Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1982, Side 23

Æskan - 01.04.1982, Side 23
ífsþróttur fuglanna er í samræmi v'ð litskrúð þeirra og dillandi söng. Líkamshiti þeirra er 40 til 43 stig, og allir sem horft hafa á fugl á stuttu færi ^jóta að hafa tekið eftir, hvernig lík- ami óans titrar allur í takt við öran og ákafan hjartslátt hans. Slík vél hlýtur aö ganga fyrir fullum krafti, enda er Óað svo. Þegar fuglinn andar að sér erst loftið ekki aðeins ofan í lungu, en heldur áfram eftir ótal smáum loft- *öum inn í loftbelgi, er fylla allt rúm í 'kama fuglsins, sem líffærin taka ekki- Auk þess eru loftbelgirnir í sam- andi við bein fuglsins, sem eru hol 'nnan, en ekki full af merg eins °9 i öðrum dýrum. Þessir vara- !’j°ftgeymar“ leggja til eldsneytið 1 'fsorku fuglsins, og stuðla jafnframt a^ því að gera hann léttari á fluginu. Kvenfuglarnir í hverri tegund fyrir Sl9 verpa álíka mörgum eggjum: rauðbrystingurinn þrem til fimm, krían Veirn til þrem o. s. frv., en ef eitthvert e99janna er tekið, verpa þær oft öðr- arT1 i staðinn. Þessi „varasjóður ynstofnsins" getur stundum verið 0 rúlega mikill. Fyrir fimmtíu árum var e ýh frá því í tímaritinu The Auk, að 'n óefðu verið öll eggin nema eitt Ja spætu nokkurri. Stuldurinn var ^ndurfekinn á hverjum degi þangað ^ ^ón hætti að verpa í skarðið. Þá ^ói hún verpt 71 eggi á 23 dögum! afvælaöflun foreldranna handa ungunum getur verið ótrúlega fyrir- hafnarsöm. Ungar sem eru að byrja að fljúga éta stundum meira en þyngd sína á sólarhring. Dr. Arthur A. Allen, prófessor við Cornellháskóla, segir frá því að taldar höfðu verið matfangaferðir músarrindilsmóður frá sólarupprás til sólarlags. Hún fór 1217 ferðir. Hvernig fer fuglamóðirin að því að ákveða, hvaða unga hún eigi að fæða í hvert skipti? Náttúran hefur ieyst þann vanda með því að innrétta kok unganna þannig að þeir eru þeim mun lengur að kyngja sem þeir hafa fengið meira í magann. Móðirin lætur matinn í ginið á einhverjum unganna, og ef unginn gleypir ekki bitann strax, tekur hún hann aftur og setur í ginið á öðrum. Unginn sem gleypir bitann strax er svangur. Af því að fuglarnir hafa engar tenn- ur verða þeirr að „tyggja" fæðuna í fóarninu, sem er hluti af maganum. j því eru vöðvaþykkildi, sem mala fæð- una líkt og korn milli kvarnasteina, auk þess sem meltingarvökvarnir eru mjög sterkir. Þeir gleypa líka sand og smásteina, sem setjast í fóarnið og hjálpa til að mylja fæðuna. Æðarfugl- inn gleypir til dæmis heila skelfiska og krabbadýr og mylur skeljarnar í fó- arninu svo að þær verða að fínum kalksandi. Eins og flest villt dýr eru fuglarnir gæddir ýmsum skynjunarhæfileikum, sem manninn skortir alveg eða eru mjög lítið þroskaðir hjá honum. Merkilegastur þeirra er ef til vill næm- leikinn yfir áttum. Menn hafa getið þess til, að fuglarnir skynji segul- strauma jarðarinnar, séu eins konar lifandi áttavitar. Eitt sinn voru teknar sjö svölur nálægt hreiðrum sínum í Bremen í Þýskalandi, þær merktar með rauðum lit, farið með þær íflugvél til Croydon á Englandi og sleppt þar. Snemma næsta dag voru fimm þeirra aftur komnar í hreiðrin sín í Bremen. Hvar er Hollendingurinn fljúgandi? 23

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.