Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1982, Side 25

Æskan - 01.04.1982, Side 25
SKUGGAMYNDIR HEIMA .1 Þegar hún kom að vatninu heyrði hún hósta og stunur í bílnum. Hann mælti: „Dragðu mig upp. Ég kemst ekki lengra.“ Preben hristi höfuðið og sagði: "Ég kann það ekki. Ég er ókunn- u9ur þessum útbúnaði. Geturðu ekki hjálpað okkur, Minna?" Hún svaraði: ,,Þegar ég kem aftur." Svo veifaði hún. Það var nú ekki orðið langt að stóra hólnum, þá heyrðist hvinur og sprengingar. Flugvélin sveif til jarðar, og lenti stutt frá hólnum. ’.Spenntu upp teygjubandið," sa9ði flugvélin. ,,Ég get ekki flogið lengra án þess.“ Áki fór að fást viö það. Minna hélt alla leið að hólnum. Þegar hún var komin þangað kallaði flun: ,,Ég skal nú hjálpa þér. Hugguhesturinn varð fyrstur hingaó." Hún fór af baki og hjálpaði Áka til Þess að koma flugvélinni af stað. Og innan skamms hafði hún hafið sig til flu9s. En flugvélin átti eftir spöl til hólsins. Minna kom svo til bílsins, ríð- andi á rugguhestinum. Hún hjálpaði t'1 að koma honum í gang. Bíllinn sneri V|ð og hélt heimleiðis, það gerði eim- Va9ninn einnig, eftir að Minna hafði hjálpað honum. Ot! börnin komu svo samtímis inn í stofuna. "Hugguhesturinn er bestur," mælti ^inna. Hún hélt um hálsinn á gamla hestinum. Áki horfði á flugvélina aðdáunar- augum, en Preben lét eimvagninn og bílinn þreyta kapphlaup um gólfið. Oll voru börnin ánægð. Þau höfðu skemmt sérvel. En kisi þó! Þetta hlýtur að vera einhver ^'sskilningur. Flest börn og jafnvel fullorðnir líka, hafa gaman af að framleiða sínar eigin myndir — skuggamyndir á vegg eða tjaldi. Þessar myndir getið þið framleitt á vegginn með þvíað hreyfa fingurna á mismunandi hátt. Þið getið búið til dýramyndir aliskonar, hunda, ketti, fugla, svín o.s.frv., og þið getið látið þau hreyfast eftir óskum, látið þau hreyfa eyrun, leggja kollhúfur, opna munninn o.s.frv. Reynið þið að líkja eftir þessum myndum sem þið sjáið hérna. Fáið þið reykjarpípuna hans pabba ykkar lánaða og búið þið til nefstóran karl með barðastóran hatt. Og svo skuluð þið búa til kisur og allskonar hunda. Þið getið reynt að búa til önnur og fleiri dýr en þið sjáið hérna, eða búa til myndir af fólki og ýmsum munum. Þetta reynir á hugmyndaauðgi ykkar, og auk þess getur verið skemmtilegt að sjá skoplegar myndir á veggnum ykkar, kannski myndir, sem þið hafið aldrei séð áður og sjáið aldrei framar. mmmmmm^mm • I' 25 mmammm

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.