Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1982, Síða 9

Æskan - 01.04.1982, Síða 9
LANG VINSÆLASTA TÓMSTUNDAIÐJAN Ekkert tómstundagaman er vinsælla eöa meir stundaö hér á landi en íþróttir. Samkvæmt upplýsingum frá ■þróttasambandi íslands stunda rúm- leSa sjötíu og þrjú þúsund manns einhverjar íþróttir á vegum íþrótta- og Ungmennafélaga innan sambands- ins- Eru þá varla öll kurl komin til Srafar í þeim efnum, því margir iðka 'þróttir utan allra félaga. Samkvæmt áðurnefndri skýrslu er knattspyrna langvinsælasta íþrótta- 9reinin. Tæplega sautján þúsund ^anns stunda hana. Um tíu þúsund eru v'ð handknattleik, fjögur þúsund °9 fimm hundruð í körfuboltanum, 32°0 í fimleikum, 7800 iðka frjálsar 'Þnóttir, rúmlega 4400 badminton, 5400 sund, 2500 blak, 2200 borð- tennis, tæplega 1900 golf, 350 ís- lenska glímu, 846 skautahlaup, 130 róður, 582 skotfimi, 590 júdó, 92 kastíþróttir, 862 lyftingar, 407 sigling- ar og 39 curling og bogfimi. Nú má telja víst að þarna sé oft og tíðum um sömu einstaklingana að ræða, sem taldir séu oftar en einu sinni í skýrslu íþróttasambandsins. íþróttir eru þrátt fyrir það tvímæla- laust vinsælasta tómstundagaman fólks, einkum yngri kynslóðanna. Þá höfum við hinsvegar ekki talið þá með, sem hafa það fyrir tóm- stundagaman að horfa á keppni í íþróttum, en sá hópur er býsna stór, sem sækir kappleiki eða þá horfir á íþróttir í sjónvarpi. Þessir áhorfendur verða tæpast taldir iðkendur íþrótta, en engu að síður eru íþróttirnar þeim tómstundagaman. .. j ser á bak sínu eigin hjóli, en hann komst ekki langt. Þegar hann ætlaði ut um hliðió, lokaði Ingvar leiðinni með hjólinu sínu. '.Hvað vilt þú?“ hvæsti Ragnar og reyndi að komast áfram. ”£g sá, hvað þú gerðir við hjólin," Sa9ði Ingvar kuldalega. "Hvað með þaö?“ sagði Ragnar frekjulega. ■■Viltu fá sannanir?" >.Flyttu þig, smábarn!" In9var flautaði fyrirfram ákveðiö merki, og Björn kom þjótandi út úr 9arðinum. Berta kom líka fram úr e'ustað sínum. Hún vissi, hvað ^ún átti að gera og hljóp upp tröpp- Urnar til skólastjórans og gleymdi að ería að dyrum. "^ú höfum við hann!“ hrópaði hún, Sv° aö skólastjórinn hentist til í stóln- Urri- ..Nú höfum við hann. Komið eins °9 skot!“ ^ún sneri sér við og hljóp á undan niður tröppurnar. Bergur kennari, sem hafði verið að tala við skólastjór- ann, fór á eftir henni og skólastjórinn kom á hæla hans. Það var heljarslagur í gangi fyrir utan skólahlióið. Ingvar hafði fengið blóðnasir og var úr leik, en Björn þvældist fyrir Ragnari. Ragnar reyndi oftar en einu sinni að komast undan á hjólinu, en Björn hékk í þvíog tókst að hrista hann af því aftur. Nú slógust þeir, svo að blóðið lak af andlitum þeirra. Ragnar var sterkari en Björn og var að því kominn að fella hann, þegar tveir sterkir armar gripu hann aftan frá og lyftu honum upp. Það var Bergur kennari, sem var kominn á vettvang. ,,Svo að það náðist í þig núna,“ sagði hann og hélt æstum drengnum eins og í skrúfstykki. „Hérna sjáið þið síðustu skemmd- arverkin," sagði Berta og sýndi hjólin. ,,Og ef þið trúið því ekki núna, að það sé hann, sem hefur gert það," hélt Björn áfram og benti á myndavélina, ,,þá hef ég hér tvær myndir af óþokk- anum, meðan hann var aó því.“ Bergur kennari og skólastjórinn stönsuðu — með Ragnar vel geymd- an á milli sín. ,,Eruð það þið, sem eruð . . .?“ byrjaði Bergur kennari og brosti. ,,Nei, ekki lengur," tók Ingfvar fram í fyrir honum. ,,Við vorum, heitir það héðan af, því að nú verðum við að finna upp á einhverju öðru." ,,Þakka ykkur kærlega fyrir," sagði skólastjórinn og kinkaði kolli til þeirra. ,,Það var gott, að þið gátuð aflað sannana." — Hann snerist á hæli og gekk upp tröppurnar að skrifstofunni, en Bergur kennari kom á eftir með Ragnar. Heill hópur hafði safnast saman kringum þau þrjú, spurningarnar dundu á þeim og heil halarófa af krökkum fylgdi þeim heim á leið, og forvitnar mæður og feður stönsuðu og spurðu, hvað hefði gerst. Það var ekki fyrr en þau voru komin heim í garð til Ingvars, að þau fengu að vera í friði. Ingvar stundi þungan og sagði: ,,Nú fór illa. Nú er þetta gaman búið að vera." Skátablaðið, H. A. þýddi. 9

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.