Æskan - 01.04.1975, Side 27
wBmaam
''fc.-Z.
mm
ÓefaS á íslenska þjóðin sauðkindinni líf sitt að
iauna að miklu leyti. Hugsum okkur ástandið, þegar
skógurinn var þrotinn, birkið búið, sem um iangar
aldir hafði logað á arni, Ekki þekktust koi, olía eða
hitaveita á þeim dögum, — þurrkað sauðatað og
þurrkuð mykja var það eina, sem brennt varð, þar
sem ekki náðist í mó eða rekavið.
Þessi eldiviður var þó ekki notaður til þess að hita
upp húsin. Það veitti ekki af honum öllum til mat-
reiðslu. — Hvernig fór fólkið að halda á sér hita?
myndi margur spyrja, sem nú þarf ekki annað en
skrúfa frá krana, svo að sjóðheitar æðar hitaveitu
sendi strauma sína um stofurnar. — Svarið verður,
að baðstofurnar hafi verið hlýjár; þykkt torfþak yfir
og kýr stundum undir palli. — Þar að auki voru bað-
stofurnar litlar en fólkið nriargt, svo að líkamshiti fólks-
ins hlýjaði upp húsið. Þrátt fyrir þetta hefur fólkinu
oft verið kalt, einkum þegar hafísinn umlukti landið
í heljargreipum sínum, svo að lá við að allt frysi í hel.
Þess er og að gæta, að ekki urðu baðstofumar hlýjar
nema útiloftinu væri varnað sem mest að komast inn.
— En hreint loft er skilyrði fyrir því, að manni sé heitt.
Bruninn í líkömum okkar, eins og bruninn í ofninum,
er samruni tveggja efna, kolefnis og súrefnis. Líkam-
inn fær kolefnið úr fæðunni en súrefni úr loftinu.
Sannar sögur eru til um það, að svo hafi stundum
orðið loftvont í baðstofunum, einkum þegar margt að-
komufólk bættist við, að Ijós öll slokknuðu. Ljósmeti
var að vísu á lampanum, en súrefni loftsins var af
svo skornum skammti, að Ijósið slokknaði. — Töldu
menn þetta boða feigð eða ill tíðindi. — Auðvitað
m
Wfi.
’íf
m
25