Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 12

Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 12
Galdramaðurinn Lúrifaks hafði verið hirð-galdramaður í mörg herrans ár. En þetta var alls ekki neinn hægðar- leikur. Hann hafði að vísu ennþá getaö gert kónginum til hæfis. Ef Lúrifaks hafði góða flugeldasýningu á afmæl- isdaginn hans, með miklu af skellum og smellum og flugeldum og stórum sólum og svo eitthvað, sem kom alveg á óvart — þá heimtaði kóngurinn ekki meira. Stundum kom það fyrir að einhver ráðherrann hafði verið óþægur við kónginn og þá sagði hann við Lúri- faks: — Heyrðu Lúrifaks gamli, viltu ekki reyna að breyta þessu ráðherraskrifli í frosk eða kónguló — hann fer í taug- arnar á mér. Þetta var nú alls ekki erfitt, sérstak- lega af því að álögin áttu sjaldan að standa lengi. — Hvers vegna á ég að vera að breyta honum til langframa, hugsaði Lúrifaks með sér — ég er viss um að ráðherrann afber ekki að vera of lengi í pyttinum og leika frosk — enda er kalt ( veðrinu núna — það er hollara að hann komist heim til sín sem fyrst. Svona var Lúrifaks; hann reyndi að gera öllum til hæfis. Hann hafði lítið fyrir galdrinum og kóngurinn varð glaður, af því að Lúrifaks hlýddi hon- um og breytti ráðherranum í frosk, og ráðherrann varð glaður vegna þess að hann breyttist úr frosk í ráðherra eftir klukkutíma eða þar um bil — það var svo skrambi kalt og ógeðslegt þarna í pyttinum. En þó að þaö væri ekki mjög mikill vandi að gera kónginum til hæfis, þá var öðru máli að gegna með drottn- inguna. — Mikil vandræði eru þaö hve kvenfólkið er duttlungafullt, sagði Lúrifaks, þegar hann hafði þurft að breyta háralit drottningarinnar sjö sinnum á einni viku. Enginn mundi nú framar hvaða litur hafði veriö á hári drottningar- innar í fyrstu, en lengi vel hafði hún að minnsta kosti verið með glóbjarta lokka, alveg eins og ævintýraprins- essa. Svo var það einn daginn að hún kallaði Lúrifaks fyrir sig og sagði: — Mér leiðist þetta glóbjarta hár, gerið þér það svart og hrokkið. Nú var Lúrifaks talsvert þreyttur þegar hann byrjaði á hárlituninni, og svo var hann ekki alveg viss um hvernig tískan var á SEX BREYTINGAR Ef þú lítur snögglega á þessar myndir virðast þær eins, en farir þú að at- huga þær nánar, þá sérðu, að neðri myndin er gjörólík þeirri efri. Getur þú fundið, það sem er öðruvísi? 'jSIA njgo ja Qaji 9 juujpuAui e |Bnj ja gecj ■g -juujpuÁui juujij e nuj6e| j su;a j5j>|a ja ujBaui ejBæij uujuujais 'tr 'JnjJCAS ja uuj6ej>{ e 'jeujnxnq e jbjuba uu; -ddeuq ueuuv z unjÁa qja QjJBH '|. UVONIÍA3U9 X3S hárgreiðslustofunum. Svo mikið er víst, að'drottningin varð fjúkandi reið þegar hún leit í spegilinn. — Negralubbi! hvæsti hún. Ég lít út eins og ég hafi verið hársnyrt á fimmta flokks hárgreiöslustofu. Lúrifaks veslingurinn afsakaði sig og lofaði að laga þetta — og nú var hárið slétt, en um leið einhvern veg- inn svo undarlega steingrátt, að drottningin sagðist vera eins og ný- burstuð eldavél. — Það er liturinn, hann er ekki vel endingargóður, sagði galdramaður- inn og afsakaði sig, — ættum við ekki að gera það gljóbjart aftur? — Ég er hundleið á þeim lit, en kannski þér gerið það jarpt, sagði drottningin. En nú fór svo illa að drottningunni líkaði ekki jarpi liturinn, sem Lúrifaks hafði valió, þó að hann reyndist end- ingargóður. Það stoðaði ekkert þó að hann breytti áferðinni á hárinu þrisvar sinnum, með alls konar bylgjum og krullum — drottningin espaðist meir og meir. — Ég vil hafa eitthvað ,,smart“ — eitthvað sem fólk tekur eftir, sagði hún. Notaðu vitið, ef nokkur glóra er í þér maður. Lúrifaks lá við að efast um það, því að hann var orðinn svo þreyttur og hann lofaði sér því að hann skyldi fá sér langt frí þegar þetta væri búið. Og svo breytti hann hárinu í sjöunda sinn. Það varð rautt — eldrautt — log- andi rautt! — Fólk tekur eftir þessu, hugsaði hann ánægður, en drottningin var ekki alveg á sama máli. — Ertu brjál- aður, maður?orgaði hún. — Rautt! — Veistu ekki að rautt táknar hættu? En nú fór aumingja Lúrifaks að sjá rautt. Hann varð sótvondur. — Ef það táknar hættu þá er það ekki nema gott! sagði hann, — því að nú er ég reiður — og nú fer ég. Hann var hinn reiðilegasti og drottningin þorði ekki að stöðva hann. Hver veit nema hann breytti henni í einhverja ófreskju eða kvikindi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.