Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1982, Page 37

Æskan - 01.04.1982, Page 37
'V Baden-Powell. Af einstökum merkisatburðum í sö9u íslensks skátastarfs má nefna, aö fyrsta landsmót skáta var haldið í Þrastarskógi árið 1925. Síðan hafa landsmót verið haldin reglulega, nú S|öast í Kjaraskógi við Akureyri á sl. Surnri, og var það eitt fjölmennasta skátamót, sem haldið hefur verið hérlendis. Fyrsta utanferð skátaflokks var til Un9verjalands árið 1926, en síðan ^afa íslenskir skátar farið fjölmargar ^erðir á erlend skátamót og ráðstefn- Ur- Tengsl skátahreyfingarinnar ís- ensku við erlenda skáta hafa ætíð verið mikil, enda byggir skátastarf í eiminum á sömu grundvallarkenn- ln9unum, kenningum Baden-Powells. Þa má einnig geta merkra tíma- þegar íslenskir skátar fengu Skátafiokkurinn. Deildin. jörðina Úlfljótsvatn til ábúðar árið 1941. Þar hafa skátar rekið skáta- skóla og barnaheimili á sumrin, í fjölda mörg ár. I tilefni af þessum tímamótum var vígt nýtt skátaheimili við Snorrabraut í Reykjavík, auk þess var þessara afmæla minnst með margvíslegum hætti víða um land, en þá voru einnig liðin 125 ár frá fæð- ingu Baden-Powells. Þeir íslendingar eru ótaldir, sem notið hafa ánægju- legs félagsstarfs innan skátahreyf- ingarinnar. Starf hennar miðar að því að laða hið besta fram í einstaklingn- um, þroska hann til ábyrgðar og þjónustu við samfélagið. Æskan flytur skátahreyfingunni á Islandi heillaósk- ir á þessum tímamótum. HNÚTALEIKUR Nokkrir skátar sitja í röð við borð og hafa bundið fyrir augun. Sex eða sjö hnútar ganga á milli skátanna. Á eftir eiga þeir svo að segja hvað hnútarnir heita, og í hvaða röð þeir voru. I hitasumrum heimsækja mill- jarðar af engisprettum akrana í Bandaríkjunum, svo þéttir hópar að sums staðar má telja 300—400 á hverjum fermetra. Það er ógerningur að eyða þessum ófögnuði nema með því að dreifa eitri yfir akrana úr loft- inu, en af því að hér er um miklar víðáttur að ræða verður að nota flug- vélar til þess. Þó að þetta kosti mikið þá er það samt smáræði móts við það, sem engispretturnar eyðileggja. 33

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.