Æskan - 01.02.1972, Síða 23
Þessi kaball er kallaður „Hálfmáninn." líklegast vegna þess að
hann er lagður í hálfhring.
Við höldum á spilunum I stokk og leggjum upp efsta spilið
lengst til vinstri. Á rnyndinni er það fimma, en getur auðvitað
verið hvaða spil sem er. Síðan höldum við áfram að fletta upp
spilum og leggjum þau í stokk á borðið, þar til upp kemur sexa,
sem þá leggst við hliðina á fimmunni, og skiptir þá ekki máli i
hvaða lit hún er. Því næst er þannig haldið áfram, þar til 13 spil
eru komin í hálfhring (sjá mynd). Á eftir kóngi kemur ás og þar
næst tvistur o. s. frv. — Síðan er byrjað að byggja ofan á þessi
13 spil i hækkandi röð, án þess að liturinn skipti máli. Þurfa að
koma 3 spil ofan á hve.rt þessara 13 spila, sem nú liggja i hálf-
mánanum, en þá hefur kaballinn lika „gengið upp,‘‘ sem kallað
er.
Ef þessi uppbygging næst ekki með því að leggja upp spilin
1 stokknum alls þrisvar slnnum, fyrstu 13 grunnspilin meðtalin,
þá hefur kaballinn ekki gengið upp og „sá blindi“ unnið.
99
Hálfmáninn
áá
s'° margt ókunnugt l'ólk til bæjarins, og hann þekkti
ekki nokkurn mann, er varð á vegi lians. Ekki var þó
SVo l;lr>gt síðan hann átti hér heima.
Hann lauk upp dyrunum að bernskuheimili sínti,
en kannaðist ekki við neitt þar inni. Húsgögnin voru
ný °g fólkið hafði hann aldrei séð áður. Hann varð
solgbitinn og spurði eftir föður sínum og móður, en
enginn kannaðist við þau. Fólkið, sem nú átti heinta í
^ofanum, kvaðst aldrei hafa heyrt þeirra getið.
Orvæntingarfullur skundaði hann út í kirkjugarð
lJorpsins. Þar hlaut hann að geta fengið upplýsingar um
foreldra sína. Hann las letrið á legsteinunum, hverjum
‘‘ fætur öðrum, og ekki leið á löngu, þar til hann fann
eiði foreldra sinna. En er hann athugaði það, sem stóð
^trað á ýmsa nýrri legsteina, komst hann að þeirri nið-
orstöðu, að hann væri búinn að vera að heiman í þrjú
fiundruð ár.
Hann fór aftur inn í þorpið, og yfirkominn af harmi
1 lfcygði hann sér niður á grasi gróinn bakka lækjarins
sdfurtæra, er rann í gegnum þorpið. Honum fannst
hann vera ákaflega einmana og ylirgefinn.
Uá mundi hann allt í einu eftir verndargripnum, sem
kóngsdóttirin hafði gefið honum. Ef til vill var eitthvert
toframeðal í öskjunum, sem gat hjálpað honum í þess-
Um s^ru nauðum. Með sjálfandi hendi tók hann lokið
• Veikur eimur, líkt og þokuský, steig upp úr öskjunni.
Hún var tóm. En hvað var orðið af hö'nd hans, sem lyfti
fokinu?
Höndin, sem fyrir einu andartaki hafði verið fagur-
Ra löguð og sterkleg, var nú orðin visin og ellileg. IJað
31 e'ns °g hann sigi allur saman, og þegar hann leit á
m}nd sína, sem speglaðist í læknum, varð hann skelf-
lnRu lostinn. Hann sá þar mynd ævagamals öldungs.
a ur riokkur kom gangandi eftir veginum. Hann kom
auga á þennan gamla vesaling og bauðst til að hjálpa
honum og fylgja honum þangað, sem hann ætlaði.
Taró bað hann að fylgja sér niður í fjöru. Hvert skref
er hann steig olli honum þjáningum. Það var eins og
blýlóð væru bundin við fætur hans.
Þegar hann var kominn niður að ströndinni, tók hann
enn á öllum kröftum sínum og kallaði á skjaldbökuna.
En hún kom ekki. Otóhíma, dóttir sækóngsins, hafði
vitað, að hann mundi ekki standast þá freistingu að opna
gullöskjurnar. Ef hann hefði látið það ógert, hefði hann
verið áfrarn ungur og hraustur, því að andi æskufjörsins
liafði verið geymdur í öskjunum. Þá hefði hann líka
getað snúið aftur til eiginkonu sinnar á mararbotni.
En nú var úti um hann. Hann hafði aðeins mátt til
að segja fólkinu, sem safnazt hafði saman umhverfis
hann, sögu sína. Eftir það féll hann niður og varð að
dufti.
Enginn ásakaði hann. Fiskar hafsins sögðu, að hann
het’ði viljað breyta eins og góðum syni sæmdi. Hann
hatði orðið fyrir gjörningum, og þó að hann hefði rofið
heit sitt og opnað gullöskjurnar, var engin ástæða til
að ásaka hann fyrir það.
í þorpinu var minningu hans í heiðri haldið. Hann
hafði verið góður sonur, sem gleymdi ekki foreldrum
sínum alveg, þótt hann lifði við glaum og allsnægtir,
og börntim þorpsins var sagt, að þau ættu að læra af
honum og varast töfra og glaum heimsins en láta sögu
hans sér að varnaði verða.
En niðri á mararbotni situr kóngsdóttirin í höll föður
síns, ávallt jafn ung og fögur, og grætur yfir eiginmanni
sínum, hinum fríða syni jarðarinnar, sem gleymdi henni
og yfirgaf hana vegna foreldra sinna.
Margrét Jónsdóttir þýddi.
21