Æskan - 01.02.1972, Page 40
SKÁTAOPNAN
Ritstjórn: HREFNA TYNES
Vígðu starf þitt landi og lýð,
lærðu hið bezta í þinni tíð.
Trúðu fast á góðan Guð,
það gefur þrek og lífsfögnuð.
Lestu að staðaldri bænir þínar og lestu Biblíuna, þá dásamlegu
gömlu bók. Lestu einnig aðra dásamlega og gamla bók, sem
heitir „Bók náttúrunnar". Veittu henni athygli og lærðu allt sem
þú getur um allar þær dásemdir, sem vekja gleði þína i riki
náttúrunnar. Hugleiddu svo með sjálfum þér, á hvaða hátt þú
bezt getur notað lífið, sem Guð hefur lánað þér — í þjónustu
hans.
★ Ef við erum vinir, langar okkur ekki til að eiga í deilum, og
með því að leggja rækt við vináttuna, eins og við höfum kostað
kapps um á alheimsmótum okkar, undirbúum við jarðveginn til
lausnar alþjóðadeilna, með rökræðum f bróðerni.
Það mun hafa stórfelld og llfsnauðsynleg áhrif í friðarátt meðal
jarðarbúa.
Og því skulum við skuldbinda okkur til þess að styrkja sem bezt
vináttuna við skáta frá ýmsum löndum, og stuðla að varðveizlu
friðarins, hamingju og góðvild meðal mannanna. Það er hugar-
farið sjálft, sem mestu máli skiptir. Þegar skátaheitið og skáta-
lögin eru í raun og veru komin til framkvæmda, er styrjaldar- og
deiluástæðan úr sögunni.
★ Góðverk er það, þegar maður neitar sér um skemmtanir og
eigin þægindi til þess að geta rétt öðrum hjálparhönd.
Ef þú á hverjum degi reynir að hjálpa öðrum, hvort heldur það
er í stóru eða smáu, muntu finna, að þú eykur kærleiksneistann
i þinni eigin sál, þannig að þú getur dag hvern glaður og ánægð-
ur mætt hinum ýmsu vandamálum daglegs lífs. Þú verður þá langt
yfir þau hafinn, þar sem þín heitasta ósk verður sú að láta gott
af þér ieiða.
Þessi mynd átti að birtast í jólablaðinu,
en einhverra orsaka vegna „datt hún upp
fyrir." Myndin er af stjórn „Ægisbúa". Tal-
ið frá vinstri: Áslaug Guðlaugsdóttir að-
stoðarfélagsforingi, Valdimar, Tómas Grét-
ar Ólason félagsforingi, Guðmundur.
38