Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1972, Síða 33

Æskan - 01.02.1972, Síða 33
Leeuwenhoek i rann- sóknarstofu sinni aS skoða blóSdropa meS ^Vstu smásjá sinni. A5 neðan: rauSu og hvítu blóðkornin, sem hann uPPgötvaði. 1- RauSu blóSkornin. 2. HWtu blóðkornin. Hann skóf lítilsháttar himnu af tanngómi sínum, rannsakaði skófina og fann, að hún var einnig full af smálífverum. i sam- óandi við þasr athuganir gerði hann athyglisverða uppgötvun: þegar hann hafði drukkið mjög heitt kaffi, komu nokkrir gerlanna óauðir af tanngóminum. Það var fyrsta sönnun þess, að hiti repur gerla. Dag nokkurn var hann að virða fyrir sér sporð á smáfiski, og sá þá í fyrsta sinn hinar örsmáu æðar, sem flytja lóðið úr- aðalæðunum. Þessar æðar eru svo fíngerðar, að þær y°ru kallaðar „kapillaren" eftir latneska orðinu, sem þýðir ,,hár- tint". i kaflanum hér á undan var skýrt frá þvi, hvernig William arvey uppgötvaði hreyfingu blóðsins í slagæðunum út i háræð- ®rnar og þaðan aftur til hjartans. En hann vissi í rauninni ekki, ®rriig blóðið komst milli slagæðanna og háræðanna. seuwenhoek gat nú upplýst þetta. Um árabil hafði Leeuwen- skrifað Hinni konunglegu vísindaakademíu í Englandi og ýrt frá athugunum sínum, og þar var reynt að endurtaka þær °9 sannPrófa. Árið 1680 voru félagar akademiunnar loks orðnir syo sannfærðir um snilli hans, að þeir ákváðu að gera þennan olærða alþýgumann ag heiðursfélaga. Sér þvert um geð varð Leeuwenhoek nú frægur maður og fékk heimsóknir af svo frægu fólki sem Pétri mikla Rússlandskeisara og drottningu Englands. Hann var nær áttræður að aldri, er honum tókst að gera enn nýja uppgötvun. Hann hafði um nokkurt skeið verið að athuga skeljar og skelfisk úr Delft ánni. Hann hafði látið einn skelfiskinn liggja dögum saman í vatnsglasi hjá sér. Þegar hann fór að rannsaka hann, varð hann þess áskynja, að gerlarnir voru smátt og smátt að eyða fiskinum. Þannig gat hann upplýst fyrir undrandi umheiminum, að þessir örsmáu sýklar gætu drepið lífverur, sem væru þeim þúsund sinnum stærri og öflugri. Hann gat einnig upplýst, að sumir þessara sýkla gætu verið nytsamir, því að þeir eyddu rotnandi efnum. Níutíu og eins árs að aldri lagði Leeuwenhoek smásjá sína á hilluna og lokaði sínum þreyttu augum að eillfu. Þótt hann væri alþýðumaður, sem aldrei hafði sótt æðri skóla né kynnzt visinda- störfum, varð hann þó vegna þrautseigju sinnar og þolinmæði einn af brautryðjendum gerla- og sýklafræðinnar. 31

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.