Æskan - 01.04.1975, Side 32
að hafði nýlega verið sýnd kvikmynd í þorpinu.
Kúrekinn hafði sýnt þar hinar undarlegustu
listir með reipi, sem hann sveiflaði yfir sér og undir
sér og í kringum sig á hinn skringilegasta hátt. Petta
var stórkostlegt og var tekið með dynjandi lófataki.
En eins og alltaf var þetta ekki töfrabragð — aðeins
lagni. Þú gætir Kka gert þetta með lítilli, ákveðinm
hreyfingu á úlnliðnum og með mikilli æfingu gætir
þú orðið „meistari" í að spinna.
Reipið á að vera ofið bómullarreipi. Á venjulegan
kaðal (þriþættan) myndast fljótt lykkjur og hann flæk-
ist. Reipið á að vera 6i/2 m að lengd, en fyrir drengi
er gott að hafa það styttra. Á annan endann býrð þú
til lykkju eða setur járnhólk (auga), sem reipið ligg-
ur í. Hinum endanum stingur þú í gegnum lykkjuna
og býrð til hring, sem er um metri eða minna í þver-
mál (1. mynd).
Æfðu þig nú fyrst i að kasta hringnum á jörðina,
þannig að þú fáir hann til þess að opna sig vel með
hreyfingu í úlnliðnum I öfuga átt við sólarganginn.
Mundu, að það er um að gera að vera liðugur í úln-
liðnum.
Nú reynum við að byrja að spinna — en notaðu nú
úlnliðinn, en ekki allan handlegginn. Þegar hringur-
inn byrjar að snúast jafnt og þétt, þá er hægt að
auka hraðann. Með hraðari og hraðari hreyfingum
verður hringurinn stærri og stærri, þar sem þú gefur
alltaf meira reipi út frá hægri hendinni. Þú verður
auðvitað að halda svo laust á reipinu, að það geti
snúist í hendi þér, annars snýst upp á það og það
flækist (2. mynd).
Næst er „Trúlofunarhringurinn" — láréttur hringur,
sem snúið er ( kringum líkamann. Hægri hönd snýr
enda reipisins, sem haldið er fyrir ofan höfuðið. Byrj-
endur æfa sig fyrst ( að kasta hringnum yfir höfuðið
og axlirnar (3. mynd), þannig að hann leggist á jörð-
ina án þess að koma við þig. Þegar þér hefur tekist
að ná því að leggja reipið rétt í hverju kasti, þá byrj-
ar þú að spinna (4. mynd). En nú máttu ekki taka
neina kippi. Það er jafn taktur og jafn hraði, en ekki
kippir, sem hér koma að gagni.
Þegar þú ert orðinn æfður í „Trúlofunarhringnum“.
þá reyntr þú „Krlnólinuna". Hringurinn liggur þá í
loftinu rétt við jörðina, í um öklahæð. Notaðar eru
báðar hendur — og byrjandi óskar þess oft, að hann
hefði aðrar tvær í viðbót. Byrjaðu á „Trúlofunar-
hringnum“. Þegar endi reipisins fer yfir hægri öxl
þina, lætur þú hægri höndina síga og færir endann
yfir i vinstri hönd á móts við vinstri mjöðm (5. mynd).
Vinstri höndin flytur reipið svo hálfhring í kringum
þig og aftur yfir í hægri höndina (6. mynd).
Þegar þú hefur þannig farið nokkra hringi, þá get-
ur þú annaðhvort stokkið út úr hringnum eða lyft
honum, svo að þú fáir aftur „Trúlofunarhringinn'1.-
30