Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1975, Page 20

Æskan - 01.04.1975, Page 20
Verðlaunafei Kæru lesendur Æskunnar. Enn einu sinni gefst ykkur kostur á að taka þátt í spurningasamkeppni og verðlaunin eru sem fyrr glæsileg og eftirsóknarverð. Að þessu sinni standa Barnablaðið Æskan og Flugleiðir hf. að keppninni og verðlaunin verða flugferðir með flugvélum félaganna, svo og bókaverðlaun. Tvenn fyrstu verðlaun verða fjögurra daga ferð til Luxemborgar. Flogið verður með DC-8 þotum Loftleiða báðar leiðir og meðan dvalið verður í þessu litla en fagra landi í hjarta Evrópu, verður margt til gamans gert. Meðal annars farnar ferð- ir um landið, skoðuð söfn og sögulegir staðir o. fl. o. fl. Þriðju, fjórðu, fimmtu og sjöttu verðlaun verða flugferðir innanlands og þá verður flogið með Friendship skrúfuþotum Flugfélags íslands. Sjöundu, áttundu, níundu og tíundu verðlaun verða bækur frá Bókaútgáfu Æskunnar. Þið sjáið að til mikils er að vinna í þessari samkeppni og nú er að taka til við verðlaunagetraunina sem að þessu sinni er fremur létt. Hver veit líka nema einhvers staðar í þessu blaði leynist svör við ýmsum spurningum sem fyrir ykkur eru lagðar i samkeppninni. Allir lesendur Æskunnar til 15 ára aldurs hafa rétt til þátttöku og verðlauna. Svör þurfa að hafa borist til Æskunnar fyrir 1. júní n.k,

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.