Æskan - 01.02.1972, Side 38
orðinn forvitinn, svo hann lofaði marbendlinum því, að hann
skyldi lofa honum að fara aftur í sjóinn, ef hann segði sér, að
hverju hann hefði verið að hlæja, en þá sagði marbendillinn: —
Fyrst hló ég, þegar þú slóst hundinn þinn, sem fagnaði þér af
heilum hug. Næst hió ég, þegar þú skammaðist yfir þúfunnl, því
að þar eru grafnir miklir peningar. Og í þriðja skiptið hló ég,
þegar þú kysstir konuna þina, því að hún er vond og ill kona.
Farðu nú með mig í sjóinn. En bóndinn vildi reyna fyrst, hvort
þetta væri satt. Hann gat hvorugt reynt, tryggð hundsins né
vonzkuna í konunni sinni, svo að hann fór og gróf í þúfuna, og
þar fann hann kistil fullan af gullpeningum. Eftir það fór hann
með marbendilinn heim til sín, og þá lofaði marbendillinn honum
þvi, að hann skyldi senda honum gjöf daginn eftir, sem bóndinn
ætti að reyna að nota sér. Morguninn eftir var bóndanum sagt,
að komnar væru sjö kýr í túnið. Hann hljóp þangað með stóra
spýtu í hendi og ætlaði að reka kýrnar í burtu. Þá sá hann, að
þær voru allar með stóra blöðru á grönunum, og hann varð sann-
færður um, að hann mundi missa þær allar, nema hann gæti
sprengt blöðruna. Hann lamdi framan í eina kúna og sprengdi
blöðruna, en hinar kýrnar urðu hræddar og hlupu í sjóinn. Þá
þóttist hann skilja, að marbendillinn hefði sent sér kýrnar i
þakklætisskyni, og eftir þetta var bóndinn aldrei vondur við
hundinn sinn.
Fannst ykkur þetta ekki góð saga? spurði mamma, þegar sag-
an var búin.
Jú, börnunum hafði öllum þótt þetta hin mesta ágætissaga, en
verst þótti þeim, að nú var klukkan orðin svo margt, að þau urðu
öll að fara heim. Mamma s&gði, að hörpudiskurinn væri líka
áreiðanlega orðinn þreyttur og þyrfti að hvíla sig. Hún sagði,
að hann vaknaði alltaf fyrir allar aldir á morgnana, og það þyrftu
sum þeirra lika að gera til að komast í skólann á morgnana.
Og svo fóru öll börnin heim til sin og María og Gunni voru
látin hátta. En pabbi fór ekki aldeilis að hátta. Hann sat I eldhús-
inu og reyndi að kenna hörpudiskinum litla helztu undirstöðu-
atriðin í nótnalestri, því að pabbi kunni að lesa nótur. Og vitið
þið, hvað pabbi hafði komið með heim handa hörpudiskinum?
Fyrirtaks óbó og nótnagrind, sem hægt var að setja upp á fötu-
barminn, svo að hörpudiskurinn gæti lært að spila á óbó eins
og allir aðrir.
Þegar hörpudiskurinn sá þetta, varð hann svo hrifinn, að hann
hefði hlegið, ef hann hefði aðeins getað það. Hann tók littu
hörpuna sína og rétti pabba hana.
— Gjörðu svo vel, sagði hann.
— Hvað á ég að gera við hana? spurði pabbi undrandi.
— Þú átt að fá hana i skiptum fyrir óbóið, svaraði hörpudisk-
urinn.
— Það kemur ekki til mála, sagði pabbi.
— Jú, ég verð einhvern veginn að borga þér fyrir óbóið, sagði
hörpudiskurinn. — Ég á ekkert annað.
— Ég vil enga borgun fá, sagði pabbi. — Það er mér nægilegt,
ef þú ert góftur og æfir þig vel.
— Þú mátt til með að taka við hörpunni, sagði hörpudiskurinn
hnugginn.
— Og hvað ætti ég að gera við hana? spurði pabbi.
Þá lá við, að hörpudiskurinn færi að kjökra. Honum hafði
alltaf þótt vænt um hörpuna sína, þó að hann vildi ekki spila á
hana, og hún var aleiga hans fyrir utan skelina, sem hann mátti
alls ekki missa, þvi að þá hefði hann hvergi átt heima. Hún
var nefnilega húsið hans, og hann varð alltaf að vera í henni,
en gat ekki farið úr henni eins og við förum úr fötunum okkar
eða út úr henni eins og við förum úr húsunum okkar. Honum
hafði aldrei komið það til hugar, að nokkur sá væri til, sem ekki
vildi eignast hörpuna hans, ef hann bara gæti fengið hana. En
nú sá hann, að þessi maður, sem átti allt til alls og virtist geta
allt, vildi vitanlega ekki líta við litlu hörpunni hans.
Pabbi skildi, hvernig hörpudiskinum var innanbrjósts, og hann
vildi endilega róa hann.
— Sjáðu nú til, sagði pabbi. — Ég kann ekki að spila á hörpu
og ég er viss um, að ég gæti aldrei lært það. Og ef ég ætlaði að
spila á hörpu, þyrfti ég að fá mun stærri hörpu en þína hörpu.
Ég er svo miklu stærri en þú.
Og það var alveg satt. Hvernig átti pabbi að geta spilað á
hörpu hörpudisksins? Vitið þið, hvað hörpudiskurinn var stór?
Hann var álíka stór og lófinn hans pabba og samt heldur minni
þó. Sennilega jafnstór og lófinn hennar mömmu, og þá getið
þið bara séð sjálf.
Þegar hörpudiskurinn var búinn að hugleiða þetta mál ögn, sá
hann, að pabbi hafði alveg á réttu að standa.
— Þetta er víst rétt hjá þér, pabbi, sagði hann, og þá brosti
pabbi, en hann skildi lika, að hörpudiskurinn kallaði hann pabba,
af þvi að hann hafði aldrei heyrt hann kallaðan neitt annað. —-
En þú gætir kannski haft hana hérna í stofunni hjá þér til skrauts.
Hún er falleg, finnst þér ekki? Og hann hélt hörpunni á lofti til að
sýna pabba hana.
Og satt var það, falleg var hún, og það glitraði og glampaði á
hana i Ijósinu. Hún var rauðgyllt og gullin, og sums staðar alveg
hárauð, og strengirnir voru svo fingerðir, að það var engu líkara
en þeir hefðu verið gerðir úr finasta köngurlóarvef, sem sólar-
geislar hefðu verið ofnir saman við.
Pabba langaði auðvitað til að eignast hörpuna, en hann hristi
samt höfuðið, því að pabbar geta neitað sér um það, sem þá
langar til að eignast, ef þeir þurfa að gera það.
— Jú, hún er stórfalleg, sagði pabbi, — en ég held, að ég
vilji heldur, að þú eigir hana samt. Hún er gerð fyrir þig, en ekki
fyrir mig, og ég held það sé betra, að þú notir hana og geymir
hana hjá þér heldur en að ég hafi hana hangandi í stofunni hjá
mér.
— Ég spila aldrei á hana aftur eftir að ég hef lært á óbó,
sagði litli hörpudiskurinn ákveðinn.
— Það gæti nú samt verið, að þig langaði til þess seinna,
sagði mamma, sem var að koma inn til að sækja pabba i rúmið.
— Nei, ég heid ekki, sagði hörpudiskurinn.
— Þú spilar þá kannski stundum á hana til að skemmta pabba,
sagði mamma. — Þannig geturðu borgað honum fyrir óbóið.
Pabba finnst þú spila svo vel.
Mömmu gekk gott eitt til. Hún vissi, að fyrr eða seinna myndi
litla hörpudiskinum fara að leiðast uppi á þurru landi og þá yrði
hann að fara og spila eitthvað á hörpuna sína niðrl f sjónum,
en hörpudiskurinn varð mjög ánægður. Bæði yfir því, að hann
þurfti ekki að láta hörpuna sína og svo yfir þvi að heyra, að
hann gæti eitthvað gert til að gleðja þau, sem voru svo góð við
hann. — Góða nótt, sagði hann og fór niður í fötuna sfna, því
að nú kunni hann að bjóða góða nótt.
36