Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1982, Síða 3

Æskan - 01.03.1982, Síða 3
ÆSKAN 83ÁRA 3. tbl. 83. árg. Ritstjóri: GRÍMUR ENGILBERTS, ritstjórn og skrifstota: Laugavegi 56, sími 10248, heimasími 12042. Framkvæmdastjóri: KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, heimasími 23230. Afgreiðslumaður: SIGURÐUR KÁRI JÓHANNSSON, heimasími 18464. Afgreiðsla: Laugavegi 56, sími 17336. — Gjalddagi er 1. apríl. — Utanáskrift: Æskan, pósthólf 14, Reykjavík. Póstgíró: 14014. Útgefandi Stórstúka Islands. — Prentsmiðjan Oddi hf. Mars 1982 24. mars í fyrra voru liðin fimmtíu ár frá því að fluglína var fyst notuð við björgun skipbrotsmanna úr sjávarháska viö ísland. Síðan þá hafa fluglínutæki komið við sögu f|estra strandbjargana hérlendis. það var nýstofnuð deild innan Slysavarnafélags (s- !ands, Þorbjörn í Grindavík, sem fyrst notaði fluglínutæki viö björgun. Deildin var stofnuð 2. nóvember árið 1930, en þá nokkru áður hafði Slysavarnarfélagið keypt flug- linutæki og komið þeim fyrir í geymslu hjá Einari Einars- sVni í Krosshúsum í Grindavík, en hann var einn af frumkvöðlum slysavarnastarfsins þar og fyrsti formaður öeildarinnar. Hafði Jón E. Bergsveinsson fyrsti erindreki S|ysavarnafélags Islands komið til Grindavíkur og kennt heimamönnum að fara með tæki þessi, en þau voru þá tiltölulega ný af nálinni, og notkun þeirra við bjarganir ekki orðin almenn. Aðfararnótt 24. mars 1931, röskum fimm mánuðum eftir að Slysavarnadeildin Þorbjörn var stofnuð, varð þess Varf að togari var strandaóur undan bænum Hrauni austan við Grindavík. Tók skipið, sem var Cap Fagnet frá ^écamp í Frakklandi, niðri alllangt frá landi, en barst S|ðan yfir skerjagarð og festist skammt frá ströndinni. þeyttu skipverjar eimpípur skipsins og gáfu þannig til kynna að þeir væru í nauðum staddir. ^rá Hrauni var maður strax sendur til Grindavíkur og björgunarsveitin kölluð út. Voru björgunartækin sett á öifreið og haldið áleiðis að Hrauni, en ekki var bílfært alla ieiöina á strandstað og varð því að bera tækin síðasta spölinn. Á meðan beðið var björgunar freistuðu skiPverjar á Cap Fagnet þess að láta línu reka í land, en þær fiiraunir mistókust og þótti skipverjum því tvísýnt að tak- asf mætti að koma á sambandi milli skips og lands. Um hið fyrsta fluglínuskot til björgunar úr strönduðu skiPi segir svo í 1. bindi bókaflokksins ,,Þrautgóðir á raunastund", björgunar- og sjóslysasögu íslands: ■ .Einar og Guðmundur verða sammála um miðunina. Aiit er tilbúið fyrir skotið. Guðmundur Erlendsson tekur í 9|kkinn. Hamarinn smellur fram og sprengir Puðurskotið í byssunni. Á sama andartaki kveikir Það í eldflauginni og hún þýtur af stað með háværu hvisshljóði. [ fyrsta skipti hefur verið skotið úr línubyssu til björgunar á íslandi. Mennirnir fylgjast spenntir með eldflauginni, þar sem hún klýfur loftið. Skotið heppnast prýðilega. Línan kemur yfir skipið, rétt fyrir framan stjórnpallinn. Það er auðvelt fyrir skipsmenn að ná til hennar. Þeir verða reyndar að sæta lagi að ná henni, en skjótt er hún í þeirra höndum. Samband er fengið við land." Björgun skipbrotsmannanna 38 af Cap Fagnet gekk að óskum, en þó mátti ekki tæpara standa, þar sem aðeíns nokkrum klukkustundum eftir björgunina hafði skipið brotnað í spón á strandstaðnum. Þessi björgun færði mönnum heim sanninn um hve mikilvægur björgunarbúnaður fluglínutækin voru og flýtti fyrir útbreiðslu þeirra. Leið ekki á löngu uns slík tæki voru komin til allra deilda Slysavarnafélags (slands umhverfis landið. Hún er ekki löng sjávargatan frá Reykjanestá austur á Hraunsfjörur, en þar hafa mörg skipin strandað og oftast í stormi og foráttu brimi. það hefur því reynt á dugnað, i Jón Baldvinsson á strandstað við Reykjanes. Árgangurinn kostar kr. 270.00.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.