Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1982, Side 22

Æskan - 01.04.1982, Side 22
í dagblöðum bæjarins var dag nokkurn sagt frá Ijótum glæp, sem framinn hafði verió. Afbrotamaö- urinn var ungur maður, sem allir í bænum þekktu. Það skildi enginn, hvernig hann, sem allir höföu álitið góóan dreng, og haft á honum mikið álit, heföi getaö drýgt þennan voóalega glæp. En skýringin kom. Eftir að hann hafði verið látinn í fangelsiö, gerði lögreglan húsrannsókn heima hjá honum. Allar hillur voru fullar af bókum. En hvers konar bækur voru það? Flestar bækurnar voru þaö sem kallaðar eru ,,sorprit“. Hann hafði gleypt í sig efni þessara vondu bóka, svo hugur hans fylltist af Ijótum hugsunum. Líklega hefur hann haldið, að hann gæti ráðið við hugsanir sínar, svo efni þetta heföi ekki áhrif á hann, eöa hann hefur alls ekki gert ráð fyrir hinum vondu áhrifum af þessum lestri. En þar skjátlaðist honum hrapallega. Efni bókanna fékk vald yfir honum. Farðu varlega í vali á lesefni. Lestu góðar bæk- ur. Vendu þig á að hugsa fallegar hugsanir. Láttu aldrei Ijótar hugsanir festast í huga þínum. Það eru farnar herferðir og kröfugöngur til að mótmæla bæöi einu og öðru. Því ekki að gera her- ferð gegn allskonar skemmdarstarfsemi, eins og því t. d. aó brjóta rúöur og flöskur, svo gler liggur úti um allt fólki til ama og skaða. Æfa sig í snyrti- mennsku, t. d. meó því að henda aldrei frá sér neinu rusli, ekki einu sinni karamellubréfi, eða bréfi utan af tyggjó, en láta það í ruslakörfu eða geyma þaó í vasa eóa veski þangað til maður kemur heim. Ég sá einu sinni afskaplega fína og huggulega konu á Austurvelli, hún var aö beygja inn á Lækj- argötuna, og um leið var hún eitthvaö aó bauka í höndunum. Það sýndi sig að hún var að taka utan af tyggjópakka, og svo stakk hún upp í sig tyggjó- inu, og ekkert var athugavert við það, en þaó sem vakti furóu mína var þaó, að hún fleygði bréfinu á götuna. Þá fannst mér hún ekkert fín lengur. Sem betur fer hef ég séð marga nota litlu grænu föturn- ar, sem eru festar á staura svo að vegfarendur geti losað sig við rusl, en sumstaðar er óttalegt á aó líta. Veljum það sem vorverkefni að stuðla aö hreinni og snyrtilegri bæ eða borg — eða umhverfi. Hjálþumst að því aö gera landið okkar enn þá fegurra heldur en það er. Svo getum við kannski líka hugsaö um meiri prúðmennsku í umgengni viö annað fólk. Gamall maður nærri blindur ætlaði aö stíga upp í strætisvagn um daginn, þá kom hópur af skóla- unglingum ruddist fram fyrir hann, hann og ég stóóum ein eftir. ,,Sjá nú þetta“ varð mér aó orði. ,,Blessuð góóa, maður er orðinn svo vanur þessu, þau ryðjast alltaf á undan", sagöi hann. Athugið, aö vagninn fer aldrei af stað fyrr en allir eru komnir upp í hann. Gangi ykkur nú vel meó vorverkin, krakkar mínir. Ég tek fram aö góði hópurinn er stærri en sá slæmi, en takmarkið er: Allir góðir. Kveðja frá H. T.-ömmu UNDARLEG UPPSKERA Haust eitt voru hjón nokkur að taka upp gulrófur úrgarði sínum, og er þau höfðu verið að um stund, skruppu þau inn í hús sitt til að fá sér kaffi- sopa. — Ófyrirleitinn strákur, sem átti þar leið um, hljóp heim til sín og sótti blóðmörskepp, batt hann við eitt rófugrasið og gróf hann í garðinum, svo að grasið stóð upp úr. Síðan lá hann í leyni og beið eftir því að hjónin færu aftur í garðinn. Ekki leið á löngu, þar til þau komu og fóru að taka upP aftur. Og þiö hefðuð bara átt að sjá undrunarsvipinn á þeim þegar þau sáu blóðmörskepp hanga á einu grasinu. Þau ráku upp svo stór augu, að þau minntu helst á augu í frosinni ýsu. 22

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.