Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1975, Blaðsíða 36

Æskan - 01.04.1975, Blaðsíða 36
Hann safnar leikföngum og frímerkjum handa gleymdu börnunum Gunnar Lundsbæk er danskur garðyrkjumaður, sem býr í Glostrup í Danmörku. Hann átti mjög erfiða barnæsku og þess vegna ákvað hann, að þegar hann væri orðinn fullorðinn skyldr hann gera eitthvað fyrir munaðarlaus börn, til að gleðja þau og sýna þeim vináttu. ( Danmörku eru mörg munaðarleysingjahæli, og á þessum hælum er fjöldi barna, sem eru bók- staflega gleymd. Þessi börn eiga enga foreldra eða ættingja, sem hugsa um þau eða heimsækja þau. Þessum börnum hefur Gunnar Lundsbæk fórnað tíma sínum og efnum. Danska heimilisblaðið Familieblad skrifar þetta um Gunnar: „Gunnar Lundsbæk er besti vinur barnanna. Honum þykir vænt um börn og börnin elska hann. Um hverja helgi ekur hann í litla bílnum til hinna ýmsu heimila til að færa hinum gleymdu börnum leik- föng og frímerki." Gunnar segir: „Ár hvert hef ég gefið um 300.000 notuð frímerki og þúsundir af leikföngum til heimil- anna til hinna gleymdu barna.“ Hann notar allan frí- tíma sinn og afgang launa sinna í þessu skyni. Þetta starf Gunnars vakti mikla athygli í Danmörku, og börnin voru farin að kalla hann Gunnar frænda, og hlakkaði alltaf ósköp mikið tií, þegar von var á honum með frímerkin og leikföngin. En allt byrjaði þetta starf Gunnars með frímerkjunum, sem hann út- vegaði og sníkti hvar sem hann kom. Svo komu leik- föngin. Það hófst með því, að hann fékk bréf frá barnaheimili í Grænlandi, þar sem spurt var um hvort hann gæti sent börnunum þar notuð leikföng. Þá fékk hann öll dönsku dagblöðin til þess að aug- lýsa eftir leikföngum, sem börn væru hætt .að leika sér með, og bað fólk að leita nú vel í skápum og skúffum, hvort ekki væri þar að finna velmeðfarin leikföng, sem þau vildu gefa. Þetta gekk svo vel, að fyrir jólin þetta ár gat hann sent 18 kassa og 27 sekki af leikföngum til Grænlands. í gegnum árin er Gunnar Lundsbæk orðinn þekkt- ur víða fyrir starf sitt, og hefur hann komið oft fram í útvarpi og sjónvarpi. Myndir af honum og starfi hans hafa verið á forsiðum vikublaðanna bæði í heimalandi hans og öðrum löndum. Ef einhver hér á landi hefur áhuga fyrir að senda honum frímerki, leikföng og ýmislegt smávegis, sem glatt getur börnin, þá væri það vel þegið, því Gunn- ar safnar einnig ýmsu öðru, svo sem eldspýtustokk- um, barnablöðum og smámynt. Utanáskrift hans er: Gunnar Lundsbæk, „Onkel Gunnar", Postbox 23, 2600 Glostrup, Danmark. ♦------------- JÓN MAGNÚSSON: Lambið mitt litla lúrir úti í túni. Gimbillinn minn góði gullhornum búni. Kringum okkur greri gras grænt og frítt að líta. — Eg tók með honum í tjóðurbandið til þess að slíta.---- Gimbillinn minn góði gullhornum búni, ekki getur hann unað sér einsamall í túni. 34

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.