Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1975, Qupperneq 39

Æskan - 01.04.1975, Qupperneq 39
Tímavélin v H. G. Wells: Þeir gerðu nú enga tilraun til þess að yrða á mig, en stóðu í hring kringum mig og brostu og töluðu sfn á milli og eins og kvakandi. Ég sá að svo búið mátti ekki standa og hugsaði mér að reyna að innleiða samtal. Ég benti á tímavólina, og fór svo að hugsa mig um, hvernig ég ætti að tákna tímann. Loks benti ég á sólina. Einn úr hópnum, e'nkennilegur og fallegur f köflóttri skikkju, tók upp eftir mér bendinguna og reyndi að Ifkja eftir þrumuhljóðinu. Ég féil f stafi, þó að ég skildi vel við hvað hann átti. ^ér fiaug allt í einu f hug: Skyldi allt mannkynið vera orðið að hálfvitum? Þið getið varla fmyndað ykkur, hvað Þetta fékk á mig. Ég hafði alltaf hugsað mér að mennirnir érið 802000 mundu vera langtum framar okkur að vits- ntunum og öllu. Og svo kemst ég að raun um, að sá fram- ðjarnasti f hópnum er á hér um bil sama vitsmunastigi eins og fimm ára barn er hjá okkur — hann spyr mig, hvort ég hafi fallið ofan úr sólinni með eldingunni! Allt Það, sem ég hafði ráðið af klæðaburði þeirra, mjúka lima- Þurði og ffnlegu andlitsdráttum, fór um koll, og vonbrigða- tlóðið steyptist yfir mig. Mér fannst snöggvast eins og ég Þefði til einskis gagns smfðað tfmavélina. Ég kinkaði kolli, benti á sólina, og rak úr mér svo sterka tikingu þrumuhljóðsins, að þeir hrukku við. Þeir drógu sig til baka nokkur skref og hneigðu sig. En rétt á eftir kom einn þeirra hlæjandi til mín. Hann hélt á festi úr blómum, sem ég hafði aldrei áður séð, og setti hana um hálsinn á mér. Hinir tóku þessu með dynjandi lófaklappi, og fannst það ágætlega til fundið. Fóru þeir nú að hlaupa hingað og þangað að tína blóm og köstuðu þeim f mig, þar til ég var svo að segja alþakinn blómum. Þið, sem ekki hafið sóð það, getið með engu móti gert ykkur f hugarlund, hve ótrúlega þessi blóm voru ffngerð og fögur, eftir að hafa verið ræktuð um allar þessar aldir. En svo hefur vfst ein- hver af þeim stungið upp á þvf, að lofa fleirum að sjá þetta nýja leikfang, sem þeir höfðu eignast, og tóku þeir í hönd mér og leiddu mig fram hjá sfinxinum hvfta, sem aila stund horfði á mig með þessu sama brosi á vörunum, og komum við þá að grárri steinbyggingu, ákaflega stórri. Þegar þeir voru að teyma mig þetta, flaug það gegnum huga minn, að ég. hafði alltaf hugsað mór fólk framtíðar- innar alvörugefið og svo að segja bugað undir yfirburða vitsmunum, en svona var það þál Dyrnar á þessu húsi voru afar stórar, og yfirleitt var stærð þess afskapleg, eftir okkar mælikvarða. Ég tók þó mest eftir hópnum, sem varð alltaf stærri og stærri kring- um mig, og svo þessu dimma, gapandi hliði fram undan. Ég fékk einhvern veginn þá hugmynd um landið umhverfis, að það væri einn einasti blómagarður, vanhirtur, en þó laus við illgresi. Ég sá hingað og þangað klasa af ókennd- um, hvítum blómum, og voru krónur þeirra ákaflega fín- gerðar, en þó sjálfsagt að minnsta kosti fet f þvermál. Þau sýndust spretta óreglulega, og Ifkast eins og villt væru 37

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.