Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1972, Side 14

Æskan - 01.02.1972, Side 14
eir, sem opnust augu hafa fyrir fegurð náttúrunnar, skynja bezt töframátt fjallanna. Einn þeirra manna var Brummer prófessor. Hann fór árlega til Sviss með konu sinni. Þar var náttúrufegurðin honum alltaf jafntöfrandi. Þau voru barnlaus. Með fullri virðingu fyrir kennsluhæfileikum prófessorsins var hann í rauninni mikið barn, sem bar mikla virðingu fyrir öllum mönnum, en þó fyrst og fremst konu sinni. Segja má henni til lofs, að aldrei misnotaði hún barnslega undirgefni hans. í þetta sinn tókst þeim að fá á leigu ákjósanlegan dvalar- stað. Þetta var lítil, snyrtileg ibúð, aðlaðandi sambýlisfólk, ágætt fæði og sanngjarn dvalarkostnaður. Ekki spillti held- ur, að blessaður ráðherrann ætlaði einmilt um þetta leyti að vera þar á ferð. Svo hafði staðurinn þann ómetanlega kost, að skilyrði til gönguferða um nágrennið mátti segja að væru alveg sniðin eftir óskum prófessorsins og getu. Nú bjó prófessorinn sig til gönguferðar á fimmtiu metra háan höfða í nágrenninu. Hann ætlaði að vera sjö stundir í ferðinni. „Þú ættir nú að hafa alparós heim með þér handa mér, Pési,“ sagði frúin við mann sinn að skilnaði. Eins og nærri má geta vildi hann reyna það í allri sinni auðmjúku undirgefni. Undurfögur var uppgangan. Þegar hann var kominn i hvarf frá bústað þeirra, datt honum i hug að fá sér nú nestisbita og drekka flösku af góðu víni úr malpoka sínum. Hann settist því á stein, hugfanginn af allri náttúrufeg- urðinni. En einmitt þegar hann ætlar að njóta matarins stendur sígaunakona hjá honum með ungbarn á handleggnum. „Bágstödd sígaunakona er svöng, gefið henni eitthvað að borða." Hinn brjóstgóði prófessor hikaði ekki andartak. Hann gaf henni strax brauðið og flöskuna. Hún settist á móti honum og starði á hann dökkum, athugulum augum með- an hún hámaði í sig nesti hans. Að lokinni máltið sagði hún svo: „Kærar þakkir, vinsamlegi herra. .. Þetta var mjög gott. En .. . barnið er lika svangt, ég má tii að ná í mjólkursopa handa því hjá einhverri konu í þorpinu. Þér haldið á þvi á meðan. Ég kem strax aftur.“ Áður en háskólakennaranum vannst tími til andmæla, hafði konan lagt barnið í arma hans, rennt rannsakandi aug- um til hans og flýtt sér i burtu út i skógarkjarrið. „Ó, ef hún Ágústa sæi mig núna!" tautaði prófessorinn og virti barnið fyrir sér af mestu forvitni. Bros lék um brúnt, dreymandi andlitið, og prófessorinn varð í hrifningu sinni að kyssa blessaðan litla snáðann. Þá vaknaði drengurinn og rak upp óstjórnlegt org, er hann sá þetta gráskeggjaða, ókunna andlit. Nú fór að vandast málið. Brummer leit kvíðafullur i kringum sig. En livergi sást móðir barnsins. i vandræðum sinum reyndi hapn að sinna grenjandi barninu. Aldrei hafði hann lent i öðru eins. Hvernig átti hann að hugga sigaunabarn? Víst skyldi hann syngja því einhver vögguljóð, ef hann gæti, en það var nú þvi miður ekki hægt. Hann reyndi að gretta sig, hlæja og hnykla augabrúnir. Svo reyndi hann meira að segja að raula þjóðlög. En allt var jafn árangurslaust. Hann reyndi í vandræðum sinum að slita upp strá til að kitla litla snáðann með, og ýmislegt fleira reyndi hann. En allt kom fyrir ekki. Barnið var nú orðið grátbólgið af þessum ósköpum. Brummer var orðinn kvíðafullur. Hann sá i anda mótmæla- göngu gegn illri meðferð á barni. Loksins tókst honum þó að beina athygli þessa tápmikla drengs að vasaúrinu. Hann greip það báðum höndum og sofnaði loks út frá árangurslausum tilraunum til þess að troða því upp i sig. Hvað átti prófessorinn að gera? Varla var hættulaust að bíða lengur. Drengurinn var farinn að sólbrenna. og Brummer sá sér til mikillar skelfingar, að maurarnir voru farnir að gerast nærgöngulir við hann. Sagt er, að þeir sæki sérstaklega á fótleggina. Hann þorði ekki að fara burt, ef vera kynni, að móðir barnsins fyndi hann ekki. Þá gat hann búizt við að sæta ákæru fyrir barnsrán. Hann beið því enn um stund i sólarhitanum. En i um- hyggju hans fyrir barninu snerti hattbarð hans andlit þess, svo að það vaknaði, og sömu orgin byrjuðu aftur. Nú varð barnið ekki lengur huggað með gullúrinu. Góð- semi prófessorsins var nú nóg boðið. Skyldi sigaunakonan ekki hafa fengið mjólkina? Gat verið, að hún hefði alveg gleymt barninu sinu? Ef svo væri, átti hann ef til vill þann indæla möguleika einan, að annast sjálfur þetta grátgjarna sigaunabarn. Með erfiðismunum safnaði hann nú saman öllu, er honum tilheyrði, en gleymdi auðvitað sjálfu barninu, flýtti sér svo óttasleginn til baka til að sækja það, en missti þá alla lyklana úr vasa sinum, er hann beygði sig... Loksins tókst honum þó að tína allt saman og komast af stað. En eitthvað var þetta allt skrýtið! Allar fyrirspurnir hans i þorpinu urðu árangurslausar. Enginn hafði séð sigaunakonuna.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.