Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1972, Page 17

Æskan - 01.02.1972, Page 17
Á æfingu i skólanum. ^ega óhlutdræg, eins og dómendur í iþróttamótum. En það getur veriS mjög erfitt, þegar hæfileikarnir — þótt i litlum mæli sé — fara að koma í Ijós. fyrstu æfingar I eyrum leikmanns hljóma ballettorð eins og galdraþula, en krakkarnir grípa þau á lofti. Hreyfingarnar eru enn fremur einfaldar, enda eru nemendur aðeins að taka fyrstu skrefin I listdansinum. En kennarinn krefst fullkominnar framkvæmdar hvers einasta atriðis, því að grundvöllur dans- tækninnar er einmitt lagður frá fyrstu byrjun. Eftir ballettæfingarnar er kennsla í almennu námsgrein- unum — stærðfræði, líffræði, rússnesku og eðlisfræði. Námsdagurinn í þessum skóla er mun lengri en í venjuleg- um skólum. Námið hefst klukkan níu að morgni og skóla- deginum er ekki lokið fyrr en kl. sex að kveldi. En að sjálfsögðu er gert ráð fyrir hvildartíma og matarhléum í stundaskránni. í heimavist skólans búa um þrjú hundruð börn — bæði þau, sem hingað eru komin úr öðrum borgum, og Moskvu- búar, sem búa mjög langt frá skólanum. Við hlið heima- vistarinnar er stórt bókasafn og stofur fyrir tónlistarkennslu, en hún er hér jafn nauðsynleg námsgrein og listdansinn sjálfur. 15

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.