugsaði konungur, og maður
Þessi var Vasco da Gama.
Þegar þetta var, voru mörg ár liðin frá því að Hinrik sæfari
Þafði sent út leiðangursmenn sína og Diaz hafði siglt fyrir
Góðrarvonarhöfða, en síðan hafði lítið gerzt i sögu siglinganna.
Gama var af lægri aðalsættum og var, þegar hér var komið sögu,
algjörlega óþekktur. En hann hafði eiginleika þá, sem þurfti.
Hann var hraustur, harðsnúinn og ævintýragjarn. Hann hafði for-
ystuhæfileika og var hörkutól, svo að menn hans höfðu ótta af
Þonum.
Á þessum tímum voru uppreisnir tíðar á skipum, og margar
rikisstjórnlr sendu alls konar glæpalýð á sjóinn.
Emanúei konungur fékk Vasco da Gama lítinn skipaflota til
|ararinnar, og voru skipin vel búin, eftir því sem þá var hægt.
1 flota þessum voru fjögur skip, og hét flaggskipið, sem Gama
var á, Sao Gabriel. Á skipum Gama voru skipshafnirnar einvalalið
nema einn tugur dauðadæmdra glæpamanna. Þeir voru teknir
með í þessa hættulegu ferð og fengu þannig tækifæri til að bjarga
Hfinu, ef þeir reyndust vel. Menn þessir gátu unnið sér virðingu
Eitt af skipunum
i skipaflota
Vasco da Gama.
á ný og fengið uppreisn æru, ef þeir voru hraustir og létu ekki
erfiðleikana buga sig. Til dæmis var einn ræningi, Machado að
nafni, sleginn til riddara og seinna gerður að borgarstjóra í Góa.
Allir menn Vasco da Gama voru teknir til skrifta og fengu
syndafyrirgefningu áður en lagt var af stað. Árið 1497 hinn 8.
júli lagði svo þessi floti af stað í hina hættulegu ferð.
Þeir fóru fram hjá Góðrarvonarhöfða 22. nóvember, og þá
voru bumbur barðar og skotið af mörgum fallbyssum til hátíða-
brigða. Það var fyrst í maímánuði 1498, að þeir komust til Calicut
á Indlandi. Sjóleiðin til Indlands var nú endanlega fundin.
Calicut, sem er á vesturströnd Indlands, var þá mikil verzlunar-
borg í víðlendu ríki, og var furstinn þar mjög auðugur. Nú þurfti
Gama að koma á verzlunarsambandi milli Portúgala og ráða-
manna í Calicut, og gekk það ekki snurðulaust. Gama fékk áheyrn
hjá furstanum, og tók hann á móti Gama liggjandi á legubekk
klæddur flaueli og skreyttur gimsteinum. Samtal þeirra var heldur
vinsamlegt, en Gama hafði ekki meðferðis nógu dýrar gjafir handa
furstanum. Gjafir þær, sem hann hafði meðferðis voru miðaðar
við negrakóngana í Afríku, en voru ekki nógu fínar á Indlandi.
Þetta mislíkaði furstanum mjög, og áttu keppinautar Gama um
verzlunina, hinir arabísku kaupmenn, nú hægt með að afflytja
mál hans. Afleiðing þessara mála varð sú, að nokkrir Portúgalar
voru settir i fangelsi. En Vasco da Gama gat rétt hlut sinn og
Portúgala með hyggni sinni og hörku. Honum tókst að ná á sitt
vald nokkrum höfðingjum Indverja og hélt þeim sem gíslum.
Þannig fékk hann leyfi til að sigla heim og slapp hann naumlega.
Siglingin heim var erfið. En 10. júlí 1499 kom fyrsta skipið heim,
og hafði ferðin þá tekið tvö ár og tvo daga. Vasco da Gama var
ekki á þessu skipi, heldur tafðist hann vegna dauða bróður síns,
er var skipstjóri á einu skipa hans. Gama kom sjálfur heim tii
Lissabon i september um haustið.
Hann fékk góðar móttökur og honum var launað ríkulega. Hann
fékk mikil árleg eftirlaun og var sæmdur aðmírálstign. Hann fór
aftur til Indlands árið 1502 og stórgræddi nú á verzluninni við
Indverja, og hann varð einhver ríkasti maður í Portúgal. Hann
var gerður að hertoga í héraði á Indlandi, sem Portúgalar náðu
undir sig. Nokkru seinna var hann gerður að varakonungi þar,
og hann ríkti með járnaga. Hann andaðist árið 1524. Afrek Vasco
da Gama hjálpuðu til að skapa heimsveldi Portúgala.
Þorvarður Magnússon.
1