Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 32
Nokkrar grundvallarupplýslngar lyrlr garðyrkluáhugalólk
GARÐURINN OG VORIÐ
Þeir sem ætla að rækta garðinn
sinn í sumar gera það ekki án áhalda.
Nauðsynlegt er, að áhöldin séu létt
og þannig úr garði gerð, að auðvelt
sé að beita þeim.
Þau áhöld, sem nauðsynleg teljast
við upphaf garðræktunar eru sláttu-
vél, stunguskófla og gaffall, garð-
Garðáhðlfl
hrífa og garðkanna eða slanga, því
þó oft sé vætusamt þarf að vökva
annað slagið, sérstaklega þegar
gróðursett er. Síðar má bæta við
verkfærum eins og kantskera, trjá-
klippum, limgerðisklippum og svo
framvegis, allt eftir stærð garða og
þörfum hvers og eins.
Undírbúningur jarðvegs
Nauðsynlegt er að undir-
búa vel þann jarðveg, sem
ætlunin er að gróðursetja í.
Loft og vatn þurfa að geta
leikið um moldina eigi plönt-
urnar að ná öruggri rótfestu.
Gróðursetning
Best er að gróðursetja
plöntur sem fyrst eftir að þær
hafa verið keyptar. Holan,
sem gróðursett er í, á að vera
það stór, að rætur plöntunnar
kuðlist ekki saman. Gott er að
vinna jarðveginn nokkru áður
en gróðursett er svo hann nái
að jafna sig áður en plantan er
sett niður. Að jafnaði ber að
vökva jarðveginn, þegar búið
er að gróðursetja í röku veðri,
að morgni til eóa að kvöldi, og
koma þannig í veg fyrir að
plönturnar þorni í sól og
þurrviðri.
Vökvun
Best er að vökva rækilega,
þegar það er gert, þannig a
efstu 20 sm jarðvegsins vökn1
og gott er að hafa vatnið y
volgt sé þess kostur. Ákjos
anlegast er að vökva kvöl s
eða morgna.
I
Hvenær er besti
tíminn til gróð-
ursetningar?
Limgerðisplöntur og trjáplöntur með berum rótum ætti
að gróðursetja um það bil þegar laufið springur út á
trjánum og helst ekki síðar en í byrjun júií...
Rósum er best að planta eins snemma og unnt er...
n
Greni og furu á að gróðursetja áður en þær taka að vaxa,
því nýi vöxturinn er afar viðkvæmur... þeim má líka
planta í lok sumars, þegar þær eru hættar að vaxa, Þ°
ekki síðar en í byrjun september...
Garðplöntur í pottum og fjölærar jurtir er óhætt að
gróðursetja allt sumarið. ..
Sumarblóm á að gróðursetja eins fljótt og veður leyfir>
miða skal þó við veðurþol hinna ýmsu tegunda.. ■
98