Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1972, Síða 4

Æskan - 01.02.1972, Síða 4
 Gamall og önugur >0lonni hani var orðinn gamall og önugur. Hann skammaði alltaf ▼ hænurnar, jafnvel þó að þær hefðu ekki gert neitt illt af sér. ± gSföik En þelm leiddist bara að hlusta á sögurnar hans frá þelm tíma, þegar hann átti í hörðu hanaati við hina hanaungana í hænsnagarðlnum. Alltaf var það hann, sem slgraði, og var heldur betur montinn af því. Hænurnar höfðu annað þarfara að gera. Þær verptu eggjum. Bóndanum leiddist, að Konni skyldi aldrei geta komið sér saman við hænurnar, en vildi samt ekki losa sig við Konna, af því að hann var svo stundvís að vekja fólkið á morgnana. Bóndinn útvegaði sér nú samt annan og yngri hana og setti hann Inn í hænsnagarðinn til Konna. Konni klkti á þennan nýja náunga. Fyrst með öðru auganu og svo með hinu. Hmm! hugsaði hann. Hann er ungur og sterkur og líklega ekki vert að fara að fljúgast á við hann, en ég get að mlnnsta kosti sagt honum dálítið frá þeim tíma, þegar ég réð við alla aðra hana. Og svo fór Konni að grobba af öllum áflogunum, sem hann hafði átt í, hér áður fyrr. Hann dansaði um allan hænsnagarðinn, sparkaði með löppunum og hjó með nefinu, til þess að nýi haninn gæti séð svart á hvítu, hvað hann hefði verið mikill áflogagikkur. En hann varaði sig ekki og steig niður í nýorpið egg. Og þá varð nú heldur en ekki uppistand. Hænurnar skömmuðu hann og hjuggu með nefinu, og Konni átti fullt í fangi að verja sig. — Það er eins og ég hef alltaf sagt, vældi hann, — þessar hænur eru svo heimskar. Tll hvers eru þær farnar að hafa svona þunna skurn á eggjunum, nú orðið, að það þarf ekki nema líta á þau, þá brotna þau. Það var þá eitthvað öðruvísi þegar ég var ungur, þá kunnu hænurnar að verpa eggjum, sem eitthvert gagn var í, annars var hananum að mæta. Nú skulum við sjá, hvaða gagn er í nýja hananum. Hvort hann getur ráðið við hænurnar og látið þær verpa eggjum, sem eitthvert gagn er i. Nýi haninn leit á eggið, sem Konni hafði brotið með löppinni. — Ég get ekki annað séð en þetta egg sé alveg gallalaust, sagði hann. — Það er bara ekki orðið nógu stórt til að verja sig. Ef þú vilt bíða í nokkra mánuði, færðu kannski andstæðing, sem gæti tekið á móti þér. Hænurnar hlógu, og kamburinn á Konna lafði niður. En elzta hænan í garð- inum, hún Grása, sem hafði þekkt Konna frá því að hann var ofurlítill kjúkling- ur, sagði: — Nú skal ég segja þér nokkuð, Konni. Upp frá þessum degi skulum við vera afi og amma hérna í hænsnagarðinum. Við skulum gæta litlu kjúkling- anna og segja þeim frá hinum góðu og gömlu dögum, og þú getur kennt þeim að taka á móti, ef einhver ræðst á þá, eins og til dæmis einhver geðvondur hani úr öðrum hænsnagarði! Þetta fannst Konna sniðugt. Og eftir þetta varð hann bezti afinn, sem nokkur kjúklingur hefði getað hugsað sér. ÞÆR VORU LÍKAR Frúin stóð við eldhúsgluggann og horfði á Pétur litla, 10 ára son slnn, sem barðist af mlkilli karlmennsku við jafnaldra sinn úr næsta húsi. Þegar Pétur litli kom inn, spurðl hún: — Út af hverju voruð þið nú að berjast? — Hann sagði, að þú værir svo lik mömmu sinni í framan, anzaði Pétur litli. TESEM LÆKNISLYF Fyrst þegar farið var að nota te í Evrópu mæltu læknar með því sem ágætis lyfi. Einn læknisfræðiprófessor- inn ráðlagði fólki að drekka 100—200 bolla af te á dag, og einn af embættis- bræðrum hans staðhæfði, að það væri hollt að reykja te. Aftur á móti bann- færðu læknarnir súkkulaði og kváðu það mjög skaðlegt heilsu manna. Hún er ekki fljót á fæti, hún Sara skjaldbaka, og engin von til þess, að hún vinni veðhlaupin i ár, hugsar Pétur litli og ýtir viS uppáhaldinu sínu þung- búinn á svip. ----------------------------------------------------

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.