Æskan - 01.03.1982, Page 52
SAGAN UM KRISTOFER KOLUMRUS
9. Nú var óendanlegt haf á allar hliðar og staðvindur á eftir. Áhöfnin á
skipinu trúði því statt og stöðugt að jörðin væri flöt, og að skipin gætu siglt út af
henni þegar minnst varði, og það var erfitt að hafa stjórn á mannskapnum.
Kólumbus varð að halda tvær skipsbækur, í annarri voru skrifaðar réttar
staðarathuganir en hin var handa skipshöfninni og sýndi miklu minni fjarlægóir
en rétt var. Oft sáust skýjamyndanir sem líktust landi við sjóndeildarhringinn,
en alltaf reyndist það tál.
10. í byrjun október fóru fuglar að sjást. Næstu daga fjölgaði þeim óðum og
nú sást líka rekaviður og greinar á floti, sem bentu á að skipin væru að nálgast
land. Og 12. október, snemma um morguninn heyrðist varðmaðurinn uppi í
reiðanum hrópa: ,,Land framundan!" Takmarki ferðarinnar var loksins náð og
sjóleiðin til Indlands var fundin.
Hver ósköpin eru að sjá þig, kunningi-
Hefurðu orðið fyrir bifreiðarslysi?
Nei, en hann Brandur er kominn heim úr
brúðkaupsferð. Og það var ég, sem ráð-
lagði honum að gifta sig.
11. í dögun morguninn eftir steig Kólumbus á land og lýsti yfir því að þetta
land væri spönsk nýlenda. (búarnir sem þarna voru fyrir sýndu þeim enga
mótstöðu og innan skamms höfðu þeir gert komumönnum skiljanlegt, að gull
fyndist sunnar. Áður en Kólumbus fór úr þessum stað skírði hann hann
Salvador. Eftir þriggja daga siglingu fram hjá fjölda af frjósömum eyjum komst
leiðangurinn til Kúbu. Þar var numið staðar og leiðangursmenn gerðu þaö sem
þeir gátu til að koma sér í mjúkinn hjá Indíánunum, sem þeir hittu þarna.
12. Á Kúbu fann Kólumbus það, sem honum þótti mestu skipta, nefnilega
gull. Að vísu voru engar gullnámur á Kúbu, en í musterunum þar var allt fullt af
skrautgripum og guðamyndum úr skíru gulli, og þótti hvítu mönnunum hnífur
sinn komast í feitt. Annað sá Kólumbus þarna, sem honum þótti skrítið: inn-
fædda fólkið reykti þurrkuð blöð af jurt sem óx þarna. Menn Kólumbusar
reyndu þetta og þótti gott. Það var tóbakið, sem Evrópumenn kynntust nú í
fyrsta skipti.
Skrýtlur.
— Hvers vegna er póstflutnings-
vagninn hafður fremstur í brautar-
lestinni?
— Til þess að pósturinn komi sem
fljótast á áfangastaðinn.
48
iESKKN