Æskan - 01.04.1975, Blaðsíða 10
Sagan af
Svanhvít karlsdóttur
íslenzkt æfintýri með myndum
Var hún fr.ö og góö stulka, og aö öllu hin efnileg-
asta. Móðir hennar unni henni hugástum, en faðir
hennar var henni vondur. Eitt sinn lagðist kerling
þungt haldin; hún kallaði þá Svanhvíti til sín og mælti
við hana: ,,Hér* eftir mun ég ekki lengi lifa hjá þér,
og grunar mig, að þú munir ekki eiga upp á há-
borðið hjá föður þínum, þegar ég er dáin, og skaltu
fara sem fyrst burtu frá honum.“ Hún fékk henni sið-
an dúk og belti og mælti ennfremur: „Eigðu þetta,
Svanhvít mín. Býst ég við að þú þurfir á hvortvegg;a
þessum hlutum að halda. Dúknum fylgir sú náttúra,
að í hvert sinn, sem honum er flett sundur, þá eru
á honum alls konar krásir. Beltinu fylgir sú náttúra,
að sá verður eigi hungraður, sem það hefur utan um
sig.“ Síðan kvaddi hún dóttur sína og andaðist
skömmu seinna.
Eftir dauða kerlingar var karl svo vondur við Svan-
hvíti, að henni var ekki viðvært. Nótt eina, þegar karl
var sofandi, tók hún dúkinn og beltið og skundaði
út í skóg. Ráfaði hún um skóginn, þar til komið var
að kvöldi; þá lagðist hún niður undir eik einni og
sofnaði.
Svanhvít vaknaði við það, að yfir henni stóð Ijót
og stór tröllskessa. „Því liggur þú hér, Svanhvít
karlsdóttir?" segir skessa. „Þér er eins gott að koma
með mér.“ Svanhvít varð dauðhrædd, en skessan
tók hana undir hönd sér, skundaði á brott méð hana
og var stórstíg mjög. Eftir nokkra stund komu þær
að helli einum stórum. „Þetta er nú hellirinn minn,“
segir skessa, „og þarna sérðu dóttur mína,“ og benti
Svanhvíti um leið á skessu unga en stórskorna, sem
sat þar fyrir í hellinum. Svanhvít var nú um hríð í
hellinum hjá skessunum; létu þær hana vera heima
á daginn og gera allt sem gera þurfti, en sjálfar voru
þær á veiðum frá morgni til kvölds. Lítið og illt fékk
Svanhvít að eta hjá skessunum, en það gerði henni
ekki neitt, því í hvert sinn, sem hún fletti dúknum
góða í sundur, þá var á honum alls konar góðgæti,
sem hún borðaði á hverjum degi.
Skessunum þótti það undrum sæta, hvað Svanhvít
leit vel út, ekki meira en þær létu hana fá að borða.
Einn dag sagði eldri skessan við Svanhvíti, að nú
skyldi hún koma út í skóg með sér. Þegar þær voru
skammt á leið komnar, lagðist skessan niður og
þóttist sofna. Svanhvít gekk þá afsíðis, fletti dúkn-
um sundur, sem hun hafði með sér, og fór að eta.
Allt í einu kemur skessan að henni óvörum, þrífur
af henni dúkinn og mælti: „Þetta grunaði mig lengi!
Það er eins gott að ég eigi dúk þennan eins og þú.“
Eftir þetta voru skessurnar enn verri við Svanhvíti
en áður, og létu hana hafa sama sem ekkert að
borða, en það hjálpaði henni, að hún hafði beltið
góða spennt um mitti sér.
Nú iíður fram að jólum. Jóladagsmorgun segja
skessurnar við Svanhvíti: „Við ætlum til kirkju í dag,
því að nú er kóngssonurinn kominn heim úr skól-
anum, verður þú að hafa mat og annað tilbúið, þegar
við komum heim aftur.“ Síðan klæddust skessurnar
sínum besta búningi, settu bláa kálfsbelgi á hausinn
og fóru af stað til kirkjunnar.
Svanhvít flýtir sér nú að því, sem hún þarf að
vinna; að því búnu ráfar hún út og kemur að steini
nokkrum. Úti fyrir steininum stóð dvergur. Hann
Yfir henni stóð stór og Ijót tröllskessa.