Æskan - 01.02.1972, Page 24
ROBERT L. STEVENSON:
Gulleyjan
(Stytt og endursögð)
Morguninn eftir að við fengum bréfið fór ég ásamt
skógarverði dómarans til Benboga, húss okkar mömmu,
og hitti ég hana þar hressa og ánægða, því að nú voru skip-
stjórinn og kunningjar hans horfnir af sjónarsviðinu, en
hins vegar hafði dómarinn sent menn til mömmu, sem
gerðu við állt sem aflaga hafði farið upp á síðkastið. Þeir
höfðu meira að segja málað allt, sem mála þurfti, bæði
úti og inni. Ennfremur hafði dómarinn útvegað henni létta-
dreng svo sem i minn stað. Eftir að ég hafði dvalið um
daginn og nóttina eftir heima, kvaddi ég móður mína og
vikina, sem ég hafði alizt upp við frá þvi að ég mundi
fyrst eftir mér. Einhver síðasta hugsun mín, þegar ég
yfirgaf þessar stöðvar, var um skipstjórann dularfulla, sem
oft hafði rölt um þessa kletta og sandflákana við víkina
með sjónauka i hendi, hattkúfinn rifna og stóra örið yfir
þvera kinnina, skimandi eftir einfættum sjómanni.
Ég tók mér far með póstvagni til Bristol. Þar frétti ég,
að Trelawney dómari byggi á gistihúsi niðri við höfnina,
og hélt ég því þangað fótgangandi og bar sjóferðapokann
minn á öxlinni. Úti fyrir gistihúsinu hitti ég strax dómarann,
sem nú var klæddur nýjum sjóliðsforingjabúningi, og virtist
vera í ágætu skapi. Hann kallaði til min:
„Ágætt að þú ert kominn! Læknirinn kom frá London i
gær, svo að nú hef ég kollheimt alla skipshöfnina á
Hispaniolu.“
„Hvenær fer skipið?" spurði ég.
„Skipið leggur af stað á morgun. Við látum í haf annað
kvöld,“ sagði dómarinn og vatt sér snarlega inn i húsið
og ég á eftir.
Þegar við höfðum fengið okkur að borða, bað hann mig
að skreppa fyrir sig með bréf til Langa Jóns, en hann
væri í veitingahúsi, sem héti Sjónarhóll. Er ég kom þangað,
sá ég, að þetta var snoturt hús með rauðum tjöldum fyrir
gluggum og var sandur borinn á gólfið i veitingastofunni.
Hitti ég þar strax fyrir Langa Jón eða Jón Silfra, eins og
hann var oft kallaður. Vinstri fóturinn hafði verið tekinn af
honum uppi við mjöðm, og gekk hann því við hækju.
Hann var þó fimlegur í öllum hreyfingum og hoppaði um
allt á hækjunni, líkastur langstigum fugli. Hann var hár
og sterklegur, fölleitur og gáfulegur, en síbrosandi.
„Ert þú Jón Silfri?" spurði ég og rétti honum bréf dóm-
arans.
„Já, sá er maðurinn, nafn mitt er Jón, en hver ert þú?“
Svo bætti hann við: „Já, þú munt vera nýi skipsdrengurinn.
það er gaman að sjá þig,“ og hann rétti mér hönd sina.
Meðan Jón var að lesa bréfið, sá ég nokkuð, sem kom
mór til að hrökkva við. Einn af gestunum þarna, sem sat
nálægt dyrunum, leit flóttalega til min og snaraðist síðan
út. Hvar hafði ég séð hann áður? Jú, þetta var áreiðanlega
sami maðurinn, sem barðist með hnífi við kapteininn heima
í Benboga. Jón Silfri hafði nú lokið við að lesa bréfið, og
þegar ég spurði hann, hver þessi maður hefði verið, sem
laumaðist út, kvaðst hann ekkert þekkja hann. „Hér koma
svo margir sjómenn," sagði hann.
Að stundu liðinni fórum við Silfri til dómarans til þess
að ræða við hann um brottförina. Er við komum til hans,
var læknirinn þar einnig fyrir, og var nú rætt fram og
aftur um brottför skipsins.
„Allir skipverjar verða að vera komnir um borð fyrir
klukkan fjögur i dag,“ sagði Trelawney dómari að lokum.
„Ekki skal standa á mér,“ svaraði Jón og kvaddi.
Þegar Silfri var farinn, stakk dómarinn upp á því, að við
þrír færum um borð í Hispaniola til þess að skoða skipið
og heilsa upp á skipstjórann, og þegar við komum þangað,
var það einmitt Smollet skipstjóri, sem við hittum fyrst
fyrir um borð. Hann var á svipinn eins og hann væri bál-
vondur, og skapharkan skein úr andliti hans. Hann bauð
okkur til káetu sinnar, og þegar dómarinn spurði hann,
hvernig honum litist á sjóferð þá, sem framundan væri,
var hann fljótur til svars:
„Þegar ég var ráðinn til þessarar ferðar, var mér sagt, að
hún væri gerð til þess að framkvæma „duldar áætlanir“,
og lét ég það gott heita. En nú hef ég komizt að raun
um, að hver einn og einasti hásetanna veit meira um til-
gang ferðarinnar en ég. Þetta þykir mér ekki sanngjarnt i
minn garð.“
„Þar er ég yður sammála, skipstjóri," skaut læknirinn
inn i.
„Ég hef meira að segja heyrt, að við ættum að fara til
þess að leita að gulli — eða svo segja hásetar minir mér.
Gullleiðangrar eru alltaf varúðarverðir, mér hefur aldrei
geðjazt að þeim ferðum, og ég vil helzt vera alveg laus við
þær, þegar þeim á að vera haldið leyndum, og svo er
leyndarmálsins ekki gætt betur en svo, að það er sagt páfa-
gaukum.“
■
22