Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1982, Blaðsíða 49

Æskan - 01.03.1982, Blaðsíða 49
Fyrir nokkuð mörgum árum hélt læknafélagið breska fund, þar sem m- a. var rætt um svokallað ,,sjötta skilningarvit" dýra og var hið sjötta tmnnig, að dýrin fengju vitneskju um Þættur, löngu áður en menn yrðu Þeirra varir. Vísindamennirnir komust aö Þeirri niðurstöðu, að hundar m. a. hefðu slíkt skilningarvit. — Eitt dæmi Um þetta varö í jarðskjálftunum miklu í ^elutschistan 1935, þegar fjöldi húsa hrundi. — Henry T. Holland, yfir- laeknir við sjúkrahúsið þar, skýrði frá Því. aö jarðskjálftanóttina hefði einn v'hur sinn vaknað við það, að hundur hans stóð við rúmið og togaði í náttföt hans. Maðurinn hélt að innbrotsþjófar mundu vera komnir inn í húsið, fór á faatur, tók sér marghleypu í hönd og leitaði um allt. Þar voru engir þjófar, en hundurinn stóð alltaf við útidyrnar °9 klóraði í hurðina. Maðurinn opnaði Þa og fór út í garðinn, en í sama bili re'ð jarðskjálftinn yfir og húsið h^undi. Mundi hann hafa orðið undir hv|. ef hundurinn hefði ekki gert honum aðvart. Sir Henry sagði líka frá tveimur svipuðum dæmum að hundar hafi °rðið mjög órólegir nokkru áður en jaróskjálfti kom, og ekki linnt látum fVrr on þeim var hleypt út. 1 íslenskum þjóðsögum er getið um n°kkur dæmi þess, að dýr hafi hug- b°ð um yfirvofandi hættu eða séu 9aadd 6. skilningarvitinu. Má þar t. d. nefna söguna um hrafninn, sem teygði stúlku í brott frá bæ skömmu áður en skriða féll á bæ og bjargaði með því i'fi hennar. Getið er og þess með Sennindum, að kvöldið áður en jarð- skjálftarnir miklu á Suðurlandi 1896 hófust, hafi fólk á nokkrum bæjum ier|t í mestu vandræðum með aö k°ma kúnum í fjós. En á þessum bæjum hrundu fjósin í jarðskjálft- unurn. En það voru fleiri en kýrnar, sem virtust hafa hugboð um jarðskjálftana 1896, eftir því sem Tryggvi Gunnars- son skýrir frá í Dýravininum. Þar er haft eftir sannorðum manni, að í Ásukoti í Flóa hafi kisa legið með kettlíng sinn inni í baðstofu, en dag- inn fyrir jarðskjálftana sást hún komin útátún, dröslandi meö kettlinginn. En morguninn eftir, þegar baðstofan var fallin, fannst kisa með kettling sinn úti í fjárhúsgarða, og var það hús eitt af fáum, sem uppi stóð á bæ þessum. Ennfremur er þess getið, að hrafnar og aðrir fuglar, sem höfðu aðsetur sitt í Ingólfsfjalli og undir því, sáust, daginn áður en hræringarnar hófust fljúga þaðan í stórum hópum ofan á sléttlendið og fram um allan Flóa, enda féllu víða skriður úr fjallinu í jarðskjálftunum, svo að ekki hefði verið hollt að eiga þar náttból, hvorki í fjallinu né undir því. Úr Dýravininum (14. hefti) er og eftirfarandi frásögn tekin: Snemma á sumrinu 1845 urðu menn þess varir að mýs voru að flytja sig af ofanverðu Landi yfir Þjórsá og út í Gnúpverjahrepp. Var sá flutn- ingur með þeim hætti, að mýsnar sátu á kúaskánum, sem voru harðar, og notuðu þær sem ferjubáta til flutnings yfir ána á svonefndu Gaukshöfða- vaði, en þar var áin straumlítil. — Þetta sáu og sögðu sannorðir menn. Sama sumar hóf Hekla gamla upp raust sína og tók að gjósa. — Lengi eftir þetta var á orði haft hve lítið var um mýs á Rangárvöllum og Landi, en veturinn næsta eftir gosið varð lítið varið fyrir músagangi vestan Þjórsár. — En mýsnar hafa hugboð um fleira en eldgos og jarðskjálfta, enda hefur þjóðtrúin tekið mark á háttum þeirra. — Hafa menn t. d. tekið eftir því, að það muni vita á harðan vetur, ef mikið er um músagang heima við bæina á haustnóttum, eða fyrri part vetrar, á meðan veðrátta er þó sæmilega góð. Annars virðist margt í veðurspám dýranna benda til þess, að þau séu gædd sjötta skilningarvitinu, svo sem ótalmargar sögur af háttum dýra vitna 1939 — Þetta er sama verksmiðjan — ég lét bara stækka myndina til þess að sýna lánardrottnunum. Skrýtlur. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.