Æskan - 01.04.1982, Side 39
Það er alltaf að koma betur og betur í Ijós hvað músíkin
hefur mikil áhrif á fólk. Þannig espar pönk-rokkið upp-
reisnarandann upp í hlustandanum. Diskóið sljóvgar
heilastarfsemina um leið og það ertir taugarnar. Reggíið
ytir undir vímulöngun og andþjóðfélagslegar hugsanir.
Dinnerdjass og aðrar átakalitlar djasstegundir róa hug-
ann og taugarnar. Tilþrifamiklar djass-sveiflur og þróað
rokk örfa heilastarfsemina og efla tilfinningalífið. Svona
m®tti áfram telja.
vegna þessa er ástæða til að hafa örlítil áhrif á músík-
srriekkinn. — Láta hann ekki mótast algjörlega sjálfkrafa.
Svo er annaó: Það er ódýrara að hlusta á djass og þróað
r°kk en t. d. diskó eða skallapoppballöður. Skallapopp-
ílugurnar og diskótakturinn eru nefnilega svo voðalega
leiöigjörn. Þú hrífst kannski af einhverri skallapoppflug-
Unni. stekkur út í búð, kaupir plötuna, þýtur með hana
heim, hlustar á hana og, jú, þetta er allra skemmtilegasta
fluga. Þú hlustar á hana aftur.
En í þetta skipti er hún ekki eins skemmtileg. í þar
n®sta skipti er flugan leiðinleg. Eftir 2 — 3 skipti í viðbót
er hún orðin óþolandi. Svo óþolandi að þú hlustar ekki á
hana oftar.
þessu er öfugt fari með djassinn og þróaða rokkió.
Jafnvel bestu djass- og rokk-perlur geta virkar fráhrind-
andi þegar hlustað er á þær í fyrsta sinn. Þannig er t. d.
bápunktur íslensku rokk-sögunnar, lagið ,,Chile“, lítið
sPennandi þegar hlustað er á bestu íslensku rokk-plöt-
Una, ..Pláguna" hans Bubba, í fyrsta skipti. Þá eru það
lo9'n ..Segulstöóvarblús", ,,Bólivar“, ,,Þú hefur valið" og
titillagið sem heilla mest. En eftir því sem ,,Plágan“ fær
aö snúast oftar á fóninum þeim mun skemmtilegra verð-
Ur s-ameríski þjóðlagarokkarinn ,,Chile“. Að lokum
verður hann svo skemmtilegur að þú vilt helst geta
hllJstað á hann allan daginn.
L°g eins og „Chile", „Sambönd í Berlín" (á „Geisla-
Vlrkir" meg utangarðsmönnum), „Agnes & Friðrik" (á
;’lsbjarnarblús“ Bubba), „Grafskrift" (á fyrstu plötu hins
ls|enska Þursaflokks) og önnur álíka rokklög veita því
™Un meiri ánægju en skallapoppflugur á borð við flugur
beirra Cliff Richards og Oliviu Newton-John. Það má
Jefnvel Ifta á „Chile", „Grafskrift" og þessi lög sem
essísk: Þau munu standast tímans tönn um ókomin ár á
^eöan skallapoppflugurnar ganga sér til húðar á örfáum
h9uni, hver á fætur annarri.
Næst þegar þú heyrir skemmtilegt lag í útvarpinu eða
^Hnars staðar skaltu bíða með að hlaupa út í plötubúð.
1 du þangað til þú hefur heyrt lagið a. m. k. fimm sinn-
Urn í viðbót. Það er ekkert gaman að sitja uppi með
°Þolandi leiðinlega plötu sem var einu sinni skemmtileg,
eða hvað?
35