Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 24

Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 24
Áki átti afmælisdag, og voru honum gefnar margar gjafir. Var hann mjög hugfanginn af þeim. Systkini hans, Preben sem var yngri en Áki og Minna systir hans voru ekki eins forviða því að þau vissu hvað átti að gefa bróður þeirra. Eða vissu um margar gjafirnar áður en hann fékk þær. En svo kom stór askja vafin innan í silkipappír. Þau vissu ekkert hvað í öskju þessari var og urðu mjög forvit- in. „Taktu upp úr öskjunni, Áki. En gerðu það með varúð,“ sagði Minna. Hún fór sjálf að taka bréfið utan af öskjunni. ,,Nei, sjáið þið,“ mælti Preben. Hann var svo ákafur að hann var kominn með höfuðið niður í öskjuna. „Flugvél! Flugvél sem getur flogið þegar við kippum í teygjubandið," sagði Áki sigri hrósandi, og horfði aðdáunaraugum á þennan dásam- lega hlut. Minna mælti: ,,Þú hefur fengið svo margar góðar afmælisgjafir." Hún leit í kringum sig. ,,Þú hefur fengió bíl, sem hægt er að vinda upp, eimvagn og flugvél. Þetta þyrfti að vera ekta, þá gætum við ferðast." ,,Þú gleymir mér sem er þýðingar- meiri en hitt allt til samans,“ sagði rödd út í horni. Svo kom hnegg. Börnin urðu forviða og horfðu út í hornið. Þar stóð gamli rugguhestur- inn. ,,Já, það er ég sem tala. Ég sagði að þú hefðir gleymt mér," sagði hann. ,,Skárra er það nú,“ hvæsti eim- vagninn með hæðnishreim í röddinni. ,,Hver ríður hestum nú á dögum? Þegar menn fara í feröalög fara þeir með járnbrautarlestum." ,,Þér skjátlast, “ mælti bíllinn. ,,Járnbrautarlestir eru orðnar álíka úr- elt samgöngutæki og hestar. Þær eru þó enn notaðar til vöruflutninga að einhverju leyti. Það er allt og sumt. Ef menn vilja komast fljótt og vel leiðar sinnar þá nota þeir bíl.“ ,,Þið eruð öll jafnheimsk," sagði flugvélin yfirlætislega. ,,Þið eruð gamli tíminn, en ég, ég er framtíðarsamgöngutækið. Ég ber framtíðina á vængjunum. Ég sigra ykkur öll.“ Börnin sátu orðlaus af undrun og horfðu hvert á annað. Svo mælti Áki fyrirvaralaust: „Eigum við að efna til veðhlaups eða kapphlaups? Þá getum við séð hver kemst fyrst leióar sinnar. Það er ekki fullnægjandi að grobba einungis. Ég álít aó flugvélin verói hlutskörp- ust.“ Flugvélin mælti: „Farðu inn í mig, og viö skulum sýna hinum að ég er framtíðarsamgöngutækiö.“ Preben sagði: „Ég hefi mesta trú á bílnum. Ég ætla að aka í honum." VEÐHLAUPIÐ Minna sagði: „Gamli rugguhestur- inn hefur verið okkur trúr og tryggur. Ég ætla að ríða á honum." Og rugguhesturinn ruggaði sér af gleði. Hann mælti: „Við berum sigur úr býtum. Við er- um ekki öll þar sem viö erum séð.“ Það hvein í flugvélinni og bílnum er þau lögðu af staö. En eimvagninn stundi og hvæsti eins og þegar gufu er hleypt út. „Hvert eigum við að fara?“ spurði flugvélin, og var óþolinmóð. „Niður veginn, yfir engið, fram hjá skóginum og vatninu að stóra hóln- um, og heim aftur," mælti rugguhest- urinn. „Það er samþykkt," sögðu hin og þutu af stað með hvin og hávaða miklum. Minna veifaði til Áka, sem sat í flugvélinni. Hann veifaði líka. „Hann flýgur svo hátt. Ég vona að hann falli ekki til jarðar og meiði sig,“ sagði Minna. „Mér líður vel á bakinu á gamla vini mínum. Hann hefur aldrei ausið mér af sér.“ Preben var í bílnum, og var kominn drjúgan spöl áleiðis. En eimvagninn rann eftir þjóðveginum með töluverðu yfirlæti. Minna andvarpaði og mælti: „Þeir verða allir á undan okkur. En ég hef mest gaman af að ríða." Svo klappaði hún rugguhestinum. Þau voru nú komin yfir engið og nálguðust skóginn. Þá heyrðu þau eimvagninn kalla. „Komið og dragið mig upp. Fjöðrin er útgengin. Ég kemst ekki lengra." Eimvagninn hafói stöðvast við skóg- arjaðarinn og gat ekki mjakast úr stað. „Þarna hefur einn gefist upp. Við verðum þá ekki síðust," sagði ruggu- hesturinn. Minna játaði því. Svo sagði hún vió eimvagninn: „Ég hef ekki tíma til þess að „trekkja" þig upp. Bíddu þangað til við komum aftur." Svo reið hún áfram. KLUKKNAHLJÓMUR Ef þú vilt ennþá einu sinni heyra jólaklukkurnar hljóma getur þú gert þessa tilraun: Binda skal matskeið á miðjuna á löngum seglgarnsspotta eða bómullarþræði. Hnýttu hnúta á báða enda og haltu þeim með vísi- fingrunum inni í eyrunum. Svo lætur þú skeiðina sveiflast fram og aftur þar til hún slæst í vegg —, og þá skaltu bara heyra! 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.