Æskan - 01.04.1982, Page 20
LAND
FJOLSKYLDUÞMTUR
j umsjá Kirkjumálanefndar Bandalags kvenna í Reykjavík.
Kæru börn og ungmenni, sem lesið barnablaðið
Æskuna, til ykkar langar mig aö beina oröum mín-
um, þaö er varðandi umhverfi okkar, en hvað er
umhverfi? Það er eflaust landið, loftið, hafið, fólkið
og allt lífið er þrífst á hverjum staö.
Erindið sem ég á við ykkur, elskulega æskufólk
íslands, er að biöja ykkur að hjálpa okkur að fara
vel meó íslenska umhverfiö og okkur sjálf, því það
hlýtur að fara saman, viö og umhverfið, en góður
maður fer græóandi sinn veg, í margvíslegum
skilningi.
Það er eitt atriði af mörgum, sem ég vil vekja
sérstaka athygli á, en það er meðferð okkar á gleri.
Mig undrar að sjá allt þaö gler, sem liggur út um allt,
brotið mjölinu smærra. Það er hryllilegt aö sjá, og
stórhættulegt mönnum og málleysingjum. Þaó er
eins og hvergi megi vera heil rúöa í auðu húsi, eöa
heil flaska á vegi manns, — allt skal brotið. — Það
er sorglegt að vita að slíkt hugarfar skuli búa í
nokkrum Islendingi. Hvaö veldur, höfum við ekki
næga greind?
Það var brýnt fyrir okkur krökkunum þegar ég var
barn, aö fara varlega með brothætt gler. Gildi þess
var margþætt, t. d. — að fara vel með verðmæti, —
aö halda umhverfinu snyrtilegu, — að efla siðferö-
iskennd, — aó koma í veg fyrir að menn og dýr yrðu
fyrir fjörtjóni.
Mig langar að segja ykkur sögu af ungum dreng,
nágranna mínum og frænda. Það var í vor er leið,
að ég sá Helga litla koma gangandi eftir göngu-
stígnum fyrir utan húsiö mitt, meö óbrotna flösku í
hendi, ég spurði hann hvað hann ætlaði aó gera við
flöskuna, því ég óttaðist aö nú ætti aó brjóta grip-
inn. En svar og athugasemd drengsins vakti mikla
hrifningu mína, og von um betri heim, hann sagði:
,,Ég var hræddur um aö flaskan yrði brotin, og þá
gæti veriö að hundurinn minn skærist á glerbrot-
unum“. Mér leið betur á eftir, auðheyrt var aö kær-
leikur drengsins og umhyggja fyrir þeim er hann
hafði í umsjá sinni, var forsenda gjöröa hans. Er þá
HJ Si
7~7