Æskan - 01.04.1975, Side 8
Sagan af hornim PJetrí*
sem fór npp I tnnglíd*
inu sinni var drengur, sem hét Pétur. Hann
átti heima hjá móður sinni, sem var fátæk
ekkja. Af því að þau voru svo fátæk þurfti Pétur að
vinna mikið, þó að ekki væri hann nema 12 ára. Hafði
hann atvinnu hjá kaupmarini einum rikum. Einu sinni
bað kaupmaðurinn hann að fara í langa sendiferð
og vera fljótan. Þegar Pétur hafði lokið erindinu og
var á heimleið, mætti hann gamalli konu, sem bar
svo þungan bagga á bakinu, að hún var alveg að
hníga niður af þreytu. Pétur var góður drengur, og
bauð hann gömlu konunni að bera baggann með
henni. Konan varð fegin og þáði boðið, og héldu
þau síðan heim til hennar. Þegar þangað var komið
þakkaði konan honum fyrir, fór síðan inn og kom að
vörmu spori út aftur með dálítið teppi með einkenni-
legum vefnaði. Sagði hún, að hann mætti eiga það
fyrir hjálpina. Pétur þakkaði fyrir, braut teppið sam-
an og hugsaði með sér að móðir sín gæti notað það
fyrir ábreiðu ofan á rúmið sitt. Hélt hann síðan af
stað aftur. Ekki hafði hann gengið lengi áður en
hann mætti annarri gamalli konu. Þegar hún gekk
fram hjá Pétri, varð henni fótaskortur, og datt hún
og meiddi sig. Pétur hljóp þá til hennar, hiálpaði
henni á fætur og studdi hana heim. Konan fór þá inn
og sótti lítinn og kvistóttan lurk, sem hún sagði að
hann mætti eiga fyrir hjálpina. Pétri þótti ekki mikið
til stafsins koma, en lét þó ekki á því bera, heldur
þakkaði kurteislega fyrir. Hugsaði hann með sér að
hann gæti gefið mömmu sinni hann í eldinn. Hélt
hann slðan áfram, en ekki var hann kominn langt,
þegar hann mætti þriðju konunni. Dró hún á eftir sér
vagn með þungu hlassi og var auðsjáanlega mjög
aðframkomin af þreytu. Pétur bauð henni strax að
draga vagninn fyrir hana, og þáði hún það. Var það
langur vegur og varð Pétur mjög þreyttur. Loks kom-
ust þau alla leið, og þá sagðist konan verða að launa
honum hjálpina, og tók upp úr vasa sínum lítinn
spegil og gaf honum. Pétur var ekkert gefinn fyrir
spegla, þótti slíkt mesti óþarfi og hégómi, en hugs-
aði samt með sér að mömmu sinni þætti kannski
gaman að honum, hún ætti ekki mikið af slíku glysi.
Þakkaði hann því konunni fyrir og hélt af stað.
Mundi hann þá eftir því, að hann hafði átt að flýta
sér, en nú var hann áreiðanlega búinn að vera allt
of lengi. Hljóp hann þá eins og fætur toguðu, uns
hann kom heim til húsbónda sfns. Húsbóndinn var þá
hinn reiðasti, og rak Pétur úr vistinni, sagðist hann
ekki vilia hafa í sinni þjónustu stráka, sem slóruðu
svona og svikjust um.
Aumingja Pétur vildi ekki fara heim til mömmu
sinnar, því að hann vissi að þetta myndi hryggja
hana svo mikið. Gekk hann því út í skóg og settist
þar á gamlan, fallinn trjástofn, mjög hryggur í huga.
En allt í einu heyrði hann hljómfagra rödd fyrir aftan
sig, sem sagði:
„Vertu ekki hryggur, Pétur, því að þú átt eftir að
verða hamingjusamasti maður í landinu."
Pétur leit við, og sá þá skínandi fagra álfkonu í
hvítum klæðum.
Álfkonan sagði: „Þú hefur nú misst atvinnuna
vegna þess að þú vildir hjálpa þeim, sem bágt áttu.
En nú skaltu vita að allar þessar gömlu konur, sem
þú hjálpaðir, var ég og engin önnur. Tók ég á mig
þessi gervi til þess að reyna þig. En hlutirnir, sem ég
gaf þér, eru ekki eins ómerkilegir og þú hyggur, því
að það eru töfragripir. Ef þú slærð einhvern hlut með
stafnum og segir um leið: „Hókus, Pókus“, þá verður
sá hlutur samstundis að gulli. En ef þú breiðir teppið
út, og sest á það og nefnir um leið einhvern stað,
flýgur það samstundis með þig til þess staðar. En
spegillinn hefur þá náttúru, að í honum getur þú séð,
hvað sem þú óskar. Og hafðu nú þetta í laun fyrir
hiálpsemi þína og góðvild." Að svo mæltu hvarf álf-
konan.
ÆVINTÝRI