Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1972, Page 54

Æskan - 01.02.1972, Page 54
Enda þótt þú kannist vel við Legokubbana. er ekki vist að þú vitir, hvað Legoland er. Legoland? Ja. kannski áttu þitt eigið Legoland svipað og sést hér á myndinni fyrir ofan. En hið raunverulega Legoland er i Danmörku. i bænum Billund á Jótlandi. þar sem Lego-verksmiðjurnar eru. Þar er búið að skapa slikan ævintýraheim úr tómum Legokubbum. að enginn staður i Danmörku. nema sjálft Tivoli, dregur nú til sin fleiri ferðamenn á ári hverju. Og börnin, sem vinna 1. verðlaun. missa ekki heldur af Tivoli. Þau heimsækja þann fræga og fagra skemmtigarð áður en þau fljúga aftur heim með Flugfélagi íslands. GETRAUN FLUCFÉLAC ÍSLANDS REYKJALUNDUR am ÆSKAN Eins og lesendum Æskunnar er kunnugt hefur blaðið í samvinnu við Flugfélag islands efnt til verðlauna- samkeppni undanfarin 12 ár, og á hverju ári hafa heppnir vinnendur farið ævintýraferðir til útlanda með Flugfélaginu. Nú efna Flugfélag islands, Reykjalundur, Æskan og Lego-verksmiðjurnar til verðlaunasam- keppni, þar sem fyrstu verðlaun verða ferð til Dan- merkur og heimsókn og dvöl i Legolandi fyrir tvö börn. Auk þess mörg aukaverðlaun. Flogið verður til Kaupmannahafnar með þotu Flugfélags íslands og frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn með einkaþotu Lego-verksmiðjanna. i Legolandi dvelja börnin oQ fylgdarlið þeirra i 2—3 daga. Að þvi loknu fljúga börn- in til Kaupmannahafnar og fara m. a. í Tivolí. Ritstjóri Æskunnar og blaðafulltrúi Flugfélags islands munu fylgja börnunum i þessari ævintýraferð. FRESTURINN TIL AÐ SKILA BÁÐUM SEÐLUNUM ER TIL 15. MARZ 52

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.