Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1972, Qupperneq 32

Æskan - 01.02.1972, Qupperneq 32
Hvernig gat lyfsalinn orðið félagi í Hinni konunglegu vísindaakademiu? Anton van Leeuwenhoek var almennur borgari í hollenzka þorpinu Delft og starfrækti þar lyfsölu. Þaö eina í fari hans, sem var frábrugðið öðru fólki, var tómstundaiðja hans: Hann notaði Ein af fyrstu smásjánum, em Leeuwenhoek smíðaSi. allar tómstundir sínar til þess að búa til stækkunargler. Á hans tíma gátu beztu glerslípunarmenn aðeins framleitt gler, sem stækkuðu i mesta lagi tíu sinnum. Þau voru nær eingöngu notuð af nærsýnu fólki til þess að lesa með. En Leeuwenhoek gerði sig ekki ánægðan með þessi ,,gleraugu“. Hann setti sér það takmark að búa sjálfur til betri stækkunargler. Hann var yfirhlaðinn störfum alla daga i lyfjaverzlun sinni. Á kvöldin hraðaði hann sér heim og sat þar tímunum saman við að slípa örsmáar gleragnir, sem varla voru stærri en punktur. Hann útbjó hundruð slíkra glerja, og með tímanum varð leikni hans í þessu svo mikil, að honum tókst að lokum að slípa linsur, sem gátu sýnt flugu 150 sinnum stærri en hún raunverulega var. Hann smiðaði einnig gull- og silfurumgerðir um þessar linsur sínar, og oft hafði hann með sér, ef hann var á gönguferðum, safn af þessum stækkunarglerjum til þess að virða fyrir sér í stækkun það, sem honum þótti athyglisvert í náttúrunni. Hann smíðaði sér ramma og kom þar fyrir stækkunargleri með spegli undir, sem endurvarpaði birtu á glerið. Óslípað gler setti hann milli linsunnar og spegilsins og lét þar á það, sem hann vildi skoða sérstaklega vel þannig, að spegilbirtuna bar undir það. Þannig var stækkunarglerið orðið að smásjá. Þegar honum hafði þannig tekizt að smiða sér fullkomnasta stækkunargler samtímans, vaknaði áhugi Leeuwenhoeks á þvi að skoða allt, sem hann gat komið undir smásjána. Hann hafði aldrei talið sig vera neinn náttúrufræðing, en hann átti til að bera fróðleiksþorsta og þolinmæði hins sanna visinda- manns. Hann virti fyrir sér í smásjánni fiskhreistur, mannshár, flugnafætur og jafnvel rykagnir. Hann athugaði allt mjög,gaum- gæfilega, ekki aðeins eitt mannshár heldur hundruð þeirra. Hann hélt skrá yfir allt, sem hann skoðaði, og gekk ekki frá teikningu, sem hann nefndi „mannshár", fyrr en hann var öruggur um, að öll hár voru byggð upp á sama hátt. Um þetta leyti höfðu nokkrir vísindamenn í Bretlandi hópað sig saman og nefndu félagsskap sinn „Hina konunglegu aka- derniu". Meðal þátttakenda í þessum félagsskap voru efnafræð- ingurinn Robert Boyle, uppfinningamaðurinn Robert Hooke og hinn víðfrægi Isaac Newton. Nú vildi svo til, að einn vina Leeuwenhoek í Delft var heiðurs- félagi í Hinni konunglegu akademíu, og hann hvatti Leeuwenhoek til þess að skrifa hinum brezku vísindamönnum og skýra þeim frá uppgötvunum sínum. Leeuwenhoek varð glaður yfir að finna einhvern, sem hann gat rætt við af fullum skilningi um athuganir sínar, því að flestir aðrir í Delft töldu hann smáskrítinn eða einfaldlega geðtruflaðan. Yfirskriftin á fyrsta bréfinu var þannig: „Dæmi um athuganir hr. Leeuwenhoeks í smásjá sinni á fiskhreistri, kjöti, flugnafótum o. s. frv.“ Bréfið vakti áhuga hinna lærðu meðlima félagsskaparins, og hann var bréflega beðinn að skrifa þeim aftur, ef honum tækist að gera einhverjar nýjar athuganir. Dag nokkurn datt Leeuwenhoek í hug að athuga einfaldan vatnsdropa í smásjánni úr vatnstunnu heima hjá sér. Honum var ekki Ijóst, að með þessu átti hann eftir að gera eina þýðingar- mestu uppgötvun í sögu náttúrufræðinnar. Sér til mikillar undr- unar sá hann sæg af agnarsmáum lífverum velta sér í vatnsdrop- anum. Honum sýndist þetta vera smádýr með furðulegu sköpulagi. Þau voru svo smágerð, skýrði hann frá, að álykta mætti, að milljón þeirra kæmist fyrir á einu sandkorni! Þessi ólærði maður varð fyrsti maðurinn til að sjá hinar ör- smáu lífverur, sem við þekkjum undir heitunum gerlar og sýklar. Þessi uppgötvun Leeuwenhoeks átti síðar eftir að valda straum- hvörfum í læknavisindum og gera vísindamönnum og læknum mögulegt að vinna á ótal sýklum og hindra sjúkdóma af þeirra völdum. Það hefði verið auðvelt fyrir Leeuwenhoek að álykta ein- faldlega þannig, að þessar lífverur hefðu borizt i vatnið úr loftinu. En sannur vísindamaður krafðist sönnunar. Hann hreinsaði sam- vizkusamlega glerhylki, safnaði í það rigningarvatni, rannsakaði það undir smásjánni — og fann engar lífverur í því. En þegar þetta sama rigningarvatn hafði legið nokkra daga í opnu hylkinu, fann hann þúsundir af þessum örsmáu lífverum I þvi. En þessi niðurstaða nægði honum ekki. Hann rannsakaði vatn úr pollum, úr þakrennum, stöðuvötnum, lækjum og vatnsgeymum — í stuttu máli alls staðar þar sem vatn var að finna. Eftir athug- anir svo mánuðum skipti komst hann að þeirri niðurstöðu, að gerlarnir þyrluðust með loftstraumum, ósýnilegir auganu, og sett- ust eins og ryk á alla hluti, en vöknuðu til lífs í vatninu. Anton van Leeuwenhoek hélt áfram að rannsaka allt, sem honum barst í hendur, í hinni undursamlegu smásjá sinni. Dag nokkurn stakk hann sig f fingur, og fullur forvitni fór hann að rannsaka blóð- dropann. Þannig varð hann einnig fyrsti maður til þess að skoða blóðdropa og sjá í honum þær milljónir smávera, sem lifa í blóðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.