Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 41

Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 41
VUDAKOSNIH BRESKU POPPBIADANNA Nýlega birtu bresku poppmúsíkblöðin val lesenda sinna á vinsælustu poppstjörnunum. Þar virðast engar poppstjörnur hafa eins áberandi forystu í vinsældum og Bubbi og Utangarösmenn/EGÓ hafa hérlendis. í Bretlandi eru það hljómsveitirnar Jam og Human League sem skipta á milli sín efstu sætunum. Vinsældir Jam vekja nokkra undrun. Þessi ágæta ,,mod“ rokk- hljómsveit sendi ekki frá sér neina plötu á síðasta ári. En eins og dæmin sanna t. d. frá Islandi þá eru vinsælar plötur einn besti meðbyr sem popparar fá í vinsælda- kosningum. Vinsældir Jam eru þess vegna kærkomin undantekning frá reglunni. Reyndar kemur önnur hljómsveit einnig vel út úr umræddum vinsældakosn- ingum þó hún hafi ekki heldur sent frá sér plötu á síðasta ári. Þetta er hljómsveitin Clash (sem lenti í 5. sæti yfir vinsælustu erlendu hljómsveitirnar í vinsældavali Æsk- unnar í janúar sl.). Vinsældir ný-rómantísku hljómsveitarinnar Human 36 æ;skan 83ÁRA Haul Weller, söngvarl JAM. League þurfa ekki að koma neinum á óvart. I áramóta- uPP9jöri breskra og íslenskra blaða deildi Human League-platan ,,Dare" nefnilega titlinum „besta plata arsins '81 “ með Heaven 17-plötunni „Penthouse & pavement". Því má til gamans skjóta hér inn í að helstu f°rvígismenn Heaven 17 voru stofnendur Human League á sínum tíma. Þá láta bresku blöðin lesendur sína ævinlega velja leiðinlegustu og óþörfustu manneskju heims. Að þessu sinni lenti það á söngvaranum Adam Ant að bera þann háðuglega titil. New Musical Express bryddaði jafnframt upp á þeirri nýjung að láta kjósa um þá manneskju sem lesendur sakna mest. Að sjálfsögðu var bítilsins John Lennons saknað sárast. lan Curtes (fyrrum söngvari Joy Division) og Bob Marley lentu í 2. og 3. sæti. Ekki sáu bresku blöðin ástæðu til að skipa reggí- og ska-poppurum í sérstakan bás að þessu sinni. Það kom þó ekki í veg fyrir að hljómsveitirnar Beat, Madness og UB 40 kæmust ofarlega á blað. Svo skemmtilega vill til að síðastnefnda hljómsveitin er væntanleg til íslands í sum- ar. Væntanlega mun hún halda tvenna hljómleika í veit- ingahúsinu Broadway. Fyrri tónleikarnir verða þá sér- staklega ætlaðir börnum og unglingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.